Rory McIlroy með PGA-titil númer tuttugu: Þetta var risastórt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2021 07:30 Rory McIlroy með bikarinn sem hann vann í Las Vegas með góðri spilamennsku um helgina. AP/David Becker Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy reif sig upp eftir vonbrigði Ryderbikarsins á dögunum með því að vinna CJ Cup mótið í Las Vegas um helgina. Þetta var tuttugasti mótið sem McIlroy vinnur á ferlinum á PGA-mótaröðinni. Hann vann Wells Fargo mótið í maí en síðan hefur þetta verið frekar mikið basl. Norður-Írinn tapaði meðal annars öllum þremur viðureignum sínum í Ryderbikarnum þar sem Evrópuliðið steinlá. Ror-ing 20 @McIlroyRory captures his 20th career win at THE CJ CUP @ SUMMIT. pic.twitter.com/u4gFUErmuc— PGA TOUR (@PGATOUR) October 17, 2021 McIlroy lék hringina fjóra á 25 höggum undir pari og endaði einu höggi á undan Bandaríkjamanninum Collin Morikawa. McIlroy var níu höggum á eftir efsta manni þegar mótið var hálfnað og tveimur höggum á eftir Rickie Fowler þegar lokadagurinn hófst. McIlroy lék lokahringinn á sex höggum undir pari eða sex höggum betur en Fowler. A reminder to all that being ourselves is enough. Congrats on number 20, @McIlroyRory pic.twitter.com/dbmDhkoued— Kira K. Dixon (@KiraDixon) October 18, 2021 „Þetta var risastórt, virkilega,“ sagði Rory McIlroy við Golf Channel eftir mótið þegar hann var spurður hvort slök frammistaða hans í Ryderbikarnum hafi kveikt þörfina að vinna aftur. „Ég var búinn að hugsa mikið síðustu vikur. Þetta er það sem ég þarf að gera. Ég þarf að spila golf, einfalda hlutina og vera bara ég sjálfur,“ sagði McIlroy. „Ég var að reyna að verða einhver annar síðustu mánuði til að verða betri en áttaði mig síðan á því að það er nóg að vera ég sjálfur því þá get ég gert hluti eins og þessa,“ sagði McIlroy. A dominant performance in Las Vegas.@McIlroyRory played the par 5s in 15-under par.That matches his best par-5 performance in an event on TOUR. pic.twitter.com/PPEVoXsbuS— PGA TOUR (@PGATOUR) October 18, 2021 Golf Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þetta var tuttugasti mótið sem McIlroy vinnur á ferlinum á PGA-mótaröðinni. Hann vann Wells Fargo mótið í maí en síðan hefur þetta verið frekar mikið basl. Norður-Írinn tapaði meðal annars öllum þremur viðureignum sínum í Ryderbikarnum þar sem Evrópuliðið steinlá. Ror-ing 20 @McIlroyRory captures his 20th career win at THE CJ CUP @ SUMMIT. pic.twitter.com/u4gFUErmuc— PGA TOUR (@PGATOUR) October 17, 2021 McIlroy lék hringina fjóra á 25 höggum undir pari og endaði einu höggi á undan Bandaríkjamanninum Collin Morikawa. McIlroy var níu höggum á eftir efsta manni þegar mótið var hálfnað og tveimur höggum á eftir Rickie Fowler þegar lokadagurinn hófst. McIlroy lék lokahringinn á sex höggum undir pari eða sex höggum betur en Fowler. A reminder to all that being ourselves is enough. Congrats on number 20, @McIlroyRory pic.twitter.com/dbmDhkoued— Kira K. Dixon (@KiraDixon) October 18, 2021 „Þetta var risastórt, virkilega,“ sagði Rory McIlroy við Golf Channel eftir mótið þegar hann var spurður hvort slök frammistaða hans í Ryderbikarnum hafi kveikt þörfina að vinna aftur. „Ég var búinn að hugsa mikið síðustu vikur. Þetta er það sem ég þarf að gera. Ég þarf að spila golf, einfalda hlutina og vera bara ég sjálfur,“ sagði McIlroy. „Ég var að reyna að verða einhver annar síðustu mánuði til að verða betri en áttaði mig síðan á því að það er nóg að vera ég sjálfur því þá get ég gert hluti eins og þessa,“ sagði McIlroy. A dominant performance in Las Vegas.@McIlroyRory played the par 5s in 15-under par.That matches his best par-5 performance in an event on TOUR. pic.twitter.com/PPEVoXsbuS— PGA TOUR (@PGATOUR) October 18, 2021
Golf Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira