Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að skilunum fylgi smá vindstrengur suðvestantil en annars verði vindur á bilinu fimm til tíu metrar á sekúndu. Nokkuð milt loft fylgi úrkomunni og verði hiti á bilinu tvö til ellefu stig, hlýjast á Suðurlandi.
„Seint í nótt og á morgun gengur síðan í norðan 8-15 m/s með skúrum eða slydduél um norðanvert landið og kólnandi veðri en sunnantil verður lítilsháttar væta framan af en birtir til er líður á daginn. Hiti um og yfir frostmarki norðanlands, en 3 til 9 stig syðst.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag: Norðlæg átt, 5-13 m/s með rigningu eða slyddu en lítilsháttar væta sunnanlands framan af degi. Hiti 1 til 9 stig, mildast syðst.
Á fimmtudag: Suðvestan 5-13 m/s og að mestu léttskýjað. Hiti 0 til 6 stig en um eða undir frostmarki á Norður- og Norðausturlandi.
Á föstudag: Vestlæg átt og lítilsháttar væta vestanlands en annars skýjað með köflum. Hiti 1 til 7 stig.
Á laugardag: Austlæg eða breytileg átt, að mestu skýjað og dálítil væta á víð og dreif, einkun sunnan- og vestanlands. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag og mánudag: Útlit fyrir ákveðna suðaustanátt með rigningu og mildu veðri.