Fyrsta tap ítölsku meistaranna | Endurkomusigur hélt AC Milan á toppnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. október 2021 20:50 Olivier Giroud skoraði fyrsta mark AC Milan í kvöld. Marco Luzzani/Getty Images Ítalíumeistarar Inter töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu er liðið heimsótti Lazio. Ivan Perisic kom Inter yfir snemma leiks, en heimamenn skoruðu þrjú í seinni hálfleik og unnu að lokum 3-1 sigur. Fyrsta mark leiksins kom strax á 12. mínútu þegar Ivan Perisic skoraði af öryggi af vítapunktinum og staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Ciro Immobile jafnaði metin fyrir Lazio á 64. mínútu, en það mark kom einnig af vítapunktinum fræga. Felipe Anderson kom heimamönnum í Lazio í forystu tæpum tíu mínútum fyrir leikslok þegar hann tók frákastið eftir skot frá Ciro Immobile, áður en Sergej Milinkovic-Savic tryggði 3-1 sigur heimamanna eftir stoðsendingu frá Luis Alberto snemma í uppbótartíma. Eftir að lokaflautið gall brutust út stimpingar milli leikmanna þar sem að Luiz Felipe, varnarmaður Lazio nældi sér í rautt spjald. Hann verður því í banni í næstu leikjum. Lazio er nú í fimmta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 14 stig eftir átta leiki, þrem stigum minna en Inter sem situr í þriðja sæti. 🔚 | FULL TIMEIt ends in defeat at the Olimpico#LazioInter 3⃣-1⃣⚽️ #Perisic (12)⚽️ Immobile (64)⚽️ Anderson (81)⚽️ Milinkovic-Savic (90+1)#FORZAINTER ⚫️🔵 pic.twitter.com/CRz81r2EXo— Inter 🏆🇮🇹 (@Inter_en) October 16, 2021 Betur fór en á horfðist þegar að hitt Milan-liðið tók á móti Verona seinna í kvöld. Gianluca Caprari kom gestunum yfir strax á sjöundu mínútu, áður en Antonin Barak tvöfaldaði forystu Verona af vítapunktinum á 24. mínútu. Staðan var því 2-0 í hálfleik, en Olivier Giroud minnkaði muninn fyrir AC Milan eftir tæplega klukkutíma leik. Franck Kessie jafnaði metin af vítapunktinum fyrir heimamenn stundarfjórðungi fyrir leikslok, og endurkoman var fullkomnuð tveimur mínútum síðar þegar að Koray Guenter varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. AC Milan er enn á toppi ítölsku deildarinnar með 22 stig eftir átta leiki, 14 stigum á undan Verona sem situr í 13. sæti. Down but never out: what a second-half comeback ❤️🖤Non moriamo mai: una vera prova di forza nel secondo tempo ❤️🖤#MilanVerona #SempreMilan@Acqua_Lete pic.twitter.com/PbA6qTBe9v— AC Milan (@acmilan) October 16, 2021 Ítalski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Fyrsta mark leiksins kom strax á 12. mínútu þegar Ivan Perisic skoraði af öryggi af vítapunktinum og staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Ciro Immobile jafnaði metin fyrir Lazio á 64. mínútu, en það mark kom einnig af vítapunktinum fræga. Felipe Anderson kom heimamönnum í Lazio í forystu tæpum tíu mínútum fyrir leikslok þegar hann tók frákastið eftir skot frá Ciro Immobile, áður en Sergej Milinkovic-Savic tryggði 3-1 sigur heimamanna eftir stoðsendingu frá Luis Alberto snemma í uppbótartíma. Eftir að lokaflautið gall brutust út stimpingar milli leikmanna þar sem að Luiz Felipe, varnarmaður Lazio nældi sér í rautt spjald. Hann verður því í banni í næstu leikjum. Lazio er nú í fimmta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 14 stig eftir átta leiki, þrem stigum minna en Inter sem situr í þriðja sæti. 🔚 | FULL TIMEIt ends in defeat at the Olimpico#LazioInter 3⃣-1⃣⚽️ #Perisic (12)⚽️ Immobile (64)⚽️ Anderson (81)⚽️ Milinkovic-Savic (90+1)#FORZAINTER ⚫️🔵 pic.twitter.com/CRz81r2EXo— Inter 🏆🇮🇹 (@Inter_en) October 16, 2021 Betur fór en á horfðist þegar að hitt Milan-liðið tók á móti Verona seinna í kvöld. Gianluca Caprari kom gestunum yfir strax á sjöundu mínútu, áður en Antonin Barak tvöfaldaði forystu Verona af vítapunktinum á 24. mínútu. Staðan var því 2-0 í hálfleik, en Olivier Giroud minnkaði muninn fyrir AC Milan eftir tæplega klukkutíma leik. Franck Kessie jafnaði metin af vítapunktinum fyrir heimamenn stundarfjórðungi fyrir leikslok, og endurkoman var fullkomnuð tveimur mínútum síðar þegar að Koray Guenter varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. AC Milan er enn á toppi ítölsku deildarinnar með 22 stig eftir átta leiki, 14 stigum á undan Verona sem situr í 13. sæti. Down but never out: what a second-half comeback ❤️🖤Non moriamo mai: una vera prova di forza nel secondo tempo ❤️🖤#MilanVerona #SempreMilan@Acqua_Lete pic.twitter.com/PbA6qTBe9v— AC Milan (@acmilan) October 16, 2021
Ítalski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira