Minnst fimm fallnir í skothríð í Beirút Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2021 11:34 Mikil skothríð hefur ómað í Beirút í morgun. AP/Hassan Ammar Minnst fimm liggja í valnum og margir eru sagðir særðir eftir að skothríð hófst á mótmælum í Beirút í morgun. Bandamenn hryðjuverkasamtakanna Hezbollah, sem eru valdamesta fylking Líbanons, komu saman til að mótmæla því að dómari sem hefur unnið að rannsókn á sprengingunni í Beirút gaf út handtökuskipun gagnvart fyrrverandi ráðherra sem er bandamaður Hezbollah. Leiðtogar Hezbollah í Líbanon vilja að dómaranum verði vikið úr embætti. Skotbardagar hafa átt sér stað í borginni og hafa háværar sprengingar einnig heyrst. Reuters segir konu hafa dáið eftir að hún varð fyrir byssukúlu á heimili sínu. Hér að neðan má sjá beina útsendingu Ruptly frá skotbardaga sem átti sér stað í Beirút í morgun. AP fréttaveitan segir Hezbollah-liða hafa komið saman við mótmæli við dómsmálaráðuneyti Líbanons í morgun. Þá hafi samtök hægri sinnaðra kristinna manna boðað til gagnmótmæla en dómsmálaráðuneytið er í hverfi kristinna í Beirút. Fréttaveitan segir ekki liggja fyrir hvernig bardagar hófust en skothríðin hafi byrjað á meðan mótmælin stóðu yfir. Meira en ár er síðan gríðarstór sprenging varð í höfn Beirút. Þá sprungu hundruð tonna af amm Tarek Bitar, dómari sem fer fyrir rannsókn á sprengingunni, gaf í vikunni svo út handtökuskipun á hendur Ali Hassan Khalil, fyrrverandi efnahagsráðherra. Leiðtogi Hezbollah, Sayyed Hassan Nasrallah, gagnrýndi dómarann harðlega og kallaði eftir því að honum yrði vikið úr embætti. Sjá einnig: Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi ráðherra vegna sprengingarinnar Khalil er ekki eini fyrrverandi ráðherrann sem handtökuskipun hefur verið gefin út fyrir. Gefin var út handtökuskipun á hendur Youssefs Finianos, fyrrverandi atvinnumálaráðherra, í september eftir að hann mætti ekki til skýrslutöku. Finianos hefur enn ekki verið handtekinn, þrátt fyrir handtökuskipunina. Sjá einnig: Ár frá sprengingunni í Beirút - Ráðamenn hunsuðu hættuna Undanfarin ári hefur Líbanon gengið í gegnum ýmsa erfiðleika. Þar má meðal annars nefna sprenginguna, gífurleg efnahagsvandræði og stjórnarkreppu. Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd frá átökunum í morgun. #Hezbollah militants in central #Beirut. Its really street fighting now. pic.twitter.com/d3jRK2bBCi— Barzan Sadiq (@BarzanSadiq) October 14, 2021 # _ # _ _ # _ pic.twitter.com/kyvQ2Yv6W9— Larissa Aoun (@LarissaAounSky) October 14, 2021 Short thread- #Beirut #Lebanon again sniper fire, gunfights and rockets in the city #Tayoune area. Happened during a #Hizbollah #Amal protest near the palace of justice against judge Bitar handling the #beirutportexplosion Videos circulating on social media pic.twitter.com/0ZAw20EY45— Maha Yahya (@mahamyahya) October 14, 2021 Líbanon Tengdar fréttir Mikill eldur á stærstu olíubirgðastöð Líbanons Gríðarmikill eldur braust út í bensóltanki á olíubirgðastöðinni Zahrani í Líbanon í morgun. 11. október 2021 08:32 Rafmagnslaust í Líbanon Ekert rafmagn fæst í Líbanon eftir að tvö stærstu raforkuver landsins þurftu að hætta starfsemi tímabundið vegna eldsneytisskorts. Yfirvöld segja að rafmagnsleysið muni vara í nokkra daga. 9. október 2021 14:48 Rannsókn á sprengingunni í Beirút stöðvuð Fjölskyldur fórnarlamba sem féllu í sprengingunni, sem varð í Beirút höfuðborg Líbanon í fyrra, mótmæla því harðlega að rannsókn á sprengingunni hafi verið stöðvuð. Hundruð söfnuðust saman í gær til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda og til að krefjast að aðalrannsakandinn, dómarinn Tarek Bitar, fengi að hefja rannsókn sína að nýju. 30. september 2021 11:41 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira
