Blendnar tilfinningar fótboltaaðdáenda eftir grín flugstjóra í flugi PLAY Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 17. október 2021 14:49 Víkingur varð bikarmeistari í þriðja skipti í sögu félagsins í gær. Vísir/Hulda Margrét Farþegar á leið til Alicante fengu nokkuð óvæntar fréttir af bikarúrslitaleik Víkings og ÍA í miðju flugi í gær. Flugstjórinn tilkynnti farþegum um borð að ÍA hefði sigrað í vítaspyrnukeppni. Hanna Símonardóttir var um borð í vélinni og telur að flugstjórinn hafi haldið gríninu til streitu líklega í klukkutíma eða tvo. Flugstjórinn leiðrétti grínið ekki fyrr en við lendingu, stuðningsmönnum Víkings til mikillar ánægju. Flugstjórinn kvað dramatískt atvik hafa komið upp í bikarúrslitaleiknum og að þrír fótboltamenn Víkings hafi fengið rautt spjald í leiknum. Skagamenn hafi jafnað í kjölfarið og unnið 11-10 í vítaspyrnukeppni. Farþegar klöppuðu þá ýmist eða syrgðu. Síðar í fluginu leiðrétti flugstjórinn fyrri tilkynningu og sagði vítaspyrnukeppnina hafi farið 8-7, Skagamönnum í vil. Enn sátu aðdáendur Víkings eftir með sárt ennið. „Hann var alveg orðinn grautur á mér hausinn sko" „Ég gat ekki hætt að hugsa um þetta alla ferðina,“ segir Hanna, en nettenging er almennt af skornum skammti um borð í flugvélum. Hanna segir í samtali við fréttastofu að hún hafi verið alveg gáttuð á framvindu leiksins enda mikill fótboltaaðdáandi sjálf. „Hann var alveg orðinn grautur á mér hausinn sko," segir Hanna létt í bragði. Hanna er mikil áhugakona um fótbolta. Í lendingu fór flugstjórinn yfir veðrið í Alicante eins og venja er, og sagði leikinn hafa endað með öðrum hætti en áður hafði verið tilkynnt. Flugstjórinn kvaðst vera Bliki, dálítið svekktur út í Víkingana, fyrir að hafa stolið af þeim titlinum. Leiknum hafi í raun lokið með sigri Víkinga 3-0. Að sögn Hönnu var klappað þegar raunveruleg úrslit bikarleiksins voru tilkynnt en Skagamenn um borð hafa ólíklega verið ánægðir. Hanna er mikill knattspyrnuunnandi, harður stuðningsmaður Liverpool á Englandi og Aftureldingar hér heima. Anton Ari sonur hennar er markvörður Breiðabliks og Magnús Már sonur hennar þjálfar karlalið Aftureldingar. Fótbolti ÍA Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík Play Tengdar fréttir Umfjöllun,viðtöl og myndir: ÍA - Víkingur 0-3| Víkingur Íslands- og bikarmeistari 2021 Víkingur Reykjavík varð bikarmeistari í þriðja skiptið í sögu félagsins. Víkingur lagði ÍA 3-0 og endaði magnað keppnistímabil 2021 sem Íslands- og bikarmeistari. 16. október 2021 18:29 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Sjá meira
Hanna Símonardóttir var um borð í vélinni og telur að flugstjórinn hafi haldið gríninu til streitu líklega í klukkutíma eða tvo. Flugstjórinn leiðrétti grínið ekki fyrr en við lendingu, stuðningsmönnum Víkings til mikillar ánægju. Flugstjórinn kvað dramatískt atvik hafa komið upp í bikarúrslitaleiknum og að þrír fótboltamenn Víkings hafi fengið rautt spjald í leiknum. Skagamenn hafi jafnað í kjölfarið og unnið 11-10 í vítaspyrnukeppni. Farþegar klöppuðu þá ýmist eða syrgðu. Síðar í fluginu leiðrétti flugstjórinn fyrri tilkynningu og sagði vítaspyrnukeppnina hafi farið 8-7, Skagamönnum í vil. Enn sátu aðdáendur Víkings eftir með sárt ennið. „Hann var alveg orðinn grautur á mér hausinn sko" „Ég gat ekki hætt að hugsa um þetta alla ferðina,“ segir Hanna, en nettenging er almennt af skornum skammti um borð í flugvélum. Hanna segir í samtali við fréttastofu að hún hafi verið alveg gáttuð á framvindu leiksins enda mikill fótboltaaðdáandi sjálf. „Hann var alveg orðinn grautur á mér hausinn sko," segir Hanna létt í bragði. Hanna er mikil áhugakona um fótbolta. Í lendingu fór flugstjórinn yfir veðrið í Alicante eins og venja er, og sagði leikinn hafa endað með öðrum hætti en áður hafði verið tilkynnt. Flugstjórinn kvaðst vera Bliki, dálítið svekktur út í Víkingana, fyrir að hafa stolið af þeim titlinum. Leiknum hafi í raun lokið með sigri Víkinga 3-0. Að sögn Hönnu var klappað þegar raunveruleg úrslit bikarleiksins voru tilkynnt en Skagamenn um borð hafa ólíklega verið ánægðir. Hanna er mikill knattspyrnuunnandi, harður stuðningsmaður Liverpool á Englandi og Aftureldingar hér heima. Anton Ari sonur hennar er markvörður Breiðabliks og Magnús Már sonur hennar þjálfar karlalið Aftureldingar.
Fótbolti ÍA Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík Play Tengdar fréttir Umfjöllun,viðtöl og myndir: ÍA - Víkingur 0-3| Víkingur Íslands- og bikarmeistari 2021 Víkingur Reykjavík varð bikarmeistari í þriðja skiptið í sögu félagsins. Víkingur lagði ÍA 3-0 og endaði magnað keppnistímabil 2021 sem Íslands- og bikarmeistari. 16. október 2021 18:29 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Sjá meira
Umfjöllun,viðtöl og myndir: ÍA - Víkingur 0-3| Víkingur Íslands- og bikarmeistari 2021 Víkingur Reykjavík varð bikarmeistari í þriðja skiptið í sögu félagsins. Víkingur lagði ÍA 3-0 og endaði magnað keppnistímabil 2021 sem Íslands- og bikarmeistari. 16. október 2021 18:29