Hinn 24 ára gamli Brooks var staddur í landsliðsverkefni með Wales þegar hann var sendur í skoðun sem leiddi í ljós að um eitilfrumukrabbamein væri að ræða.
Leikmaðurinn var orðaður við ýmis lið í ensku úrvalsdeildinni er Bournemouth féll úr úrvalsdeildinni á síðasta ári. Var hann meðal annars orðaður við Manchester United.
Þrátt fyrir að veikindin séu alvarleg segir Brooks að batahorfur séu góðar. Hann veit að næstu mánuðir verða erfiðir og hefur óskað eftir því að fjölmiðla virði einkalíf hans. Brooks þakkar svo læknateymi landsliðsins en þökk sé þekkingu þeirra kom meinið í ljós fyrr en ella.
— David Brooks (@DRBrooks15) October 13, 2021
David Brooks er 24 ára gamall og á að baki yfir 100 leiki með Sheffield United og Bournemouth. Þá hefur hann spilað 21 A-landsleik fyrir Wales.