Leiðtogar Hezbollah í Líbanon vilja að dómaranum verði vikið úr embætti. Skotbardagar hafa átt sér stað í borginni og hafa háværar sprengingar einnig heyrst. Reuters segir konu hafa dáið eftir að hún varð fyrir byssukúlu á heimili sínu. Hér að neðan má sjá beina útsendingu Ruptly frá skotbardaga sem átti sér stað í Beirút í morgun. AP fréttaveitan segir Hezbollah-liða hafa komið saman við mótmæli við dómsmálaráðuneyti Líbanons í morgun. Þá hafi samtök hægri sinnaðra kristinna manna boðað til gagnmótmæla en dómsmálaráðuneytið er í hverfi kristinna í Beirút. Fréttaveitan segir ekki liggja fyrir hvernig bardagar hófust en skothríðin hafi byrjað á meðan mótmælin stóðu yfir. Meira en ár er síðan gríðarstór sprenging varð í höfn Beirút. Þá sprungu hundruð tonna af amm Tarek Bitar, dómari sem fer fyrir rannsókn á sprengingunni, gaf í vikunni svo út handtökuskipun á hendur Ali Hassan Khalil, fyrrverandi efnahagsráðherra. Leiðtogi Hezbollah, Sayyed Hassan Nasrallah, gagnrýndi dómarann harðlega og kallaði eftir því að honum yrði vikið úr embætti. Sjá einnig: Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi ráðherra vegna sprengingarinnar Khalil er ekki eini fyrrverandi ráðherrann sem handtökuskipun hefur verið gefin út fyrir. Gefin var út handtökuskipun á hendur Youssefs Finianos, fyrrverandi atvinnumálaráðherra, í september eftir að hann mætti ekki til skýrslutöku. Finianos hefur enn ekki verið handtekinn, þrátt fyrir handtökuskipunina. Sjá einnig: Ár frá sprengingunni í Beirút - Ráðamenn hunsuðu hættuna Undanfarin ári hefur Líbanon gengið í gegnum ýmsa erfiðleika. Þar má meðal annars nefna sprenginguna, gífurleg efnahagsvandræði og stjórnarkreppu. Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd frá átökunum í morgun. #Hezbollah militants in central #Beirut. Its really street fighting now. pic.twitter.com/d3jRK2bBCi— Barzan Sadiq (@BarzanSadiq) October 14, 2021 # _ # _ _ # _ pic.twitter.com/kyvQ2Yv6W9— Larissa Aoun (@LarissaAounSky) October 14, 2021 Short thread- #Beirut #Lebanon again sniper fire, gunfights and rockets in the city #Tayoune area. Happened during a #Hizbollah #Amal protest near the palace of justice against judge Bitar handling the #beirutportexplosion Videos circulating on social media pic.twitter.com/0ZAw20EY45— Maha Yahya (@mahamyahya) October 14, 2021
Líbanon Tengdar fréttir Mikill eldur á stærstu olíubirgðastöð Líbanons Gríðarmikill eldur braust út í bensóltanki á olíubirgðastöðinni Zahrani í Líbanon í morgun. 11. október 2021 08:32 Rafmagnslaust í Líbanon Ekert rafmagn fæst í Líbanon eftir að tvö stærstu raforkuver landsins þurftu að hætta starfsemi tímabundið vegna eldsneytisskorts. Yfirvöld segja að rafmagnsleysið muni vara í nokkra daga. 9. október 2021 14:48 Rannsókn á sprengingunni í Beirút stöðvuð Fjölskyldur fórnarlamba sem féllu í sprengingunni, sem varð í Beirút höfuðborg Líbanon í fyrra, mótmæla því harðlega að rannsókn á sprengingunni hafi verið stöðvuð. Hundruð söfnuðust saman í gær til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda og til að krefjast að aðalrannsakandinn, dómarinn Tarek Bitar, fengi að hefja rannsókn sína að nýju. 30. september 2021 11:41 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira
Mikill eldur á stærstu olíubirgðastöð Líbanons Gríðarmikill eldur braust út í bensóltanki á olíubirgðastöðinni Zahrani í Líbanon í morgun. 11. október 2021 08:32
Rafmagnslaust í Líbanon Ekert rafmagn fæst í Líbanon eftir að tvö stærstu raforkuver landsins þurftu að hætta starfsemi tímabundið vegna eldsneytisskorts. Yfirvöld segja að rafmagnsleysið muni vara í nokkra daga. 9. október 2021 14:48
Rannsókn á sprengingunni í Beirút stöðvuð Fjölskyldur fórnarlamba sem féllu í sprengingunni, sem varð í Beirút höfuðborg Líbanon í fyrra, mótmæla því harðlega að rannsókn á sprengingunni hafi verið stöðvuð. Hundruð söfnuðust saman í gær til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda og til að krefjast að aðalrannsakandinn, dómarinn Tarek Bitar, fengi að hefja rannsókn sína að nýju. 30. september 2021 11:41