Birgir truflar ekki stjórnarmyndunarviðræður Snorri Másson skrifar 11. október 2021 19:51 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Stjórnarmyndunarviðræður í fullum gangi. Vísir/Vilhelm Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna taka fyrir að vistaskipti Birgis Þórarinssonar yfir í Sjálfstæðisflokk hafi áhrif á yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir litla umræðu hafa átt sér stað innan þingflokksins áður en ákvörðun var tekin. Stjórnarmyndunarviðræður hafa staðið yfir í tvær vikur og allt í einu var tilkynnt um það um helgina að nýr þingmaður væri genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. „Þetta á sér mjög skamman aðdraganda og ekki mikil umræða sem fór fram um það. En við bara fögnum því yfir að menn lýsi því yfir að þeir vilji ganga til liðs við okkur og beita sér með Sjálfstæðisflokknum í því sem hann vill setja á oddinn,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Katrín Jakobsdóttir segir vistaskipti Birgis ekki hafa áhrif á stjórnarmyndunarviðræður enda nálgist flokkarnir það verkefni hvort sem er sem jafningjar, þrátt fyrir að fylgi flokkanna sé ólíkt mikið. „Það truflar mig í sjálfu sér ekkert en auðvitað er það kannski óvenjulegt að þingmaður hætti í sínum flokki svona snemma eftir kosningar eins og raun ber vitni,“ segir Katrín. Hún segir þetta sérkennilegt. Birgir Ármannsson var oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, en er nú þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Miðflokkurinn Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins: „Það hlýtur alltaf að orka tvímælis þegar hlutir gerast svona skömmu eftir kosningar.“ Birgir Þórarinsson hefur talað gegn stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum, hælisleitendamálum og hann mótmælti rýmkun á heimild kvenna til þungunarrofs. Bjarni Benediktsson segist ekki vera sérfræðingur í afstöðu Birgis til einstakra mála. „En það auðvitað liggur í hlutarins eðli að þegar Birgir sækist eftir því að ganga til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins þá telur hann að hann geti rúmast þar inni og að hans sjónarmið rekist ekki um of á við það sem við erum að leggja áherslu á.“ Katrín: „Við vitum það að það eru ýmsar skoðanir í þingflokki sjálfstæðismanna sem ég er alls ekki sammála. Þannig hefur það verið og ég vænti þess að þannig verði það áfram.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Stjórnarmyndunarviðræður hafa staðið yfir í tvær vikur og allt í einu var tilkynnt um það um helgina að nýr þingmaður væri genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. „Þetta á sér mjög skamman aðdraganda og ekki mikil umræða sem fór fram um það. En við bara fögnum því yfir að menn lýsi því yfir að þeir vilji ganga til liðs við okkur og beita sér með Sjálfstæðisflokknum í því sem hann vill setja á oddinn,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Katrín Jakobsdóttir segir vistaskipti Birgis ekki hafa áhrif á stjórnarmyndunarviðræður enda nálgist flokkarnir það verkefni hvort sem er sem jafningjar, þrátt fyrir að fylgi flokkanna sé ólíkt mikið. „Það truflar mig í sjálfu sér ekkert en auðvitað er það kannski óvenjulegt að þingmaður hætti í sínum flokki svona snemma eftir kosningar eins og raun ber vitni,“ segir Katrín. Hún segir þetta sérkennilegt. Birgir Ármannsson var oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, en er nú þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Miðflokkurinn Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins: „Það hlýtur alltaf að orka tvímælis þegar hlutir gerast svona skömmu eftir kosningar.“ Birgir Þórarinsson hefur talað gegn stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum, hælisleitendamálum og hann mótmælti rýmkun á heimild kvenna til þungunarrofs. Bjarni Benediktsson segist ekki vera sérfræðingur í afstöðu Birgis til einstakra mála. „En það auðvitað liggur í hlutarins eðli að þegar Birgir sækist eftir því að ganga til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins þá telur hann að hann geti rúmast þar inni og að hans sjónarmið rekist ekki um of á við það sem við erum að leggja áherslu á.“ Katrín: „Við vitum það að það eru ýmsar skoðanir í þingflokki sjálfstæðismanna sem ég er alls ekki sammála. Þannig hefur það verið og ég vænti þess að þannig verði það áfram.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira