Hundrað knattspyrnumönnum komið í burtu frá Afganistan Sindri Sverrisson skrifar 15. október 2021 08:30 Kvennalandsliði Afganistans var komið á fót árið 2007. Liðið lék vináttulandsleik við lið öryggishjálpar NATO í Kabúl árið 2010 þar sem þessi mynd var tekin. Getty Um það bil 100 knattspyrnumenn, karlar og konur, voru fluttir ásamt fjölskyldum sínum frá Afganistan til Doha í Katar í gær. Í hópnum voru 20 landsliðsmenn, samkvæmt frétt BBC. Stjórnvöld í Katar unnu með FIFA, alþjóða knattspyrnusambandinu, að verkefninu. Samkvæmt heimildum BBC vinnur FIFA að því að koma fleira knattspyrnufólki og fjölskyldum þeirra frá Afganistan eftir að Talíbanar tóku yfir stjórn landsins í ágúst. FIFA can confirm, following complex negotiations, it has, with the support of Qatar, evacuated almost 100 members of the football family from Afghanistan, including female players. https://t.co/yMdgHqNNhA— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) October 15, 2021 Khalida Popal, fyrrverandi fyrirliði kvennalandsliðs Afganistan sem búsett er í Danmörku, varaði knattspyrnukonur við þegar Talíbanar tóku yfir. Hún sagði þeim að eyða fótboltamyndum af sér af samfélagsmiðlum og brenna fótboltabúninga sína til að reyna að forðast refsiaðgerðir Talíbana. Í frétt BBC segir að margar af knattspyrnukonum Afganistan hafi verið í felum síðan í ágúst. FIFA og leikmannasamtökin FIFPro skrifuðu ríkisstjórnum margra landa bréf og óskuðu eftir aðstoð. Í síðasta mánuði sluppu leikmenn yngri kvennalandsliða Afganistans yfir landamærin til Pakistan eftir að hafa verið í felum vikum saman af ótta við stefnu Talíbana gagnvart réttindum kvenna. Konum var meinað að stunda íþróttir síðast þegar Talíbanar voru við völd í Afganistan, á árunum 1996-2001. Fótbolti Afganistan Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Sjá meira
Stjórnvöld í Katar unnu með FIFA, alþjóða knattspyrnusambandinu, að verkefninu. Samkvæmt heimildum BBC vinnur FIFA að því að koma fleira knattspyrnufólki og fjölskyldum þeirra frá Afganistan eftir að Talíbanar tóku yfir stjórn landsins í ágúst. FIFA can confirm, following complex negotiations, it has, with the support of Qatar, evacuated almost 100 members of the football family from Afghanistan, including female players. https://t.co/yMdgHqNNhA— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) October 15, 2021 Khalida Popal, fyrrverandi fyrirliði kvennalandsliðs Afganistan sem búsett er í Danmörku, varaði knattspyrnukonur við þegar Talíbanar tóku yfir. Hún sagði þeim að eyða fótboltamyndum af sér af samfélagsmiðlum og brenna fótboltabúninga sína til að reyna að forðast refsiaðgerðir Talíbana. Í frétt BBC segir að margar af knattspyrnukonum Afganistan hafi verið í felum síðan í ágúst. FIFA og leikmannasamtökin FIFPro skrifuðu ríkisstjórnum margra landa bréf og óskuðu eftir aðstoð. Í síðasta mánuði sluppu leikmenn yngri kvennalandsliða Afganistans yfir landamærin til Pakistan eftir að hafa verið í felum vikum saman af ótta við stefnu Talíbana gagnvart réttindum kvenna. Konum var meinað að stunda íþróttir síðast þegar Talíbanar voru við völd í Afganistan, á árunum 1996-2001.
Fótbolti Afganistan Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Sjá meira