Ein dýrasta útsending sögunnar muni skila milljörðum í þjóðarbúið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. október 2021 21:31 Ólafur Hrafn Steinarsson er formaður Rafíþróttasamtaka Íslands. SIGURJÓN ÓLASON Ein dýrasta sjónvarpsútsending Íslandssögunnar fer nú fram í Laugardalshöll þar sem heimsmeistaramót í rafíþrótt fer fram. Reiknað er með að mótið skili nokkrum milljörðum í þjóðarbúið og að áhorfið sé meira en á Eurovision. Um er að ræða heimsmeistaramótið í League of legends sem er stærsti viðburður rafíþrótta á hverju ári. Mikið púður hefur farið í uppsetningu í höllinni sem nánast er óþekkjanleg á þessum myndum. „Og ég skora á alla að kíkja og hugsa: Vá þetta er í alvörunni bara í gömlu handboltahöllinni í Laugardal,“ sagði Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasamtaka Íslands. Hátt í 250 milljónir horfa á úrslitin Hann segir að kostnaður við uppsetningu sviðanna sé trúnaðarmál en að hann hlaupi á nokkrum milljörðum. Útsendingin spannar yfir nokkra daga en reikna má með að 150 til 250 milljónir áhorfenda horfi á úrslitin á hundrað milljón stöðum - en áhorfstölur hafa verið meiri en á Eurovision og úrslitakeppni NBA. Virði 60 milljarða íslenskra króna Ólafur segir að verðmæti útsendingarinnar hlaupi á hálfum milljarði bandaríkjadala sem gera um rúma 60 milljarða íslenskra króna. „Þannig þetta er töluvert verðmæt útsending og í raun og veru verðmætari og stærri en Eurovision að öllu leyti.“ Stórstjörnur í höllinni Hann segir stórstjörnur keppa í höllinni. „Liðin sem eru að koma frá Kóreu flugu hingað í einkaþotu. Reynt var að kaupa stærstu stjörnuna yfir til Kína fyrir 10 milljónir dollara. Þegar hann flaug þangað á fund þá mættu þrjú þúsund manns á flugvöllinn og öskruðu yfir sig þannig það var eins og að Bítlarnir væru að mæta.“ Ólafur segir að mótið skili nokkrum milljörðum í þjóðarbúið. „Þá er ótalið yfir 20 þúsund gistinætur sem hafa komið með öllu starfsfólki og liðunum sem koma hingað og svo að sjálfsögðu verðmæti landkynningarinnar að halda útsendingu þar sem hundrað milljón manns á dag eru að horfa á það sem er að gerast í Laugardalnum hefur aukið hróður Íslands mikið á alþjóðavettvangi. Sérstaklega gagnvart nýjum hópi af nýfullorðnu fólki eða unglingum sérstaklega í Asíu sem hafa kannski aldrei heyrt um Ísland.“ Hægt er að fylgjast með útsendingunni á Stöð2 eSport. Rafíþróttir Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Um er að ræða heimsmeistaramótið í League of legends sem er stærsti viðburður rafíþrótta á hverju ári. Mikið púður hefur farið í uppsetningu í höllinni sem nánast er óþekkjanleg á þessum myndum. „Og ég skora á alla að kíkja og hugsa: Vá þetta er í alvörunni bara í gömlu handboltahöllinni í Laugardal,“ sagði Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasamtaka Íslands. Hátt í 250 milljónir horfa á úrslitin Hann segir að kostnaður við uppsetningu sviðanna sé trúnaðarmál en að hann hlaupi á nokkrum milljörðum. Útsendingin spannar yfir nokkra daga en reikna má með að 150 til 250 milljónir áhorfenda horfi á úrslitin á hundrað milljón stöðum - en áhorfstölur hafa verið meiri en á Eurovision og úrslitakeppni NBA. Virði 60 milljarða íslenskra króna Ólafur segir að verðmæti útsendingarinnar hlaupi á hálfum milljarði bandaríkjadala sem gera um rúma 60 milljarða íslenskra króna. „Þannig þetta er töluvert verðmæt útsending og í raun og veru verðmætari og stærri en Eurovision að öllu leyti.“ Stórstjörnur í höllinni Hann segir stórstjörnur keppa í höllinni. „Liðin sem eru að koma frá Kóreu flugu hingað í einkaþotu. Reynt var að kaupa stærstu stjörnuna yfir til Kína fyrir 10 milljónir dollara. Þegar hann flaug þangað á fund þá mættu þrjú þúsund manns á flugvöllinn og öskruðu yfir sig þannig það var eins og að Bítlarnir væru að mæta.“ Ólafur segir að mótið skili nokkrum milljörðum í þjóðarbúið. „Þá er ótalið yfir 20 þúsund gistinætur sem hafa komið með öllu starfsfólki og liðunum sem koma hingað og svo að sjálfsögðu verðmæti landkynningarinnar að halda útsendingu þar sem hundrað milljón manns á dag eru að horfa á það sem er að gerast í Laugardalnum hefur aukið hróður Íslands mikið á alþjóðavettvangi. Sérstaklega gagnvart nýjum hópi af nýfullorðnu fólki eða unglingum sérstaklega í Asíu sem hafa kannski aldrei heyrt um Ísland.“ Hægt er að fylgjast með útsendingunni á Stöð2 eSport.
Rafíþróttir Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira