Síðustu fjóra daga hafa Kínverjar flogið fjölmörgum herflugvélum inn á loftvarnasvæði Taívan og hefur fjöldi véla aldrei verið eins mikill og nú.
Taívanar kalla sig sjálfstætt ríki eftir að andstæðingar kommúnista flúðu þangað árið 1949 en yfirvöld í Kína líta á eyjuna sem hluta af Kínverska alþýðulýðveldinu og að stjórnvöld þar séu uppreisnarmenn.
Fá ríki viðurkenna sjálfstæði Taívans, þar á meðal Bandaríkjamenn, sem hafa þó stutt vel við bakið á Taívan ópinberlega, sérstaklega í varnarmálum. Kínverjar hafa ekki útilokað að þeir beiti hervaldi til að sameina Taívan við Kína á ný.