Sölvi Geir: Mjög erfitt að vinna tvöfalt en við erum í dauðafæri núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2021 14:00 Sölvi Geir Ottesen spilar sinn síðasta leik á morgun þegar Víkingur tekur á móti ÍA á Laugardalsvellinum. Vísir/Vilhelm Víkingar geta á morgun orðið fyrsta félagið í tíu ár og aðeins það annað á öldinni til að vinna tvöfalt í karlafótboltanum þegar liðið mætir ÍA í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvellinum. Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason munu spilað sinn síðasta leik á ferlinum í bikarúrslitaleiknum. Það er því í boði að hætta á toppnum og með sögulegum árangri hjá sínu uppeldisfélagi. „Það er hundrað prósent að þetta verður síðasti leikurinn minn því ég á max eftir einn leik í skrokknum,“ sagði Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkings, í viðtali við Guðjón Guðmundsson. „Þetta er mjög skemmtilegur og áhugaverður leikur. Ég er alveg viss um það að Skagamenn koma alveg dýrvitlausir inn í þennan leik og ætla sér mikið. Við verðum að mæta þeim,“ sagði Sölvi. „Við erum líka hungraðir í að vinnan þennan titil og vinna tvennuna í ár. Þetta verður hörku leikur,“ sagði Sölvi. „Sagan hefur sýnt það að það er mjög erfitt að vinna tvöfalt en við erum svo sannarlega í dauðafæri núna. Við ætlum að reyna að sjá til þess að við vinnum tvöfalt í ár,“ sagði Sölvi. Hann er sá síðasti sem lyfti bikarnum því Víkingar unnu bikarmeistaratitilinn 2019. Það var ekki keppt um hann í fyrra vegna kórónuveirunnar. Sölvi minnist leiksins á móti FH 2019. „Þetta eru rosalega góðar minningar að vinna þessa titla og frábær upplifun fyrir hópinn, félagið og allt saman. Við vitum við hverju má búast ef við vinnum og viljum svo sannarlega fá þær tilfinningar aftur,“ sagði Sölvi. „Þetta er búið að spilast svolítið ótrúlega að maður eigi möguleika að vinna tvöfalt í síðasta leiknum á ferlinum og ég viðurkenni það að ég var ekki alveg búinn að sjá þetta svona,“ sagði Sölvi. Það má horfa á allt viðtal Gaupa við Sölva hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal Gaupa við Sölva Geir fyrir bikarúrslitaleik Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík ÍA Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Sjá meira
Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason munu spilað sinn síðasta leik á ferlinum í bikarúrslitaleiknum. Það er því í boði að hætta á toppnum og með sögulegum árangri hjá sínu uppeldisfélagi. „Það er hundrað prósent að þetta verður síðasti leikurinn minn því ég á max eftir einn leik í skrokknum,“ sagði Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkings, í viðtali við Guðjón Guðmundsson. „Þetta er mjög skemmtilegur og áhugaverður leikur. Ég er alveg viss um það að Skagamenn koma alveg dýrvitlausir inn í þennan leik og ætla sér mikið. Við verðum að mæta þeim,“ sagði Sölvi. „Við erum líka hungraðir í að vinnan þennan titil og vinna tvennuna í ár. Þetta verður hörku leikur,“ sagði Sölvi. „Sagan hefur sýnt það að það er mjög erfitt að vinna tvöfalt en við erum svo sannarlega í dauðafæri núna. Við ætlum að reyna að sjá til þess að við vinnum tvöfalt í ár,“ sagði Sölvi. Hann er sá síðasti sem lyfti bikarnum því Víkingar unnu bikarmeistaratitilinn 2019. Það var ekki keppt um hann í fyrra vegna kórónuveirunnar. Sölvi minnist leiksins á móti FH 2019. „Þetta eru rosalega góðar minningar að vinna þessa titla og frábær upplifun fyrir hópinn, félagið og allt saman. Við vitum við hverju má búast ef við vinnum og viljum svo sannarlega fá þær tilfinningar aftur,“ sagði Sölvi. „Þetta er búið að spilast svolítið ótrúlega að maður eigi möguleika að vinna tvöfalt í síðasta leiknum á ferlinum og ég viðurkenni það að ég var ekki alveg búinn að sjá þetta svona,“ sagði Sölvi. Það má horfa á allt viðtal Gaupa við Sölva hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal Gaupa við Sölva Geir fyrir bikarúrslitaleik
Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík ÍA Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Sjá meira