Víkingar hafa ekki unnið Skagamenn í bikarnum í fimmtíu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2021 10:31 Þjálfararnir Jóhannes Karl Guðjónsson hjá ÍA og Arnar Gunnlaugsson hjá Víkingum með bikarinn sem keppt verður um í dag. Vísir/Vilhelm ÍA og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvellinum i dag en ætli Víkingar sér bikarinn þá þurfa þeir að gera eitthvað sem engu Víkingsliði hefur tekist í hálfa öld. Víkingar eru Íslandsmeistarar og sigurstranglegra liðið enda björguðu Skagamenn sér frá falli í lokaumferðinni. Bæði lið hafa þó unnið marga leiki í röð, Skagamenn síðustu fimm leiki sína og Víkingar undanfarna níu leiki. Þegar kemur að innbyrðis leikjum liðanna í bikarkeppninni þá er líka önnur sigurganga í gangi. Skagamenn hafa nefnilega unnið síðustu sjö bikarleiki félaganna eða alla bikarleiki þeirra síðan 1971. Víkingar unnu síðast Skagamenn í bikarnum í undanúrslitum keppninnar 1971. Leikurinn fór fram 24. október á Melavellinum og vann Víkingur leikinn 2-0. Mörkin skoruðu fyrirliðinn Gunnar Gunnarsson og svo Páll Björgvinsson sem er þekktastur fyrir handboltaferil sinn með félaginu enda lengi burðarás í sigursælu Víkingsliði. Víkingar fóru síðan alla leið og unnu bikarinn eftir 1-0 sigur á Breiðabliki í úrslitaleiknum þar sem Jón Ólafsson skoraði sigurmarkið. Víkingsliðið komst einnig í bikarúrslitaleikinn fjórum árum fyrr eftir að hafa unnið Skagamenn 2-1 í undanúrslitaleiknum. Frá og með árinu 1972 hafa liðin mæst sjö sinnum í bikarkeppninni og Skagamenn hafa unnið alla leikina og það með markatölunni 23-6. Skaginn vann leiki liðanna 1976, 1982, 1992, 1993, 1999, 2001 og 2007. Úrslitaleikur Mjólkurbikarsins milli ÍA og Víkings er sýndur beint á Stöð 2 Sport í dag. Leikurinn hefst klukkan 15.00 en útsendingin hefst með upphitun klukkan 14.15. Bikarleikir ÍA og Víkings Reykjavíkur: 2007 - ÍA vann 2-1 í sextán liða úrslitum 2001 - ÍA vann 4-1 í sextán liða úrslitum 1999 - ÍA vann 5-0 í átta liða úrslitum 1993 - ÍA vann 4-1 í átta liða úrslitum 1992 - ÍA vann 3-2 í átta liða úrslitum 1982 - ÍA vann 2-1 í undanúrslitum 1976 - ÍA vann 3-0 í sextán liða úrslitum 1971 - Víkingur vann 2-0 í undanúrslitum 1967 - Víkingur vann 2-1 í undanúrslitum Mjólkurbikarinn ÍA Víkingur Reykjavík Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira
Víkingar eru Íslandsmeistarar og sigurstranglegra liðið enda björguðu Skagamenn sér frá falli í lokaumferðinni. Bæði lið hafa þó unnið marga leiki í röð, Skagamenn síðustu fimm leiki sína og Víkingar undanfarna níu leiki. Þegar kemur að innbyrðis leikjum liðanna í bikarkeppninni þá er líka önnur sigurganga í gangi. Skagamenn hafa nefnilega unnið síðustu sjö bikarleiki félaganna eða alla bikarleiki þeirra síðan 1971. Víkingar unnu síðast Skagamenn í bikarnum í undanúrslitum keppninnar 1971. Leikurinn fór fram 24. október á Melavellinum og vann Víkingur leikinn 2-0. Mörkin skoruðu fyrirliðinn Gunnar Gunnarsson og svo Páll Björgvinsson sem er þekktastur fyrir handboltaferil sinn með félaginu enda lengi burðarás í sigursælu Víkingsliði. Víkingar fóru síðan alla leið og unnu bikarinn eftir 1-0 sigur á Breiðabliki í úrslitaleiknum þar sem Jón Ólafsson skoraði sigurmarkið. Víkingsliðið komst einnig í bikarúrslitaleikinn fjórum árum fyrr eftir að hafa unnið Skagamenn 2-1 í undanúrslitaleiknum. Frá og með árinu 1972 hafa liðin mæst sjö sinnum í bikarkeppninni og Skagamenn hafa unnið alla leikina og það með markatölunni 23-6. Skaginn vann leiki liðanna 1976, 1982, 1992, 1993, 1999, 2001 og 2007. Úrslitaleikur Mjólkurbikarsins milli ÍA og Víkings er sýndur beint á Stöð 2 Sport í dag. Leikurinn hefst klukkan 15.00 en útsendingin hefst með upphitun klukkan 14.15. Bikarleikir ÍA og Víkings Reykjavíkur: 2007 - ÍA vann 2-1 í sextán liða úrslitum 2001 - ÍA vann 4-1 í sextán liða úrslitum 1999 - ÍA vann 5-0 í átta liða úrslitum 1993 - ÍA vann 4-1 í átta liða úrslitum 1992 - ÍA vann 3-2 í átta liða úrslitum 1982 - ÍA vann 2-1 í undanúrslitum 1976 - ÍA vann 3-0 í sextán liða úrslitum 1971 - Víkingur vann 2-0 í undanúrslitum 1967 - Víkingur vann 2-1 í undanúrslitum
Bikarleikir ÍA og Víkings Reykjavíkur: 2007 - ÍA vann 2-1 í sextán liða úrslitum 2001 - ÍA vann 4-1 í sextán liða úrslitum 1999 - ÍA vann 5-0 í átta liða úrslitum 1993 - ÍA vann 4-1 í átta liða úrslitum 1992 - ÍA vann 3-2 í átta liða úrslitum 1982 - ÍA vann 2-1 í undanúrslitum 1976 - ÍA vann 3-0 í sextán liða úrslitum 1971 - Víkingur vann 2-0 í undanúrslitum 1967 - Víkingur vann 2-1 í undanúrslitum
Mjólkurbikarinn ÍA Víkingur Reykjavík Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira