Með andlitið í blóðpolli Gunnar Karl Ólafsson skrifar 8. október 2021 07:00 Ótal mörg mál um kynferðislegt ofbeldi af ýmsum toga hafa komið upp á yfirborðið á síðustu misserum. Hugurinn leitar strax til hinna fjöldamörgu þolenda sem að eru á mismunandi stöðum í úrvinnslu á sínum áföllum. Sögurnar skella á okkur hver af annari, sem síðan er talað um endalaust á kaffistofum, matarboðum, vinahittingum og í netheimum. Þessi stöðuga umræða veldur vafalaust kvíða og vanlíðan hjá mörgum, það hefur allavega gert það að vissu leiti hjá mér. Það er eins og að við sem samfélag séum stanslaust með andlitið í blóðpolli kynferðisofbeldis og náum ekki að vinna úr eðli og orsökum pollsins. Í þessari miklu umræðu hefur hópur fólks tekið það upp að rífa niður, á oft mjög ljótan og óvæginn hátt, þá sem að koma fram undir nafni og saka áberandi fólk í samfélaginu um brot. Gerendameðvirkni, afneitun og þöggun hefur verið svakaleg í þessum umræðum. Síðan er sami hópurinn hissa að sumir kjósa að koma ekki undir nafni eða kjósi að kæra ekki. Þessi umræða hefur líka gert það að verkum að flest allir hafa tjáð sig um þessi mál síðustu mánuði, mörg á uppbyggilegan máta. En flest okkar hafa svo eflaust heyrt ófáa í sínu daglega lífi og á netheimum tala niður þolendur og/eða hlífa gerendum, bæði meðvitað og ómeðvitað. Við sem samfélag erum að sprengja kýlið og finna út hvernig skal taka á þessum málum. Það er sársaukafullt og erfitt ferli en tími meðvirkni, afneitunar og þöggunar er á enda. Það eru ótal ástæður fyrir því að fólk kýs ekki að tilkynna eða kæra ofbeldi og er það persónuleg ákvörðun hvers og eins. Eftirmálar kynferðisofbeldis eru erfiðir og hafa langvarandi líkamlegar og andlegar afleiðingar fyrir þolendur. Það getur tekið mörg ár eða áratugi að vinna sig út úr þeim. Eftirmálarnir eru sumum of erfiðir, en þolendur eru þrettán sinnum líklegri til að reyna sjálfsvíg en þeir sem hafa ekki lent í kynferðisofbeldi. Tölfræðin í dómskerfinu er heldur ekkert sérstaklega uppörvandi. Talið er að 310 af hverjum 1.000 brotum séu tilkynnt, 69% brota koma því aldrei á borð lögreglu. En einungis 17% tilkynntra brota fara fyrir dóm þar sem að 87% þeirra mála enda með sýknu. Mér hefur ekki langað til að leita til lögreglu eða láta á það reyna að leita réttar míns vegna þess kynferðislega ofbeldis sem ég hef orðið fyrir. Byrja á því að grafa upp allt þetta áfall í smáatriðum með því að lýsa ofbeldinu bæði hjá lögfræðingi og í skýrslutöku hjá lögreglu. Eiga svo 17% séns á því að það fari fyrir dóm. Ef að það er tekið upp fyrir dómi þá tekur annað við, lögfræðingar gerenda minna koma til með að véfengja og þjarma að mér með einum eða öðrum hætti til að verja skjólstæðinga sína. Að þurfa svo að heyra eða lesa vitnisburð gerendanna sem að munu að öllum líkindum hafa allt aðra sögu að segja. Eftir allt þetta eru svo 13% líkur á því að þeir verði sakfelldir og 87% líkur á því að málið fellur niður. Þetta ferli myndi taka heilmikinn toll á sálinni með grátlega litlar líkur á því að réttlætið næði í gegn. Þær hugrökku manneskjur sem hafa stigið fram, sagt frá og leitað réttar síns eru hetjur. Hetjur sem þurfa svo að takast á við holskeflu af ömurlegum og hræðilegum umræðum um sig og sinn trúverðugleika ofan á allt hitt álagið. Það er ótrúlegt að trúverðugleiki þolenda er ávalt strax dreginn í efa, þegar rannsóknir sýna fram á allt annað. Þau sem velja að stíga ekki fram eru líka hetjur, en okkur sem samfélagi ber að styðja þau einnig í sínu bataferli. Vöndum okkur í umræðunni um kynferðislegt ofbeldi, þú veist aldrei hver í kringum þig gæti átt við þann pakka innra með sér. Styðjum við þolendur, krefjumst þess að stjórnvöld leiti leiða til að hlúa betur að málefnum þolenda. Meðal annars með því að rýmka gjafsóknarreglur og lögbinda launað leyfi eftir að brotið hefur verið á fólki. Tryggjum þeim stuðning svo sem með aðgengi að heilbrigðis- og sálfræðiþjónustu, það er ekki allra að eiga fyrir nauðsynlegri meðferð við áfallastreituröskun og öðrum greiningum í kjölfar brots. Fræðum börnin okkar um mörk, samskipti og virðingu. Hnippum í vinnufélagann, fjölskyldumeðliminn, vininn og liðsfélagann þegar þeir tala óvægið gegn þolendum eða einstaka samfélagshópum. Tæklum málin á hinum endanum líka og styrkjum úrræði fyrir gerendur, svo að þau fái aðstoð við að gangast við sínum brotum og fyrirbyggja frekari ofbeldisbrot.Lítum upp úr blóðpollinum og vinnum að því að fyrirbyggja það sem annars koma skal og tökum okkur á í að hreinsa til þar sem samfélagið hefur brugðis fólki. Fokk Ofbeldi! Höfundur tilheyrir þeim 69% sem leitaði ekki réttar síns Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Ótal mörg mál um kynferðislegt ofbeldi af ýmsum toga hafa komið upp á yfirborðið á síðustu misserum. Hugurinn leitar strax til hinna fjöldamörgu þolenda sem að eru á mismunandi stöðum í úrvinnslu á sínum áföllum. Sögurnar skella á okkur hver af annari, sem síðan er talað um endalaust á kaffistofum, matarboðum, vinahittingum og í netheimum. Þessi stöðuga umræða veldur vafalaust kvíða og vanlíðan hjá mörgum, það hefur allavega gert það að vissu leiti hjá mér. Það er eins og að við sem samfélag séum stanslaust með andlitið í blóðpolli kynferðisofbeldis og náum ekki að vinna úr eðli og orsökum pollsins. Í þessari miklu umræðu hefur hópur fólks tekið það upp að rífa niður, á oft mjög ljótan og óvæginn hátt, þá sem að koma fram undir nafni og saka áberandi fólk í samfélaginu um brot. Gerendameðvirkni, afneitun og þöggun hefur verið svakaleg í þessum umræðum. Síðan er sami hópurinn hissa að sumir kjósa að koma ekki undir nafni eða kjósi að kæra ekki. Þessi umræða hefur líka gert það að verkum að flest allir hafa tjáð sig um þessi mál síðustu mánuði, mörg á uppbyggilegan máta. En flest okkar hafa svo eflaust heyrt ófáa í sínu daglega lífi og á netheimum tala niður þolendur og/eða hlífa gerendum, bæði meðvitað og ómeðvitað. Við sem samfélag erum að sprengja kýlið og finna út hvernig skal taka á þessum málum. Það er sársaukafullt og erfitt ferli en tími meðvirkni, afneitunar og þöggunar er á enda. Það eru ótal ástæður fyrir því að fólk kýs ekki að tilkynna eða kæra ofbeldi og er það persónuleg ákvörðun hvers og eins. Eftirmálar kynferðisofbeldis eru erfiðir og hafa langvarandi líkamlegar og andlegar afleiðingar fyrir þolendur. Það getur tekið mörg ár eða áratugi að vinna sig út úr þeim. Eftirmálarnir eru sumum of erfiðir, en þolendur eru þrettán sinnum líklegri til að reyna sjálfsvíg en þeir sem hafa ekki lent í kynferðisofbeldi. Tölfræðin í dómskerfinu er heldur ekkert sérstaklega uppörvandi. Talið er að 310 af hverjum 1.000 brotum séu tilkynnt, 69% brota koma því aldrei á borð lögreglu. En einungis 17% tilkynntra brota fara fyrir dóm þar sem að 87% þeirra mála enda með sýknu. Mér hefur ekki langað til að leita til lögreglu eða láta á það reyna að leita réttar míns vegna þess kynferðislega ofbeldis sem ég hef orðið fyrir. Byrja á því að grafa upp allt þetta áfall í smáatriðum með því að lýsa ofbeldinu bæði hjá lögfræðingi og í skýrslutöku hjá lögreglu. Eiga svo 17% séns á því að það fari fyrir dóm. Ef að það er tekið upp fyrir dómi þá tekur annað við, lögfræðingar gerenda minna koma til með að véfengja og þjarma að mér með einum eða öðrum hætti til að verja skjólstæðinga sína. Að þurfa svo að heyra eða lesa vitnisburð gerendanna sem að munu að öllum líkindum hafa allt aðra sögu að segja. Eftir allt þetta eru svo 13% líkur á því að þeir verði sakfelldir og 87% líkur á því að málið fellur niður. Þetta ferli myndi taka heilmikinn toll á sálinni með grátlega litlar líkur á því að réttlætið næði í gegn. Þær hugrökku manneskjur sem hafa stigið fram, sagt frá og leitað réttar síns eru hetjur. Hetjur sem þurfa svo að takast á við holskeflu af ömurlegum og hræðilegum umræðum um sig og sinn trúverðugleika ofan á allt hitt álagið. Það er ótrúlegt að trúverðugleiki þolenda er ávalt strax dreginn í efa, þegar rannsóknir sýna fram á allt annað. Þau sem velja að stíga ekki fram eru líka hetjur, en okkur sem samfélagi ber að styðja þau einnig í sínu bataferli. Vöndum okkur í umræðunni um kynferðislegt ofbeldi, þú veist aldrei hver í kringum þig gæti átt við þann pakka innra með sér. Styðjum við þolendur, krefjumst þess að stjórnvöld leiti leiða til að hlúa betur að málefnum þolenda. Meðal annars með því að rýmka gjafsóknarreglur og lögbinda launað leyfi eftir að brotið hefur verið á fólki. Tryggjum þeim stuðning svo sem með aðgengi að heilbrigðis- og sálfræðiþjónustu, það er ekki allra að eiga fyrir nauðsynlegri meðferð við áfallastreituröskun og öðrum greiningum í kjölfar brots. Fræðum börnin okkar um mörk, samskipti og virðingu. Hnippum í vinnufélagann, fjölskyldumeðliminn, vininn og liðsfélagann þegar þeir tala óvægið gegn þolendum eða einstaka samfélagshópum. Tæklum málin á hinum endanum líka og styrkjum úrræði fyrir gerendur, svo að þau fái aðstoð við að gangast við sínum brotum og fyrirbyggja frekari ofbeldisbrot.Lítum upp úr blóðpollinum og vinnum að því að fyrirbyggja það sem annars koma skal og tökum okkur á í að hreinsa til þar sem samfélagið hefur brugðis fólki. Fokk Ofbeldi! Höfundur tilheyrir þeim 69% sem leitaði ekki réttar síns
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun