Sáttur sama hvernig úrslitaleikurinn fer Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. október 2021 10:00 Garðar Gunnlaugsson fagnar marki sínu í bikarúrslitaleik ÍA og FH fyrir átján árum. Maðurinn sem tryggði Skagamönnum sinn síðasta stóra titil verður ánægður sama hvernig bikarúrslitaleikur ÍA og Víkings í dag fer. Garðar Gunnlaugsson skoraði eina mark bikarúrslitaleiksins 2003 þegar ÍA vann FH. Síðan þá hafa Skagamenn ekki unnið stóran titil. En þeir fá tækifæri til að breyta því í dag þegar þeir mæta Víkingi í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Garðar er Skagamaður og einn markahæsti leikmaður í sögu ÍA. En hann ber líka taugar til nýkrýndra Íslandsmeistara Víkings enda er bróðir hans, Arnar, þjálfari þeirra. Garðar verður því ánægður sama hvernig bikarúrslitaleikurinn fer. „Jú, í rauninni. Þetta er samt voðalega erfitt, uppeldisfélagið á móti stóra bróður, þannig að það eru tilfinningar í báðar áttir,“ sagði Garðar í samtali við Vísi. En heldur hann með öðru liðinu frekar en hinu? „Ég held ég viti það ekki fyrr en leikurinn byrjar. Sjáum til þegar einhver skorar, með hvorum ég fagna. Þetta er voðalega flókið,“ svaraði Garðar. Viðtal við Garðar úr DV 29. september 2003. ÍA er að spila sinn fyrsta bikarúrslitaleik í átján ár, eða síðan Garðar tryggði Skagamönnum sigurinn á FH-ingum 2003. „Þetta er risastórt. Við höfum ekki einu sinni komist í undanúrslit síðan þá. Þetta er frábær endir á þessum frábæra spretti sem þeir hafa verið á,“ sagði Garðar og vísaði til þess að ÍA bjargaði sér frá falli úr Pepsi Max-deildinni með því að vinna síðustu þrjá leiki sína. „Það er hægt að líta á þetta sem ákveðin sigur fyrir félagið, sama hvernig leikurinn fer, þótt það væri risastórt fyrir ÍA að vinna titilinn.“ Tvö heitustu liðin Þrátt fyrir að Víkingar hafi orðið Íslandsmeistarar segir Garðar að Skagamenn eigi góða möguleika í bikarúrslitaleiknum. „Þetta eru tvö heitustu liðin sem mætast. Þetta er líka bikarinn og þar er allt mögulegt,“ sagði Garðar. Einn slakasti leikur sem ég hef spilað Hann man vel eftir bikarúrslitaleiknum fyrir átján árum. Að hans sögn var frammistaða hans ekki upp á marga fiska en markið eftirminnilegt. Garðar fylgdi þá eftir skoti Kára Steins Reynissonar sem Daði Lárusson varði. Markið kom tíu mínútum fyrir leikslok. Klippa: Mark Garðars í bikarúrslitaleiknum 2003 „Þetta er einn slakasti leikur sem ég hef spilað á ævinni og ég bjóst við að vera tekinn út af með hverri mínútu sem leið í seinni hálfleik. En Óli karlinn [Ólafur Þórðarson, þjálfari ÍA] hafði mig inn á og það borgaði sig,“ sagði Garðar og bætti við að umrætt mark væri hans stærsta á ferlinum. Arnar uppskorið eins og hann hefur sáð Hann segir að það hafi verið frábært að fylgjast með velgengni Víkinga í sumar, undir stjórn stóra bróðurs. „Það er búið að vera æðislegt. Og hann uppsker eins og hann hefur sáð í þessu starfi. Hann leggur gríðarlega mikla vinnu á sig og er vel undirbúinn fyrir alla leiki. Svo er spilamennska liðsins flott og jákvæð og menn eru sáttir að spila þarna. Þetta er bæði skemmtilegur og árangursríkur fótbolti sem er erfið blanda að ná,“ sagði Garðar. En hvar stendur fjölskylda Garðars að málum þegar kemur að bikarúrslitaleiknum? „Við erum búin að ræða þetta svolítið og þetta er „win, win“. Foreldrar mínir hafa unnið mikla sjálfboðavinnu fyrir ÍA og eru mjög tengd félaginu. Þetta endar eiginlega alltaf vel,“ sagði Garðar að lokum. Leikur ÍA og Víkings hefst klukkan 15:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 14:15. Mjólkurbikarinn ÍA Víkingur Reykjavík Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Garðar Gunnlaugsson skoraði eina mark bikarúrslitaleiksins 2003 þegar ÍA vann FH. Síðan þá hafa Skagamenn ekki unnið stóran titil. En þeir fá tækifæri til að breyta því í dag þegar þeir mæta Víkingi í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Garðar er Skagamaður og einn markahæsti leikmaður í sögu ÍA. En hann ber líka taugar til nýkrýndra Íslandsmeistara Víkings enda er bróðir hans, Arnar, þjálfari þeirra. Garðar verður því ánægður sama hvernig bikarúrslitaleikurinn fer. „Jú, í rauninni. Þetta er samt voðalega erfitt, uppeldisfélagið á móti stóra bróður, þannig að það eru tilfinningar í báðar áttir,“ sagði Garðar í samtali við Vísi. En heldur hann með öðru liðinu frekar en hinu? „Ég held ég viti það ekki fyrr en leikurinn byrjar. Sjáum til þegar einhver skorar, með hvorum ég fagna. Þetta er voðalega flókið,“ svaraði Garðar. Viðtal við Garðar úr DV 29. september 2003. ÍA er að spila sinn fyrsta bikarúrslitaleik í átján ár, eða síðan Garðar tryggði Skagamönnum sigurinn á FH-ingum 2003. „Þetta er risastórt. Við höfum ekki einu sinni komist í undanúrslit síðan þá. Þetta er frábær endir á þessum frábæra spretti sem þeir hafa verið á,“ sagði Garðar og vísaði til þess að ÍA bjargaði sér frá falli úr Pepsi Max-deildinni með því að vinna síðustu þrjá leiki sína. „Það er hægt að líta á þetta sem ákveðin sigur fyrir félagið, sama hvernig leikurinn fer, þótt það væri risastórt fyrir ÍA að vinna titilinn.“ Tvö heitustu liðin Þrátt fyrir að Víkingar hafi orðið Íslandsmeistarar segir Garðar að Skagamenn eigi góða möguleika í bikarúrslitaleiknum. „Þetta eru tvö heitustu liðin sem mætast. Þetta er líka bikarinn og þar er allt mögulegt,“ sagði Garðar. Einn slakasti leikur sem ég hef spilað Hann man vel eftir bikarúrslitaleiknum fyrir átján árum. Að hans sögn var frammistaða hans ekki upp á marga fiska en markið eftirminnilegt. Garðar fylgdi þá eftir skoti Kára Steins Reynissonar sem Daði Lárusson varði. Markið kom tíu mínútum fyrir leikslok. Klippa: Mark Garðars í bikarúrslitaleiknum 2003 „Þetta er einn slakasti leikur sem ég hef spilað á ævinni og ég bjóst við að vera tekinn út af með hverri mínútu sem leið í seinni hálfleik. En Óli karlinn [Ólafur Þórðarson, þjálfari ÍA] hafði mig inn á og það borgaði sig,“ sagði Garðar og bætti við að umrætt mark væri hans stærsta á ferlinum. Arnar uppskorið eins og hann hefur sáð Hann segir að það hafi verið frábært að fylgjast með velgengni Víkinga í sumar, undir stjórn stóra bróðurs. „Það er búið að vera æðislegt. Og hann uppsker eins og hann hefur sáð í þessu starfi. Hann leggur gríðarlega mikla vinnu á sig og er vel undirbúinn fyrir alla leiki. Svo er spilamennska liðsins flott og jákvæð og menn eru sáttir að spila þarna. Þetta er bæði skemmtilegur og árangursríkur fótbolti sem er erfið blanda að ná,“ sagði Garðar. En hvar stendur fjölskylda Garðars að málum þegar kemur að bikarúrslitaleiknum? „Við erum búin að ræða þetta svolítið og þetta er „win, win“. Foreldrar mínir hafa unnið mikla sjálfboðavinnu fyrir ÍA og eru mjög tengd félaginu. Þetta endar eiginlega alltaf vel,“ sagði Garðar að lokum. Leikur ÍA og Víkings hefst klukkan 15:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 14:15.
Mjólkurbikarinn ÍA Víkingur Reykjavík Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti