Á blaðamannafundi í gær vildi Jan Lambertsen frá lögreglunni ekki segja til um af hverju þau teldu sig nærri því að bera kennsl á líkamspartana, samkvæmt frétt Sermitsiaq. Áður hafði lögreglan sagt að ekki væri vitað til þess að nokkurs væri saknað.
Eftir að fyrsti líkamshlutinn fannst síðasta sunnudag hefur umfangsmikil leit átt sér stað í brennslustöðinni.
Lögreglan hefur ekki sagt hvaða líkamshlutar hafi fundist á brennslustöðinni né um hvers konar líkamshluta sé að ræða. Hvort bein hafi fundist eða eitthvað annað eða hvort líkamshlutarnir hafi fundist eftir að hafa verið brenndir.
Lögregluþjónar og réttarmeinafræðingar frá lögreglunni í Danmörku eru komnir til Grænlands til aðstoðar lögreglunni þar.
Í frétt KNR segir að enginn hafi verið handtekinn. Verið sé að skoða lista yfir týnt fólk í Grænlandi og í Danmörku.