Björgunarsveitarfólk á tánum vegna hvellsins í kvöld Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. október 2021 12:29 Björgunarsveitir eru komnar í vetragírinn. Myndin er úr safni. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Gular viðvaranir taka gildi síðar í dag á suðurströndinni og á Vestfjörðum en búast má við nokkrum hvelli í kvöld. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu og segir upplýsingafulltrúi Landsbjargar að þau séu komin í veturgírinn. Fyrstu viðvaranir taka gildi klukkan 14 á Suðurlandi en viðvaranir verða í gildi fram á nótt á suðurströndinni. Á Vestfjörðum verður í gildi gul viðvörun fram til hádegis á morgun. Snjó festi víða á Suður- og Vesturlandi í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá veðurstofu mun vinstyrkur ná allt að 25 metrum á sekúndu að jafnaði á suðurströndinni og því ekki ólíklegt að einhverjar truflanir verði á samgöngum. Á Vestfjörðum verður aðeins minni vindur en gert er ráð fyrir hríð á svæðinu. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir björgunarsveitir tilbúna fyrir daginn. „Staðan er eiginlega bara þannig hjá björgunarsveitum í dag að við erum eins og alltaf með björgunarsveitir hringinn í kringum landið sem eru klárar til að bregðast við ef eitthvað kemur upp á. Við höfum nú fengið tvær hressilegar haustlægðir hingað til þannig að flestar sveitir eru komnar alveg í gírinn fyrir veturinn og búnir að gíra sig svona upp vetraraðstæður,“ segir Davíð. Björgunarsveitir eru ekki með sérstakan viðbúnað í dag vegna veðurs en Davíð segir björgunarsveitarmenn alltaf vera á tánum og sveitirnar tilbúnar ef kallið kemur. Þá segir Davíð að það sé mikilvægt að fólk fari varlega þegar viðvaranir sem þessar eru í gildi. „Nú eru veðurfræðingar að vara við því að það gæti snjóað á fjallvegum þannig það er bara mjög mikilvægt að fólk hafi það í huga að vera ekki á van búnum bílum á ferðalagi á einhverjum vegum þar sem er annað hvort hætta á miklum hviðum eða hreinlega bara ófært,“ segir Davíð. „Þannig ég hvet alla til að fylgast bara vel með veðurupplýsingum og upplýsingum um færð á vegum áður en þeir halda í einhver ferðalög, eða hinkri bara á meðan veðrið gengur yfir,“ segir Davíð Már. Seinni partinn á morgun er síðan gert ráð fyrir öðrum hvelli á Vestfjörðum og Breiðafirði og verða gular viðvaranir í gildi fram til þriðjudagsmorguns. Þá verður tekin ákvörðun síðdegis í dag um hvort rýma eigi hús á Seyðisfirði í ljósi úrkomu og skriðuhættu. Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Snjó festi víða í nótt Fólk sem var snemma á ferð í morgun þurfti líklega að skafa af bílum sínum þar sem snjó festi á Suður- og Vesturlandi, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu. 17. október 2021 10:40 Víða gular viðvaranir á landinu Íbúum á höfuðborgarsvæðinu var eflaust brugðið í morgun en snjór hafði fallið víðsvegar fallið í efri byggðum borgarinnar. Veður verður með verra móti í dag en gular viðvaranir hafa verið gefnar út í fjórum landshlutum. 17. október 2021 09:23 Vara við hvassviðri og stormi á morgun Búast má við hvassviðri eða stormi víða á landinu á morgun og hefur Veðurstofan gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðausturlandi og Vestfjörðum. 16. október 2021 18:36 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Fyrstu viðvaranir taka gildi klukkan 14 á Suðurlandi en viðvaranir verða í gildi fram á nótt á suðurströndinni. Á Vestfjörðum verður í gildi gul viðvörun fram til hádegis á morgun. Snjó festi víða á Suður- og Vesturlandi í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá veðurstofu mun vinstyrkur ná allt að 25 metrum á sekúndu að jafnaði á suðurströndinni og því ekki ólíklegt að einhverjar truflanir verði á samgöngum. Á Vestfjörðum verður aðeins minni vindur en gert er ráð fyrir hríð á svæðinu. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir björgunarsveitir tilbúna fyrir daginn. „Staðan er eiginlega bara þannig hjá björgunarsveitum í dag að við erum eins og alltaf með björgunarsveitir hringinn í kringum landið sem eru klárar til að bregðast við ef eitthvað kemur upp á. Við höfum nú fengið tvær hressilegar haustlægðir hingað til þannig að flestar sveitir eru komnar alveg í gírinn fyrir veturinn og búnir að gíra sig svona upp vetraraðstæður,“ segir Davíð. Björgunarsveitir eru ekki með sérstakan viðbúnað í dag vegna veðurs en Davíð segir björgunarsveitarmenn alltaf vera á tánum og sveitirnar tilbúnar ef kallið kemur. Þá segir Davíð að það sé mikilvægt að fólk fari varlega þegar viðvaranir sem þessar eru í gildi. „Nú eru veðurfræðingar að vara við því að það gæti snjóað á fjallvegum þannig það er bara mjög mikilvægt að fólk hafi það í huga að vera ekki á van búnum bílum á ferðalagi á einhverjum vegum þar sem er annað hvort hætta á miklum hviðum eða hreinlega bara ófært,“ segir Davíð. „Þannig ég hvet alla til að fylgast bara vel með veðurupplýsingum og upplýsingum um færð á vegum áður en þeir halda í einhver ferðalög, eða hinkri bara á meðan veðrið gengur yfir,“ segir Davíð Már. Seinni partinn á morgun er síðan gert ráð fyrir öðrum hvelli á Vestfjörðum og Breiðafirði og verða gular viðvaranir í gildi fram til þriðjudagsmorguns. Þá verður tekin ákvörðun síðdegis í dag um hvort rýma eigi hús á Seyðisfirði í ljósi úrkomu og skriðuhættu.
Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Snjó festi víða í nótt Fólk sem var snemma á ferð í morgun þurfti líklega að skafa af bílum sínum þar sem snjó festi á Suður- og Vesturlandi, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu. 17. október 2021 10:40 Víða gular viðvaranir á landinu Íbúum á höfuðborgarsvæðinu var eflaust brugðið í morgun en snjór hafði fallið víðsvegar fallið í efri byggðum borgarinnar. Veður verður með verra móti í dag en gular viðvaranir hafa verið gefnar út í fjórum landshlutum. 17. október 2021 09:23 Vara við hvassviðri og stormi á morgun Búast má við hvassviðri eða stormi víða á landinu á morgun og hefur Veðurstofan gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðausturlandi og Vestfjörðum. 16. október 2021 18:36 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Snjó festi víða í nótt Fólk sem var snemma á ferð í morgun þurfti líklega að skafa af bílum sínum þar sem snjó festi á Suður- og Vesturlandi, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu. 17. október 2021 10:40
Víða gular viðvaranir á landinu Íbúum á höfuðborgarsvæðinu var eflaust brugðið í morgun en snjór hafði fallið víðsvegar fallið í efri byggðum borgarinnar. Veður verður með verra móti í dag en gular viðvaranir hafa verið gefnar út í fjórum landshlutum. 17. október 2021 09:23
Vara við hvassviðri og stormi á morgun Búast má við hvassviðri eða stormi víða á landinu á morgun og hefur Veðurstofan gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðausturlandi og Vestfjörðum. 16. október 2021 18:36