„Erum ekki komnar á þennan stað til að leika okkur gegn þessum liðum heldur sækja stig“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. október 2021 22:20 Ásta Eir Árnadóttir á ferðinni í leiknum í kvöld. vísir/vilhelm Frammistaða Breiðabliks gegn Paris Saint-Germain kom fyrirliðanum Ástu Eiri Árnadóttur ekki á óvart. Blikar spiluðu stórvel en urðu að játa sig sigraðar, 0-2, í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. „Við vorum með upplegg sem við ætluðum að fylgja eftir og mér fannst það ganga mjög vel. Við vorum þéttar fyrir, skipulagðar, töluðum vel saman og gáfum ekki það mörg færi á okkur, sérstaklega ekki í fyrri hálfleik. Á móti fengum við líka færi til að skora. Þetta datt ekki með okkur í dag en heilt yfir erum við ánægðar með frammistöðuna og ég er stolt af liðinu,“ sagði Ásta á blaðamannafundi eftir leikinn í kvöld. Vorum ekkert að pæla í að þetta væri fimmta besta lið heims Hún sagði að Blikar gætu gengið hnarreistar frá leiknum og sýnt hversu góðar þær eru. „Algjörlega. Ég er ánægð með frammistöðuna og hvernig við mættum til leiks. Við vorum ekkert að pæla í að þetta væri fimmta besta lið heims eða eitthvað svoleiðis. Við ætluðum að mæta af fullum krafti og gefa þeim hörkuleik sem við og gerðum,“ sagði Ásta. „Maður var smá svekktur að ná ekki skora og jafna. Það hefði gefið okkur helling. En ég er stolt af frammistöðunni og nú vitum við hvað við getum gert í þessari keppni.“ Erum allar sigurvegarar í okkur Fyrirliðinn ítrekaði að frammistaða liðsins hafi ekki komið sér á óvart. „Við erum allar sigurvegarar í okkur og viljum vinna leiki, sama á móti hverjum það er. Það kemur mér ekkert á óvart að við séum smá svekktar að ná ekki að skora því við fengum alveg tækifæri. Ég sagði líka fyrir leikinn að við værum ekki komnar á þennan stað bara til að taka þátt og leika okkur gegn þessum liðum, við ætluðum að sækja stig,“ sagði Ásta. „Mér fannst þetta fín byrjun þótt við höfum ekki fengið stig. En frammistaðan var góð og ég held að við getum flotta hluti í þessari keppni.“ Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir „Fullkomin kvöldstund hefði verið 1-1 en ég er mjög ánægður með frammistöðuna“ Vilhjálmur Kári Haraldsson stýrði kvennaliði Breiðabliks í síðasta sinn þegar það tapaði fyrir Paris Saint-Germain, 0-2, í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hann kvaðst stoltur af sínu liði í leikslok. 6. október 2021 22:10 Umfjöllun og myndir: Breiðablik - PSG 0-2 | Frábær frammistaða Blika gegn frönsku meisturunum Breiðablik tapaði fyrir Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain, 0-2, í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. Léa Khelifi og Grace Geyoro skoruðu mörk PSG. 6. október 2021 21:30 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Fleiri fréttir Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Sjá meira
„Við vorum með upplegg sem við ætluðum að fylgja eftir og mér fannst það ganga mjög vel. Við vorum þéttar fyrir, skipulagðar, töluðum vel saman og gáfum ekki það mörg færi á okkur, sérstaklega ekki í fyrri hálfleik. Á móti fengum við líka færi til að skora. Þetta datt ekki með okkur í dag en heilt yfir erum við ánægðar með frammistöðuna og ég er stolt af liðinu,“ sagði Ásta á blaðamannafundi eftir leikinn í kvöld. Vorum ekkert að pæla í að þetta væri fimmta besta lið heims Hún sagði að Blikar gætu gengið hnarreistar frá leiknum og sýnt hversu góðar þær eru. „Algjörlega. Ég er ánægð með frammistöðuna og hvernig við mættum til leiks. Við vorum ekkert að pæla í að þetta væri fimmta besta lið heims eða eitthvað svoleiðis. Við ætluðum að mæta af fullum krafti og gefa þeim hörkuleik sem við og gerðum,“ sagði Ásta. „Maður var smá svekktur að ná ekki skora og jafna. Það hefði gefið okkur helling. En ég er stolt af frammistöðunni og nú vitum við hvað við getum gert í þessari keppni.“ Erum allar sigurvegarar í okkur Fyrirliðinn ítrekaði að frammistaða liðsins hafi ekki komið sér á óvart. „Við erum allar sigurvegarar í okkur og viljum vinna leiki, sama á móti hverjum það er. Það kemur mér ekkert á óvart að við séum smá svekktar að ná ekki að skora því við fengum alveg tækifæri. Ég sagði líka fyrir leikinn að við værum ekki komnar á þennan stað bara til að taka þátt og leika okkur gegn þessum liðum, við ætluðum að sækja stig,“ sagði Ásta. „Mér fannst þetta fín byrjun þótt við höfum ekki fengið stig. En frammistaðan var góð og ég held að við getum flotta hluti í þessari keppni.“
Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir „Fullkomin kvöldstund hefði verið 1-1 en ég er mjög ánægður með frammistöðuna“ Vilhjálmur Kári Haraldsson stýrði kvennaliði Breiðabliks í síðasta sinn þegar það tapaði fyrir Paris Saint-Germain, 0-2, í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hann kvaðst stoltur af sínu liði í leikslok. 6. október 2021 22:10 Umfjöllun og myndir: Breiðablik - PSG 0-2 | Frábær frammistaða Blika gegn frönsku meisturunum Breiðablik tapaði fyrir Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain, 0-2, í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. Léa Khelifi og Grace Geyoro skoruðu mörk PSG. 6. október 2021 21:30 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Fleiri fréttir Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Sjá meira
„Fullkomin kvöldstund hefði verið 1-1 en ég er mjög ánægður með frammistöðuna“ Vilhjálmur Kári Haraldsson stýrði kvennaliði Breiðabliks í síðasta sinn þegar það tapaði fyrir Paris Saint-Germain, 0-2, í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hann kvaðst stoltur af sínu liði í leikslok. 6. október 2021 22:10
Umfjöllun og myndir: Breiðablik - PSG 0-2 | Frábær frammistaða Blika gegn frönsku meisturunum Breiðablik tapaði fyrir Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain, 0-2, í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. Léa Khelifi og Grace Geyoro skoruðu mörk PSG. 6. október 2021 21:30