Einn af hverjum tíu greiðir minnst 70 prósent tekna í leigu Eiður Þór Árnason skrifar 15. október 2021 10:44 Sveiflur hafa verið á framboði leiguhúsnæðis vegna áhrifa heimsfaraldursins. Vísir/Vilhelm Þrettán prósent þeirra sem leigja íbúðahúsnæði af einstaklingum eða einkareknu leigufélagi greiða 70 prósent eða meira af ráðstöfunartekjum sínum í leigu. Hlutfallið er hærra hjá einstaklingum sem búa á stúdentagörðum, eða 15 prósent. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem framkvæmd var fyrir hagdeild Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Fjallað er um niðurstöðurnar í nýrri mánaðarskýrslu hagdeildarinnar en heilt yfir sögðust 10,5 prósent svarenda greiða 70 prósent eða meira af ráðstöfunartekjum í leigu. Samsvarar þetta þúsundum heimila í landinu. Um 27 prósent svarenda sögðust greiða um helming eða meira af ráðstöfunartekjum í leigu. Morgunblaðið greindi fyrst frá. Samkvæmt skýrslu HMS hækkar almennt hlutfall leigufjárhæðar af ráðstöfunartekjum lítillega milli ára og fer úr 44 prósentum í 45 prósent. Árin á undan hafði hlutfallið verið í kringum 40 prósent. Niðurstöður úr könnun Prósents sem unnin var fyrir hagdeild Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.HMS Að sögn hagdeildar HMS gæti þetta einnig verið til marks um það að tekjuhærri einstaklingar hafi náð að kaupa sér húsnæði eftir að vextir lækkuðu. Í því samhengi mátti einmitt greina versnandi fjárhag leigjenda á milli ára í fyrra en hins vegar virðist hann batna nú miðað við könnunina í ár. Um 49,7 prósent leigjenda, 18 ára og eldri, segjast fá greiddar húsnæðisbætur. Þetta samsvarar hækkun um 1,6 prósentustig á milli ára. Nýjum þinglýstum leigusamningum fækkar Samkvæmt greiningu hagdeildar HMS hélt þinglýstum leigusamningum áfram að fækka í ágúst miðað við 12 mánaða breytingu á fjölda útgefinna samninga í hverjum mánuði. Ánægja með leiguhúsnæði stendur nánast í stað milli ára samkvæmt könnun HMS. Að sögn hagdeildarinnar er áberandi hvað leigjendur hjá einkareknu leigufélögunum og þeir sem leigja hjá sveitarfélögum eru óánægðir í samanburði við aðra. Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnu leigufélagi og hjá ættingjum og vinum eru mun ánægðari með íbúðarhúsnæði sitt en aðrir. Hversu auðvelt leigjendum fannst að verða sér úti um núverandi húsnæði lækkar örlítið á milli ára að meðaltali eftir að hafa hækkað í öllum könnunum sem framkvæmdar hafa verið síðan 2015. Meðaltalið er hins vegar enn sögulega hátt en hlutföllin í ár eru á pari við svörun í könnuninni sem framkvæmd var á sama tíma árið 2019. Að sama skapi minnkar hlutfall þeirra sem telja að nægt framboð sé af íbúðarhúsnæði til leigu sem hentar þeim og þeirra fjölskyldu. Húsnæðismál Leigumarkaður Tengdar fréttir Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði heldur áfram að lækka Farið er að draga úr umsvifum á fasteignamarkaði eftir mikla spennu undanfarin misseri. Endurspeglast þetta í fækkun kaupsamninga en áfram sjást talsverðar verðhækkanir. 14. október 2021 11:16 Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Sjá meira
Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem framkvæmd var fyrir hagdeild Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Fjallað er um niðurstöðurnar í nýrri mánaðarskýrslu hagdeildarinnar en heilt yfir sögðust 10,5 prósent svarenda greiða 70 prósent eða meira af ráðstöfunartekjum í leigu. Samsvarar þetta þúsundum heimila í landinu. Um 27 prósent svarenda sögðust greiða um helming eða meira af ráðstöfunartekjum í leigu. Morgunblaðið greindi fyrst frá. Samkvæmt skýrslu HMS hækkar almennt hlutfall leigufjárhæðar af ráðstöfunartekjum lítillega milli ára og fer úr 44 prósentum í 45 prósent. Árin á undan hafði hlutfallið verið í kringum 40 prósent. Niðurstöður úr könnun Prósents sem unnin var fyrir hagdeild Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.HMS Að sögn hagdeildar HMS gæti þetta einnig verið til marks um það að tekjuhærri einstaklingar hafi náð að kaupa sér húsnæði eftir að vextir lækkuðu. Í því samhengi mátti einmitt greina versnandi fjárhag leigjenda á milli ára í fyrra en hins vegar virðist hann batna nú miðað við könnunina í ár. Um 49,7 prósent leigjenda, 18 ára og eldri, segjast fá greiddar húsnæðisbætur. Þetta samsvarar hækkun um 1,6 prósentustig á milli ára. Nýjum þinglýstum leigusamningum fækkar Samkvæmt greiningu hagdeildar HMS hélt þinglýstum leigusamningum áfram að fækka í ágúst miðað við 12 mánaða breytingu á fjölda útgefinna samninga í hverjum mánuði. Ánægja með leiguhúsnæði stendur nánast í stað milli ára samkvæmt könnun HMS. Að sögn hagdeildarinnar er áberandi hvað leigjendur hjá einkareknu leigufélögunum og þeir sem leigja hjá sveitarfélögum eru óánægðir í samanburði við aðra. Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnu leigufélagi og hjá ættingjum og vinum eru mun ánægðari með íbúðarhúsnæði sitt en aðrir. Hversu auðvelt leigjendum fannst að verða sér úti um núverandi húsnæði lækkar örlítið á milli ára að meðaltali eftir að hafa hækkað í öllum könnunum sem framkvæmdar hafa verið síðan 2015. Meðaltalið er hins vegar enn sögulega hátt en hlutföllin í ár eru á pari við svörun í könnuninni sem framkvæmd var á sama tíma árið 2019. Að sama skapi minnkar hlutfall þeirra sem telja að nægt framboð sé af íbúðarhúsnæði til leigu sem hentar þeim og þeirra fjölskyldu.
Húsnæðismál Leigumarkaður Tengdar fréttir Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði heldur áfram að lækka Farið er að draga úr umsvifum á fasteignamarkaði eftir mikla spennu undanfarin misseri. Endurspeglast þetta í fækkun kaupsamninga en áfram sjást talsverðar verðhækkanir. 14. október 2021 11:16 Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Sjá meira
Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði heldur áfram að lækka Farið er að draga úr umsvifum á fasteignamarkaði eftir mikla spennu undanfarin misseri. Endurspeglast þetta í fækkun kaupsamninga en áfram sjást talsverðar verðhækkanir. 14. október 2021 11:16