Truflandi að heyra öskur fluglínugesta á meðan ættingjar syrgja ástvini Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. október 2021 21:30 Sara Oskarsson telur fluglínuna of nálægt duftgarðinum í Fossvogi. vísir Kona sem fer reglulega að duftgarðinum í Fossvogi segir truflandi að heyra í öskrandi gestum fluglínunnar í Perlunni á meðan ættingjar syrgja ástvini sína. Hún telur staðsetningu línunnar óheppilega. Sara Oskarsson kemur reglulega við í duftgarðinum í Fossvogi til þess að eiga kyrrðarstund hjá leiði móður sinnar. Hún segir öskur og mikinn hávaða liggja frá fluglínunni sem sé óþægilegt á stundum sem þessum. Truflandi á svo persónulegum stað „Þetta er truflandi. Þetta er griðastaður fyrir syrgjendur. Fyrir ættingja og náttúrulega hvíldarstaður fyrir þann ástvin sem maður hefur misst,“ sagði Sara Oskarsson, listamaður. Hún segir fluglínu skemmtilegt framtak en að það eigi ekki saman við griðarstað syrgjenda. „Maður upplifir ákveðna óvirðingu við staðinn að, þetta sé í þessari nánd.“ Kirkjugarðar séu persónulegir og viðkvæmir staðir. Sara lýsir því þegar fjölskyldan pantaði á dögunum nýjan legstein fyrir leiði móðurinnar. „Og ég fann fyrir smá kvíða yfir tilhugsuninni um að það væri kannski steggjun eða gæsun í gangi í Zipline á meðan við vorum að reyna að eiga mjög persónulega stund.“ Í myndbandinu sést fjarlægðin á milli duftgarðsins og fluglínunnar. Þeir sem fréttamaður ræddi við segja að hljóðbært sé á svæðinu, sérstaklega í logni. Magnús Lyngdal vakti fyrstur athygli á málinu í þessari færslu á Facebook og fagnar Sara samtali og umræðu um málið. Hún tekur fram að óhjákvæmilega séu umhverfishljóð á svæðinu. Leiksvæði fyrir börn sé skammt frá kirkjugarðinum og stöðug umferðarhljóð. „Einhvern vegin er það allt annar hlutur miðað við þetta. Þetta er svolítið viðlíka því að setja tívolí hér við hliðina á. Það bara passar ekki.“ Hún vonast til þess að gerðar verði ráðstafanir svo að fluglínan verði ekki til frambúðar á svæðinu. „Ég er mjög bjartsýn á að þessu verði sýndur fullur skilningur á þessu hjá borginni og þeim aðilum sem koma að rekstri Zipline.“ Í lögum um kirkjugarða kemur fram í 3. mgr. 6. gr. að ekki megi reisa mannvirki, starfrækja stofnanir eða reka fyrirtæki, sem frá stafar hávaði eða ys, í nánd við kirkjugarða. Kirkjugarðar Reykjavík Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Sara Oskarsson kemur reglulega við í duftgarðinum í Fossvogi til þess að eiga kyrrðarstund hjá leiði móður sinnar. Hún segir öskur og mikinn hávaða liggja frá fluglínunni sem sé óþægilegt á stundum sem þessum. Truflandi á svo persónulegum stað „Þetta er truflandi. Þetta er griðastaður fyrir syrgjendur. Fyrir ættingja og náttúrulega hvíldarstaður fyrir þann ástvin sem maður hefur misst,“ sagði Sara Oskarsson, listamaður. Hún segir fluglínu skemmtilegt framtak en að það eigi ekki saman við griðarstað syrgjenda. „Maður upplifir ákveðna óvirðingu við staðinn að, þetta sé í þessari nánd.“ Kirkjugarðar séu persónulegir og viðkvæmir staðir. Sara lýsir því þegar fjölskyldan pantaði á dögunum nýjan legstein fyrir leiði móðurinnar. „Og ég fann fyrir smá kvíða yfir tilhugsuninni um að það væri kannski steggjun eða gæsun í gangi í Zipline á meðan við vorum að reyna að eiga mjög persónulega stund.“ Í myndbandinu sést fjarlægðin á milli duftgarðsins og fluglínunnar. Þeir sem fréttamaður ræddi við segja að hljóðbært sé á svæðinu, sérstaklega í logni. Magnús Lyngdal vakti fyrstur athygli á málinu í þessari færslu á Facebook og fagnar Sara samtali og umræðu um málið. Hún tekur fram að óhjákvæmilega séu umhverfishljóð á svæðinu. Leiksvæði fyrir börn sé skammt frá kirkjugarðinum og stöðug umferðarhljóð. „Einhvern vegin er það allt annar hlutur miðað við þetta. Þetta er svolítið viðlíka því að setja tívolí hér við hliðina á. Það bara passar ekki.“ Hún vonast til þess að gerðar verði ráðstafanir svo að fluglínan verði ekki til frambúðar á svæðinu. „Ég er mjög bjartsýn á að þessu verði sýndur fullur skilningur á þessu hjá borginni og þeim aðilum sem koma að rekstri Zipline.“ Í lögum um kirkjugarða kemur fram í 3. mgr. 6. gr. að ekki megi reisa mannvirki, starfrækja stofnanir eða reka fyrirtæki, sem frá stafar hávaði eða ys, í nánd við kirkjugarða.
Kirkjugarðar Reykjavík Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira