Holland keppti við Kyle Daukaus í UFC í Las Vegas á laugardaginn. Holland rotaðist eftir að höfuð þeirra Daukaus skullu saman í fyrstu holu og bardaginn var stöðvaður.
Þegar Holland var á leið á æfingu í fyrradag ásamt þjálfara sínum, Shug Dorsey, sá hann mann sem kom hlaupandi út af bílastæði hrópandi að bílnum hans hafi verið stolið. Holland tók þá skarpa U-beygju, hætti að tala við móður sína í símanum og hóf eftirför.
Eftir að hafa keyrt á fór þjófurinn út úr bílnum og reyndi að stinga af á tveimur jafnfljótum en án árangurs. Holland elti þjófinn uppi, stöðvaði hann og hélt honum svo föstum þar til lögreglan mætti á svæðið. Að hans sögn Hollands kom hann einnig í veg fyrir að eigandi bílsins gengi í skrokk á þjófinum.
Good guy Kevin Holland catching bad guys lol pic.twitter.com/kGu5Y7hxLT
— Jason Williams (@jasoneg33) October 4, 2021
Holland sagðist hafa haft gaman að eltingarleiknum, þetta hafi verið fínasta tilbreyting og hann hafi á endanum ekki einu sinni verið of seinn á æfinguna.
Holland skaust fram á sjónarsviðið á síðasta ári þegar hann vann fimm bardaga. Hann hefur hins vegar ekki unnið bardaga á þessu ári. Holland tapaði fyrir Derek Brunson og Marvin Vettori og svo var bardaginn gegn Daukaus stöðvaður eins og áður sagði.