Sport

Hrundi út í fyrstu um­ferð eftir sigur á Opna banda­ríska fyrir tæpum fjórum vikum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Emma Raducanu datt út í fyrstu umferð á Indan Wells.
Emma Raducanu datt út í fyrstu umferð á Indan Wells. Clive Brunskill/Getty Images

Emma Raducanu, sigurvegari Opna bandaríska meistaramótsins í tennis datt út gegn Aliaksandra Sasnovich í fyrstu umferð á Indan Wells-mótinu í tennis á föstudag.

Emma Raducanu, sigurvegari Opna bandaríska meistaramótsins í tennis datt út gegn Aliaksandra Sasnovich í fyrstu umferð á Indan Wells-mótinu í tennis á föstudag. 

Eftir sigurinn á Opna bandaríska var leikur Raducanu settur á besta tíma á föstudagskvöldi en henni tókst ekki að leika sama leik og í New York.

Aðeins eru 27 dagar síðan hin 18 ára gamla Raducanu kom öllum á óvart og vann Opna bandaríska meistaramótið í tennis í New York. Í gær mætti hún Aliaksöndru Sasnovich frá Hvíta-Rússlandi í eyðimörkinni í Kaliforníu. 

Sasnovich, sem er númer 100. á heimslistanum, gerði sér lítið fyrir og vann viðureignina í tveimur settum, 6-2 og 6-4. Þó Sasnovich sé í 100. sæti heimslistans sem stendur þá hefur hún lengi verið meðal bestu 30 kvenna tennisheimsins og er mjög reynslumikil. 

Ef ekki hefði verið fyrir sigur Raducanu í New York hefði Sasnovich eflaust verið sigurstranglegri fyrir viðureign þeirra á föstudagskvöld.

„Ég held það muni taka mig tíma að aðlagast því sem er í gangi. Ég meina, ég er enn svo ný þegar kemur að þessu öllu. Þó mér líði ekki vel núna þá veit ég að þessar tilfinningar munu hjálpa þegar fram líða stundir.“

„Þegar horft er á heildarmyndina mun ég þakka fyrir þetta augnablik. Það er lærdómurinn sem ég tek úr þessu. Ég er bara 18 ára gömul, ég má ekki vera of hörð við sjálfa mig,“ sagði táningurinn Emma Raducanu eftir tapið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×