Færri konur ráðnar í framkvæmdastjórastöður en í fyrra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. október 2021 10:37 Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo. Á árinu 2021 hafa konur verið ráðnar framkvæmdastjórar fyrirtækja í fimmta hvert skipti. Ný gögn frá Creditinfo sýna samdrátt í skipun kvenna á milli ára úr 24 prósent tilfella niður í 20 prósent. Í fjögur skipti af fimm er karlmaður ráðinn í starfið. Konur eru nú framkvæmdastjórar í um 18 prósent virkra fyrirtækja, en þá er horft til um sex þúsund fyrirtækja sem eru með virkan rekstur og tekjur yfir 30 milljónum króna síðustu þrjú ár. Konur bera enn skarðari hlut frá borði ef horft er til rúmlega eitt þúsund tekjuhæstu fyrirtækjanna, en þá er hlutfallið einungis um 13 prósent. Í dag fer fram stafræn ráðstefna Jafnvægisvogar Félags kvenna í atvinnurekstri. Creditinfo, sem býr yfir stærsta gagnabanka viðskiptaupplýsinga á Íslandi, hefur viljað styðja við verkefni Jafnvægisvogarinnar með gögnum og sérþekkingu. „Við sjáum í gögnum okkar að almennt séð lækkar hlutfall kvenna í framkvæmdastjórastöðu eftir því sem fyrirtæki eru stærri. Niðurstaðan er í takti við það sem við höfum séð undanfarin ár, en vissulega mikil vonbrigði að hægt hafi aftur á ráðningum kvenna í stöður framkvæmdastjóra. Fyrir liggur að með þessu áframhaldi koma markmið Jafnvægisvogar FKA um að fyrir árið 2027 verði hlutfall kynjanna í framkvæmdastjórnum fyrirtækja að minnsta kosti 40/60 ekki til með að nást. Til þess þyrfti stórátak í ráðningum kvenna í hóp stjórnenda,“ segir Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður greiningar og ráðgjafar Creditinfo á Íslandi. Sjá má í tölum Creditinfo að í hópi eitt þúsund tekjuhæstu fyrirtækjanna er hlutfall kvenna meðal æðstu stjórnenda hæst í ferðaþjónustu og afþreyingu, eða 20 prósent, en lægst á meðal framleiðslufyrirtækja, einungis 8 prósent. „Tölur um ráðningar bera ekki með sér sérstök merki um breytingar, heldur að hlutfall kvenna af nýráðningum framkvæmdastjóra hafi verið fremur stöðugt síðasta áratug, um fimmtungur ráðninga. Vegna þess að einungis um tíundipartur fyrirtækja skiptir um framkvæmdastjóra á ári hverju er ljóst að taka mun tíma að ná þeim hlutföllum sem stefnt hefur verið að. Til að hlutfall kynjanna í framkvæmdastjórastöðum verði nokkuð jafnt fyrir árið 2027, þyrfti hlutfall kvenna af nýráðningum strax að verða um 70%,“ segir í tilkynningu frá Creditinfo. Jafnréttismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ráðin framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum Eyrún Anna Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Eignastýringar og miðlunar hjá Landsbankanum. 6. október 2021 17:28 Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Sjá meira
Konur eru nú framkvæmdastjórar í um 18 prósent virkra fyrirtækja, en þá er horft til um sex þúsund fyrirtækja sem eru með virkan rekstur og tekjur yfir 30 milljónum króna síðustu þrjú ár. Konur bera enn skarðari hlut frá borði ef horft er til rúmlega eitt þúsund tekjuhæstu fyrirtækjanna, en þá er hlutfallið einungis um 13 prósent. Í dag fer fram stafræn ráðstefna Jafnvægisvogar Félags kvenna í atvinnurekstri. Creditinfo, sem býr yfir stærsta gagnabanka viðskiptaupplýsinga á Íslandi, hefur viljað styðja við verkefni Jafnvægisvogarinnar með gögnum og sérþekkingu. „Við sjáum í gögnum okkar að almennt séð lækkar hlutfall kvenna í framkvæmdastjórastöðu eftir því sem fyrirtæki eru stærri. Niðurstaðan er í takti við það sem við höfum séð undanfarin ár, en vissulega mikil vonbrigði að hægt hafi aftur á ráðningum kvenna í stöður framkvæmdastjóra. Fyrir liggur að með þessu áframhaldi koma markmið Jafnvægisvogar FKA um að fyrir árið 2027 verði hlutfall kynjanna í framkvæmdastjórnum fyrirtækja að minnsta kosti 40/60 ekki til með að nást. Til þess þyrfti stórátak í ráðningum kvenna í hóp stjórnenda,“ segir Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður greiningar og ráðgjafar Creditinfo á Íslandi. Sjá má í tölum Creditinfo að í hópi eitt þúsund tekjuhæstu fyrirtækjanna er hlutfall kvenna meðal æðstu stjórnenda hæst í ferðaþjónustu og afþreyingu, eða 20 prósent, en lægst á meðal framleiðslufyrirtækja, einungis 8 prósent. „Tölur um ráðningar bera ekki með sér sérstök merki um breytingar, heldur að hlutfall kvenna af nýráðningum framkvæmdastjóra hafi verið fremur stöðugt síðasta áratug, um fimmtungur ráðninga. Vegna þess að einungis um tíundipartur fyrirtækja skiptir um framkvæmdastjóra á ári hverju er ljóst að taka mun tíma að ná þeim hlutföllum sem stefnt hefur verið að. Til að hlutfall kynjanna í framkvæmdastjórastöðum verði nokkuð jafnt fyrir árið 2027, þyrfti hlutfall kvenna af nýráðningum strax að verða um 70%,“ segir í tilkynningu frá Creditinfo.
Jafnréttismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ráðin framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum Eyrún Anna Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Eignastýringar og miðlunar hjá Landsbankanum. 6. október 2021 17:28 Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Sjá meira
Ráðin framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum Eyrún Anna Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Eignastýringar og miðlunar hjá Landsbankanum. 6. október 2021 17:28
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun