Önd stal senunni á Kópavogsvelli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. október 2021 11:00 Öndin átti vængjum sínum fjör að launa. Undir lok fyrri hálfleiks í leik Breiðabliks og Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í gær setti óvæntur gestur skemmtilegan svip á viðureignina. Önd nokkur flaug þá lágflug á vellinum og settist á endanum fyrir innan vörn PSG, kolrangstæð. Öndin kom sér makindalega fyrir á vellinum en þegar boltinn barst í átt til hennar var friðurinn úti og hún forðaði sér í burtu. Hvert öndin fór eftir ævintýrið á vellinum skal ósagt látið en ekki er ósennilegt að Kópavogslækurinn, eða skítalækurinn, rétt hjá Kópavogsvelli hafi orðið næsti áfangastaður hennar. Þar er venjulega mjög andasamt og von um brauðbita frá velviljuðum vegfarendum. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á tánum og náði skemmtilegum myndum af öndinni góðu meðan hún heiðraði viðstadda á Kópavogsvelli með nærveru sinni. Myndirnar má sjá hér fyrir ofan og neðan. Öndinni leist vel á gervigrasið fagurgræna.vísir/vilhelm Var þessi stungusending ætluð mér?vísir/vilhelm Best að forða sér.vísir/vilhelm Ok, bæ.Vísir/Vilhelm Léa Khelifi og Grace Geyoro skoruðu mörk PSG í leiknum í gær. Frakklandsmeistararnir eru með þrjú stig í B-riðli Meistaradeildarinnar líkt og Real Madrid sem vann 0-1 útisigur á Kharkiv í Úkraínu í gær. Næsti leikur Breiðabliks í Meistaradeildinni er gegn Real Madrid ytra á miðvikudaginn. Það er jafnframt fyrsti leikur Blika undir stjórn Ásmundar Arnarssonar. Hann tekur við liðinu af Vilhjálmi Kára Haraldssyni sem stýrði Breiðabliki í síðasta sinn í gær. Alls 1.412 áhorfendur mættu á leikinn í gær. Aldrei hafa fleiri mætt á leik hjá kvennaliði Breiðabliks á Kópavogsvelli. Breiðablik Dýr Fuglar Kópavogur Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Fleiri fréttir Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Sjá meira
Önd nokkur flaug þá lágflug á vellinum og settist á endanum fyrir innan vörn PSG, kolrangstæð. Öndin kom sér makindalega fyrir á vellinum en þegar boltinn barst í átt til hennar var friðurinn úti og hún forðaði sér í burtu. Hvert öndin fór eftir ævintýrið á vellinum skal ósagt látið en ekki er ósennilegt að Kópavogslækurinn, eða skítalækurinn, rétt hjá Kópavogsvelli hafi orðið næsti áfangastaður hennar. Þar er venjulega mjög andasamt og von um brauðbita frá velviljuðum vegfarendum. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á tánum og náði skemmtilegum myndum af öndinni góðu meðan hún heiðraði viðstadda á Kópavogsvelli með nærveru sinni. Myndirnar má sjá hér fyrir ofan og neðan. Öndinni leist vel á gervigrasið fagurgræna.vísir/vilhelm Var þessi stungusending ætluð mér?vísir/vilhelm Best að forða sér.vísir/vilhelm Ok, bæ.Vísir/Vilhelm Léa Khelifi og Grace Geyoro skoruðu mörk PSG í leiknum í gær. Frakklandsmeistararnir eru með þrjú stig í B-riðli Meistaradeildarinnar líkt og Real Madrid sem vann 0-1 útisigur á Kharkiv í Úkraínu í gær. Næsti leikur Breiðabliks í Meistaradeildinni er gegn Real Madrid ytra á miðvikudaginn. Það er jafnframt fyrsti leikur Blika undir stjórn Ásmundar Arnarssonar. Hann tekur við liðinu af Vilhjálmi Kára Haraldssyni sem stýrði Breiðabliki í síðasta sinn í gær. Alls 1.412 áhorfendur mættu á leikinn í gær. Aldrei hafa fleiri mætt á leik hjá kvennaliði Breiðabliks á Kópavogsvelli.
Breiðablik Dýr Fuglar Kópavogur Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Fleiri fréttir Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Sjá meira