Titlar sig vafaþingmann Árni Sæberg skrifar 17. október 2021 14:59 Eftir endurtalninguna datt Karl Gauti út sem jöfnunarmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi en Bergþór Ólason fór inn sem jöfnunarmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi í staðinn. vísir/vilhelm Karl Gauti Hjaltason titlar sig vafaþingmann eftir alþingiskosningarnar í haust. Hann fór yfir framkvæmd kosninganna á Sprengisandi í morgun. Karl Gauti hefur áratuga reynslu af framkvæmd kosninga hafandi verið sýslumaður. Hann segir alls kyns misskilning vera uppi um framkvæmd nýafstaðinna kosninga. Til að mynda telur hann að hlutverk umboðsmanna sé vanmetið. „Þetta er mjög mikilvægt í kosningum, það er að segja að það sé fylgt ákveðnu ferli sem er bundið í kosningalögum, mjög stranglega. Til dæmis er hlutverk umboðsmanna mjög mikilvægt. þeir hafa rétt til að gera athugasemdir, þeir hafa rétt til að bóka ágreining. Meira að segja segir í lögunum að ef umboðsmenn gera ágreining um eitthvað sem þeir telja ólöglegt, þá eiga þeir rétt á því að bóka um það en þeir eiga líka rétt á að það fari til Alþingis sem skeri þá úr um lögmæti kosninganna,“ segir Karl Gauti. Hann segir að umboðsmenn í Norðvesturkjördæmi hafi verið óánægðir með boðun. Þá nefnir hann að galli á skipun umboðsmanna hafi verið eitt þeirra atriða sem leiddu til þess að Hæstiréttur ógilti kosningar til stjórnlagaþings árið 2010. Þá segir hann að umboðsmaður Pírata hafi gert ágreining í Norðvesturkjördæmi en að ekkert hafi verið bókað um það í fundargerð. „Heyrðu menn ekki neitt, gerðu menn ekki neitt?“ spur Karl Gauti. Ekkert um endurtalningu í lögunum Karl Gauti segir orðið endurtalningu hvergi vera að finna í kosningalögum. Einungis sé gert ráð fyrir því að talið sé aftur fyrir tilkynningu lokatalna ef villa er uppi. „Menn hætta ekki fyrr en þeir finna villuna, í það skiptið og það hefur nú tekist hingað til, alltaf. Það eru engin dæmi um það, eftir að tölur hafa verið kynntar, að það sé talið upp á nýtt. Það eru engin dæmi úr Alþingiskosningum, þannig að það að tala um einhverja endurtalningu það á sér enga stoð í kosningalögum,“ segir hann. Þá segir hann að enginn hafi gert athugasemd við talninguna í Norðvesturkjördæmi áður en ráðist var í endurtalningu. Gagnrýnir að kjörstjórnarmaður einn með atkvæðunum Karl Gauti gerir verulega athugasemd við það að kjörstjórnarmaður í Norðvesturkjördæmi hafi verið einn með atkvæðunum. „Það til dæmis að kjörstjórnarmaður sé einn með atkvæðunum og jafnvel tveir áður en kjörstjórn mætir og atkvæðin liggi þarna óinnsigluð og óvarin, búin að vera það í nokkra klukkutíma. Að það sé leyfilegt, að menn haldi að það sé eðlilegt þá stendur bara í kosningalögum mjög skýrum stöfum að þegar kosningaathöfn hefst þá er bannað, það er bókstaflega bannað að vera færri en tveir,“ Hlusta má á ítarlegt viðtal við Karl Gauta á Sprengisandi í spilaranum hér að neðan: Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Miðflokkurinn Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Karl Gauti hefur áratuga reynslu af framkvæmd kosninga hafandi verið sýslumaður. Hann segir alls kyns misskilning vera uppi um framkvæmd nýafstaðinna kosninga. Til að mynda telur hann að hlutverk umboðsmanna sé vanmetið. „Þetta er mjög mikilvægt í kosningum, það er að segja að það sé fylgt ákveðnu ferli sem er bundið í kosningalögum, mjög stranglega. Til dæmis er hlutverk umboðsmanna mjög mikilvægt. þeir hafa rétt til að gera athugasemdir, þeir hafa rétt til að bóka ágreining. Meira að segja segir í lögunum að ef umboðsmenn gera ágreining um eitthvað sem þeir telja ólöglegt, þá eiga þeir rétt á því að bóka um það en þeir eiga líka rétt á að það fari til Alþingis sem skeri þá úr um lögmæti kosninganna,“ segir Karl Gauti. Hann segir að umboðsmenn í Norðvesturkjördæmi hafi verið óánægðir með boðun. Þá nefnir hann að galli á skipun umboðsmanna hafi verið eitt þeirra atriða sem leiddu til þess að Hæstiréttur ógilti kosningar til stjórnlagaþings árið 2010. Þá segir hann að umboðsmaður Pírata hafi gert ágreining í Norðvesturkjördæmi en að ekkert hafi verið bókað um það í fundargerð. „Heyrðu menn ekki neitt, gerðu menn ekki neitt?“ spur Karl Gauti. Ekkert um endurtalningu í lögunum Karl Gauti segir orðið endurtalningu hvergi vera að finna í kosningalögum. Einungis sé gert ráð fyrir því að talið sé aftur fyrir tilkynningu lokatalna ef villa er uppi. „Menn hætta ekki fyrr en þeir finna villuna, í það skiptið og það hefur nú tekist hingað til, alltaf. Það eru engin dæmi um það, eftir að tölur hafa verið kynntar, að það sé talið upp á nýtt. Það eru engin dæmi úr Alþingiskosningum, þannig að það að tala um einhverja endurtalningu það á sér enga stoð í kosningalögum,“ segir hann. Þá segir hann að enginn hafi gert athugasemd við talninguna í Norðvesturkjördæmi áður en ráðist var í endurtalningu. Gagnrýnir að kjörstjórnarmaður einn með atkvæðunum Karl Gauti gerir verulega athugasemd við það að kjörstjórnarmaður í Norðvesturkjördæmi hafi verið einn með atkvæðunum. „Það til dæmis að kjörstjórnarmaður sé einn með atkvæðunum og jafnvel tveir áður en kjörstjórn mætir og atkvæðin liggi þarna óinnsigluð og óvarin, búin að vera það í nokkra klukkutíma. Að það sé leyfilegt, að menn haldi að það sé eðlilegt þá stendur bara í kosningalögum mjög skýrum stöfum að þegar kosningaathöfn hefst þá er bannað, það er bókstaflega bannað að vera færri en tveir,“ Hlusta má á ítarlegt viðtal við Karl Gauta á Sprengisandi í spilaranum hér að neðan:
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Miðflokkurinn Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira