Courtois gagnrýndi UEFA og FIFA fyrir græðgina: Við erum ekki vélmenni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2021 11:31 Belgarnir Jan Vertonghen, Thibaut Courtois, Hans Vanaken og Timothy Castagne stilla sér upp fyrir leikinn um þriðja sætið í Þjóðadeildinni. Getty/Chris Ricco Thibaut Courtois, markvörður Real Madrid og belgíska landsliðsins, segir að öllum sé sama um heilsu og vellíðan leikmannanna sjálfra. Courtois og félagar urðu að sætta sig við fjórða sætið í Þjóðadeildinni eftir hafa tapað báðum leikjum sínum í úrslitakeppninni á Ítalíu sem fór fram í þessum landsleikjaglugga. Courtois var tekinn í viðtal eftir tap á móti Ítalíu í leiknum um þriðja sætið. „Þessi leikur snýst bara orðið um peninga og við verðum bara að vera hreinskilin með það,“ sagði Thibaut Courtois sem virtist vera sérstaklega ósáttur með það að þurfa að spila leikinn um þriðja sætið. "They don't care about the players they just care about their pockets." Thibaut Courtois accused UEFA and FIFA of prioritising money over player welfare after Belgium were beaten 2-1 by Italy in the Nations League third-place play-off. pic.twitter.com/0RbBu0Ux6h— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 11, 2021 „UEFA fær aukapening með þessari keppni af því að þetta er aukaleikur í sjónvarpi. Auðvitað vilja allir spila en sjáið bara hversu mikið bæði lið breyttust frá því í undanúrslitunum,“ sagði Courtois. „Ef þessi lið hefði verið að spila úrslitaleikinn þá hefðu aðrir leikmenn verið að spila,“ sagði Courtois en Belgar léku meðal annars bæði án Eden Hazard og Romelu Lukaku í leiknum. „Á næsta ári er síðan HM í nóvember og við þurfum að spila aftur þangað til seint í júní. Við munum meiðast. Það er öllum sama um leikmennina. Í júnímánuði, eftir langt tímabil, þá þarftu að spila fjóra leiki í Þjóðadeildinni og svo færðu bara tveggja vikna sumarfrí,“ sagði Courtois. "No one cares about the players anymore. If we never say anything it will be the same. They just care about their pockets."Thibaut Courtois criticised UEFA's scheduling and stated that the third place play-off fixtures was unnecessary. pic.twitter.com/8RAhgKDsQ8— Football Daily (@footballdaily) October 11, 2021 „Það er ekki nógu mikið frí fyrir leikmenn til að hlaða batteríin fyrir tólf mánuði á hæsta getustigi. Ef við segjum ekki neitt þá mun þetta ekki breytast,“ sagði Courtois. „Þeir segjast vera á móti Ofurdeildinni en þeir haga sér alveg eins. Þeir bæta við leikjum og búa til nýja keppni. Þetta er allt við það sama. Þeir geta verið reiðir félögum sem vilja Ofurdeildina en þeim er alveg sama um leikmennina og hugsa bara um vasana sína,“ sagði Courtois. „Nú vilja þeir vera með EM og HM á hverju ári. Hvenær fáum við hvíld? Aldrei. Á endanum munu leikmenn meiðast aftur og aftur. Við erum ekki vélmenni. Þetta eru bara fleiri og fleiri leikir og minni hvíld. Öllum er síðan sama,“ sagði Courtois. HM 2022 í Katar Þjóðadeild UEFA UEFA FIFA Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Sjá meira
Courtois og félagar urðu að sætta sig við fjórða sætið í Þjóðadeildinni eftir hafa tapað báðum leikjum sínum í úrslitakeppninni á Ítalíu sem fór fram í þessum landsleikjaglugga. Courtois var tekinn í viðtal eftir tap á móti Ítalíu í leiknum um þriðja sætið. „Þessi leikur snýst bara orðið um peninga og við verðum bara að vera hreinskilin með það,“ sagði Thibaut Courtois sem virtist vera sérstaklega ósáttur með það að þurfa að spila leikinn um þriðja sætið. "They don't care about the players they just care about their pockets." Thibaut Courtois accused UEFA and FIFA of prioritising money over player welfare after Belgium were beaten 2-1 by Italy in the Nations League third-place play-off. pic.twitter.com/0RbBu0Ux6h— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 11, 2021 „UEFA fær aukapening með þessari keppni af því að þetta er aukaleikur í sjónvarpi. Auðvitað vilja allir spila en sjáið bara hversu mikið bæði lið breyttust frá því í undanúrslitunum,“ sagði Courtois. „Ef þessi lið hefði verið að spila úrslitaleikinn þá hefðu aðrir leikmenn verið að spila,“ sagði Courtois en Belgar léku meðal annars bæði án Eden Hazard og Romelu Lukaku í leiknum. „Á næsta ári er síðan HM í nóvember og við þurfum að spila aftur þangað til seint í júní. Við munum meiðast. Það er öllum sama um leikmennina. Í júnímánuði, eftir langt tímabil, þá þarftu að spila fjóra leiki í Þjóðadeildinni og svo færðu bara tveggja vikna sumarfrí,“ sagði Courtois. "No one cares about the players anymore. If we never say anything it will be the same. They just care about their pockets."Thibaut Courtois criticised UEFA's scheduling and stated that the third place play-off fixtures was unnecessary. pic.twitter.com/8RAhgKDsQ8— Football Daily (@footballdaily) October 11, 2021 „Það er ekki nógu mikið frí fyrir leikmenn til að hlaða batteríin fyrir tólf mánuði á hæsta getustigi. Ef við segjum ekki neitt þá mun þetta ekki breytast,“ sagði Courtois. „Þeir segjast vera á móti Ofurdeildinni en þeir haga sér alveg eins. Þeir bæta við leikjum og búa til nýja keppni. Þetta er allt við það sama. Þeir geta verið reiðir félögum sem vilja Ofurdeildina en þeim er alveg sama um leikmennina og hugsa bara um vasana sína,“ sagði Courtois. „Nú vilja þeir vera með EM og HM á hverju ári. Hvenær fáum við hvíld? Aldrei. Á endanum munu leikmenn meiðast aftur og aftur. Við erum ekki vélmenni. Þetta eru bara fleiri og fleiri leikir og minni hvíld. Öllum er síðan sama,“ sagði Courtois.
HM 2022 í Katar Þjóðadeild UEFA UEFA FIFA Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Sjá meira