Fyrsta tap ítölsku meistaranna | Endurkomusigur hélt AC Milan á toppnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. október 2021 20:50 Olivier Giroud skoraði fyrsta mark AC Milan í kvöld. Marco Luzzani/Getty Images Ítalíumeistarar Inter töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu er liðið heimsótti Lazio. Ivan Perisic kom Inter yfir snemma leiks, en heimamenn skoruðu þrjú í seinni hálfleik og unnu að lokum 3-1 sigur. Fyrsta mark leiksins kom strax á 12. mínútu þegar Ivan Perisic skoraði af öryggi af vítapunktinum og staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Ciro Immobile jafnaði metin fyrir Lazio á 64. mínútu, en það mark kom einnig af vítapunktinum fræga. Felipe Anderson kom heimamönnum í Lazio í forystu tæpum tíu mínútum fyrir leikslok þegar hann tók frákastið eftir skot frá Ciro Immobile, áður en Sergej Milinkovic-Savic tryggði 3-1 sigur heimamanna eftir stoðsendingu frá Luis Alberto snemma í uppbótartíma. Eftir að lokaflautið gall brutust út stimpingar milli leikmanna þar sem að Luiz Felipe, varnarmaður Lazio nældi sér í rautt spjald. Hann verður því í banni í næstu leikjum. Lazio er nú í fimmta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 14 stig eftir átta leiki, þrem stigum minna en Inter sem situr í þriðja sæti. 🔚 | FULL TIMEIt ends in defeat at the Olimpico#LazioInter 3⃣-1⃣⚽️ #Perisic (12)⚽️ Immobile (64)⚽️ Anderson (81)⚽️ Milinkovic-Savic (90+1)#FORZAINTER ⚫️🔵 pic.twitter.com/CRz81r2EXo— Inter 🏆🇮🇹 (@Inter_en) October 16, 2021 Betur fór en á horfðist þegar að hitt Milan-liðið tók á móti Verona seinna í kvöld. Gianluca Caprari kom gestunum yfir strax á sjöundu mínútu, áður en Antonin Barak tvöfaldaði forystu Verona af vítapunktinum á 24. mínútu. Staðan var því 2-0 í hálfleik, en Olivier Giroud minnkaði muninn fyrir AC Milan eftir tæplega klukkutíma leik. Franck Kessie jafnaði metin af vítapunktinum fyrir heimamenn stundarfjórðungi fyrir leikslok, og endurkoman var fullkomnuð tveimur mínútum síðar þegar að Koray Guenter varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. AC Milan er enn á toppi ítölsku deildarinnar með 22 stig eftir átta leiki, 14 stigum á undan Verona sem situr í 13. sæti. Down but never out: what a second-half comeback ❤️🖤Non moriamo mai: una vera prova di forza nel secondo tempo ❤️🖤#MilanVerona #SempreMilan@Acqua_Lete pic.twitter.com/PbA6qTBe9v— AC Milan (@acmilan) October 16, 2021 Ítalski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Fyrsta mark leiksins kom strax á 12. mínútu þegar Ivan Perisic skoraði af öryggi af vítapunktinum og staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Ciro Immobile jafnaði metin fyrir Lazio á 64. mínútu, en það mark kom einnig af vítapunktinum fræga. Felipe Anderson kom heimamönnum í Lazio í forystu tæpum tíu mínútum fyrir leikslok þegar hann tók frákastið eftir skot frá Ciro Immobile, áður en Sergej Milinkovic-Savic tryggði 3-1 sigur heimamanna eftir stoðsendingu frá Luis Alberto snemma í uppbótartíma. Eftir að lokaflautið gall brutust út stimpingar milli leikmanna þar sem að Luiz Felipe, varnarmaður Lazio nældi sér í rautt spjald. Hann verður því í banni í næstu leikjum. Lazio er nú í fimmta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 14 stig eftir átta leiki, þrem stigum minna en Inter sem situr í þriðja sæti. 🔚 | FULL TIMEIt ends in defeat at the Olimpico#LazioInter 3⃣-1⃣⚽️ #Perisic (12)⚽️ Immobile (64)⚽️ Anderson (81)⚽️ Milinkovic-Savic (90+1)#FORZAINTER ⚫️🔵 pic.twitter.com/CRz81r2EXo— Inter 🏆🇮🇹 (@Inter_en) October 16, 2021 Betur fór en á horfðist þegar að hitt Milan-liðið tók á móti Verona seinna í kvöld. Gianluca Caprari kom gestunum yfir strax á sjöundu mínútu, áður en Antonin Barak tvöfaldaði forystu Verona af vítapunktinum á 24. mínútu. Staðan var því 2-0 í hálfleik, en Olivier Giroud minnkaði muninn fyrir AC Milan eftir tæplega klukkutíma leik. Franck Kessie jafnaði metin af vítapunktinum fyrir heimamenn stundarfjórðungi fyrir leikslok, og endurkoman var fullkomnuð tveimur mínútum síðar þegar að Koray Guenter varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. AC Milan er enn á toppi ítölsku deildarinnar með 22 stig eftir átta leiki, 14 stigum á undan Verona sem situr í 13. sæti. Down but never out: what a second-half comeback ❤️🖤Non moriamo mai: una vera prova di forza nel secondo tempo ❤️🖤#MilanVerona #SempreMilan@Acqua_Lete pic.twitter.com/PbA6qTBe9v— AC Milan (@acmilan) October 16, 2021
Ítalski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira