Sigyn nýr Réttindaskólastjóri og vill stofna Réttindaleikskóla Eiður Þór Árnason skrifar 8. október 2021 14:31 Sigyn Blöndal starfaði áður sem umsjónarkona KrakkaRÚV og Stundarinnar okkar. Steindór Sigyn Blöndal tók nýverið til starfa sem Réttindaskólastjóri UNICEF á Íslandi. Verkefnið miðar að því að skólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar auki fræðslu barna um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Að sögn UNICEF er gríðarleg ásókn í verkefnið Réttindaskólar og –frístund UNICEF og hafa nú 48 skólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar á landinu ýmist lokið eða eru í innleiðingarferli verkefnisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá UNICEF en Sigyn segir það vera draum sinn að allir skólar verði Réttindaskólar enda sýni reynslan að það hafi jákvæð áhrif á börn að þekkja réttindi sín. „Það er margsannað að börn sem þekkja réttindi sín eru umburðarlyndari, virða betur fjölbreytileika og eru líklegri til að taka afstöðu gegn einelti og öðru ranglæti. Þau standa betur vörð um eigin réttindi og annarra, auk þess eru þau betur undirbúin til að leita aðstoðar ef þau verða fyrir ofbeldi, misnotkun af einhverju tagi eða ef brotið er á réttindum barna að öðru leyti. Það er hagur barna og samfélagsins að allir þekki og virði réttindi bara,“ segir Sigyn. Hún bætir við að fullorðna fólkið þurfi ekki síður að þekkja réttindi barna og virða þau. Vilja stofna Réttindaleikskóla Vonir standa til að fyrstu Réttindaleikskólaranir í heiminum verði stofnaðir hér á landi á næstu tveimur árum. „Þar erum við í miklu frumkvöðlastarfi því ekki hefur verið ráðist í þá vinnu annars staðar í heiminum. Réttindafræðsla á leikskólastigi hefur vissulega verið til staðar fyrir börn og kennara en við erum að tala um mælingar á árangri fyrir börnin sjálf. Við viljum sjá raunverulegar breytingar til hins betra fyrir börnin. Í samstarfi við leikskólakennara, Menntavísindasvið Háskóla Íslands og nítján leikskóla í Reykjavík, Kópavogi, Borgarbyggð og Akureyri, erum við að þróa þetta mælitæki. Verkefnið er mjög spennandi og ef fram heldur sem horfir er líklegt að á næstu tveimur árum verði veittar viðurkenningar til fyrstu Réttindaleikskólana í heiminum,“ segir Sigyn í tilkynningu. Skóla - og menntamál Vistaskipti Mannréttindi Réttindi barna Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Að sögn UNICEF er gríðarleg ásókn í verkefnið Réttindaskólar og –frístund UNICEF og hafa nú 48 skólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar á landinu ýmist lokið eða eru í innleiðingarferli verkefnisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá UNICEF en Sigyn segir það vera draum sinn að allir skólar verði Réttindaskólar enda sýni reynslan að það hafi jákvæð áhrif á börn að þekkja réttindi sín. „Það er margsannað að börn sem þekkja réttindi sín eru umburðarlyndari, virða betur fjölbreytileika og eru líklegri til að taka afstöðu gegn einelti og öðru ranglæti. Þau standa betur vörð um eigin réttindi og annarra, auk þess eru þau betur undirbúin til að leita aðstoðar ef þau verða fyrir ofbeldi, misnotkun af einhverju tagi eða ef brotið er á réttindum barna að öðru leyti. Það er hagur barna og samfélagsins að allir þekki og virði réttindi bara,“ segir Sigyn. Hún bætir við að fullorðna fólkið þurfi ekki síður að þekkja réttindi barna og virða þau. Vilja stofna Réttindaleikskóla Vonir standa til að fyrstu Réttindaleikskólaranir í heiminum verði stofnaðir hér á landi á næstu tveimur árum. „Þar erum við í miklu frumkvöðlastarfi því ekki hefur verið ráðist í þá vinnu annars staðar í heiminum. Réttindafræðsla á leikskólastigi hefur vissulega verið til staðar fyrir börn og kennara en við erum að tala um mælingar á árangri fyrir börnin sjálf. Við viljum sjá raunverulegar breytingar til hins betra fyrir börnin. Í samstarfi við leikskólakennara, Menntavísindasvið Háskóla Íslands og nítján leikskóla í Reykjavík, Kópavogi, Borgarbyggð og Akureyri, erum við að þróa þetta mælitæki. Verkefnið er mjög spennandi og ef fram heldur sem horfir er líklegt að á næstu tveimur árum verði veittar viðurkenningar til fyrstu Réttindaleikskólana í heiminum,“ segir Sigyn í tilkynningu.
Skóla - og menntamál Vistaskipti Mannréttindi Réttindi barna Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira