Tálknfirðingar skoða sameiningarvalkosti Þorgils Jónsson skrifar 15. október 2021 19:08 Íbúar Tálknafjarðar funda um sameiningarmál í næstu viku. Vísir/Vilhelm Íbúafundur verður haldinn á Tálknafirði í næstu viku þar sem fjallað verður um möguleika í sameiningarmálum við önnur sveitarfélög. Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps, segir að sveitarstjórn hafi ákveðið fyrr á árinu að ráðast í svokallaða valkostagreiningu á sameiningakostum og leitaði til RR ráðgjafar í þeirri vinnu. „Þetta gengur út á að greina stöðu sveitarfélagsins og sjá hvort sameining komi til greina og hverjir séu kostirnir við það. Samt verða það alltaf íbúar sem munu koma til með að taka loka ákvörðunina.“ Íbúafundurinn, sem verður á þriðjudaginn, verði eins konar vinnustofa til að varpa ljósi á skoðanir og álit íbúa á þessum málum. Tálknafjarðarhreppur hafnaði árið 1994 tillögu um sameiningu við þau sveitarfélög sem nú mynda Vesturbyggð. Ólafur segir aðstæður hafa breyst mikið síðan þá. „Verkefni sveitarfélaga eru að verða stærri og flóknari og tilvera smærri sveitarfélaga að verða erfiðari eftir því sem á líður.“ 260 íbúar bjuggu á Tálknafirði um mitt ár, en lög sem samþykkt voru í fyrra kveða á um að sveitarfélög með færri en þúsund íbúa "Í ljósi þess verðum við að fara að skoða þessa hluti. Okkur ber skilda til að annað hvort hefja sameiningarviðræður á næsta kjörtímabili, eða færa rök fyrir því að þau geti staðið undir skyldum sínum.“ Ólafur segir skiptar skoðanir um málið meðal íbúa Tálknafjarðar. Jafnvel sé rætt um að skoða fleiri kosti. Tálknafjörður á nú í miklu samstarfi við Vesturbyggð í mörgum málaflokkum, til dæmis reka sveitarfélögin sameiginlega félagsþjónustu og fleira. Ólafur segir að gert sé ráð fyrir að lokaútgáfa skýrslunnar komi fyrir sveitarstjórn í desember og í þá verði tekin ákvörðun um næstu skref. Sveitarstjórnarkosningar verða í vor, en Ólafur telur ólíklegt að kosið verði um sameiningu meðfram því. Til þess sé tíminn frekar tæpur. „En það mætti nota kosningarnar, til dæmis til að leggja fram skoðanakönnun um málið.“ Tálknafjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps, segir að sveitarstjórn hafi ákveðið fyrr á árinu að ráðast í svokallaða valkostagreiningu á sameiningakostum og leitaði til RR ráðgjafar í þeirri vinnu. „Þetta gengur út á að greina stöðu sveitarfélagsins og sjá hvort sameining komi til greina og hverjir séu kostirnir við það. Samt verða það alltaf íbúar sem munu koma til með að taka loka ákvörðunina.“ Íbúafundurinn, sem verður á þriðjudaginn, verði eins konar vinnustofa til að varpa ljósi á skoðanir og álit íbúa á þessum málum. Tálknafjarðarhreppur hafnaði árið 1994 tillögu um sameiningu við þau sveitarfélög sem nú mynda Vesturbyggð. Ólafur segir aðstæður hafa breyst mikið síðan þá. „Verkefni sveitarfélaga eru að verða stærri og flóknari og tilvera smærri sveitarfélaga að verða erfiðari eftir því sem á líður.“ 260 íbúar bjuggu á Tálknafirði um mitt ár, en lög sem samþykkt voru í fyrra kveða á um að sveitarfélög með færri en þúsund íbúa "Í ljósi þess verðum við að fara að skoða þessa hluti. Okkur ber skilda til að annað hvort hefja sameiningarviðræður á næsta kjörtímabili, eða færa rök fyrir því að þau geti staðið undir skyldum sínum.“ Ólafur segir skiptar skoðanir um málið meðal íbúa Tálknafjarðar. Jafnvel sé rætt um að skoða fleiri kosti. Tálknafjörður á nú í miklu samstarfi við Vesturbyggð í mörgum málaflokkum, til dæmis reka sveitarfélögin sameiginlega félagsþjónustu og fleira. Ólafur segir að gert sé ráð fyrir að lokaútgáfa skýrslunnar komi fyrir sveitarstjórn í desember og í þá verði tekin ákvörðun um næstu skref. Sveitarstjórnarkosningar verða í vor, en Ólafur telur ólíklegt að kosið verði um sameiningu meðfram því. Til þess sé tíminn frekar tæpur. „En það mætti nota kosningarnar, til dæmis til að leggja fram skoðanakönnun um málið.“
Tálknafjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira