„Förum á fullu inn í leikinn og höfum fulla trú á okkur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. október 2021 13:30 Agla María Albertsdóttir í besta færi Breiðabliks í leiknum gegn Paris Saint-Germain fyrir viku. vísir/vilhelm Agla María Albertsdóttir segir að leikmenn Breiðabliks mæti fullir sjálfstrausts til leiks gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Breiðablik lék vel gegn Paris Saint-Germain í 1. umferð riðlakeppninnar en tapaði 0-2. Agla María segir að frammistaðan í þeim leik hafi gefið Blikum aukna trú á eigin getu fyrir komandi leiki í Meistaradeildinni. „Við tökum aðallega sjálfstraust út úr PSG-leiknum. Við allar áttuðum okkur á því að við eigum raunhæfa möguleika gegn þessum liðum og við eigum klárlega möguleika á morgun [í dag],“ sagði Agla María á blaðamannafundi í Madríd í gær. En hvað lærðu Blikar aðallega af leiknum gegn PSG fyrir viku? „Að við getum alveg staðið í þessum leikmönnum og það þýðir ekki að bera of mikla virðingu fyrir þeim. Bara fara á fullu inn í leikinn og hafa fulla trú á okkur. Og þá getur allt gerst í þessu,“ sagði Agla María. Hún segir liðsandann hjá Breiðabliki vera fyrsta flokks. „Það er mjög góður andi í hópnum. Eftir því sem liðið hefur á sumarið hefur hópurinn orðið þéttari og það er geggjað að vera í þessu liði,“ sagði kantmaðurinn sem var valinn besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar á nýafstöðnu tímabili. Agla María hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn Breiðabliks verði yfirspenntir í leiknum stóra í kvöld. „Auðvitað er spennustigið hærra fyrir svona leiki. En flestar í hópnum eru með ágætis reynslu og erum vanar að spila nokkuð stóra leiki, þannig að við höndlum það alveg. Það er ótrúlega skemmtilegt að spila á móti svona stóru liði og eins og ég hef oft áður sagt eru forréttindi að vera í þessari stöðu. Við erum fyrst og fremst komnar til að njóta og auðvitað að ná í úrslit,“ sagði Agla María að endingu. Leikur Real Madrid og Breiðabliks hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á YouTube. Hægt verður að nálgast útsendingu frá leiknum á Vísi. Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Breiðablik lék vel gegn Paris Saint-Germain í 1. umferð riðlakeppninnar en tapaði 0-2. Agla María segir að frammistaðan í þeim leik hafi gefið Blikum aukna trú á eigin getu fyrir komandi leiki í Meistaradeildinni. „Við tökum aðallega sjálfstraust út úr PSG-leiknum. Við allar áttuðum okkur á því að við eigum raunhæfa möguleika gegn þessum liðum og við eigum klárlega möguleika á morgun [í dag],“ sagði Agla María á blaðamannafundi í Madríd í gær. En hvað lærðu Blikar aðallega af leiknum gegn PSG fyrir viku? „Að við getum alveg staðið í þessum leikmönnum og það þýðir ekki að bera of mikla virðingu fyrir þeim. Bara fara á fullu inn í leikinn og hafa fulla trú á okkur. Og þá getur allt gerst í þessu,“ sagði Agla María. Hún segir liðsandann hjá Breiðabliki vera fyrsta flokks. „Það er mjög góður andi í hópnum. Eftir því sem liðið hefur á sumarið hefur hópurinn orðið þéttari og það er geggjað að vera í þessu liði,“ sagði kantmaðurinn sem var valinn besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar á nýafstöðnu tímabili. Agla María hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn Breiðabliks verði yfirspenntir í leiknum stóra í kvöld. „Auðvitað er spennustigið hærra fyrir svona leiki. En flestar í hópnum eru með ágætis reynslu og erum vanar að spila nokkuð stóra leiki, þannig að við höndlum það alveg. Það er ótrúlega skemmtilegt að spila á móti svona stóru liði og eins og ég hef oft áður sagt eru forréttindi að vera í þessari stöðu. Við erum fyrst og fremst komnar til að njóta og auðvitað að ná í úrslit,“ sagði Agla María að endingu. Leikur Real Madrid og Breiðabliks hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á YouTube. Hægt verður að nálgast útsendingu frá leiknum á Vísi.
Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira