Á þriðja hundrað þúsund börn misnotuð af kaþólskum prestum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 5. október 2021 10:16 Í heildina eru um 115 þúsund prestar og klerkar innan kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi. Um það bil 216 þúsund börn hafa verið misnotuð af kaþólskum prestum í Frakklandi frá árinu 1950. Óttast er að fjöldi barna gæti náð 330 þúsund þegar misnotkun af hálfu annarra meðlima kirkjunnar er tekin inn í myndina. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknarskýrslu sem birt var í dag. Jean-Marc Sauvé, formaður rannsóknarnefndar sem fór fyrir skýrslunni, sagði á fundi þar sem skýrslan var kynnt að misnotkunin hafi verið kerfisbundin. Þá sagði hann að í stað þess að vernda börnin hafi kirkjan gerst sek um „djúpstætt, algjört og jafnvel grimmilegt afskiptaleysi árum saman.“ Niðurstöðurnar sýna að kirkjan hafi ekki gert nægilega mikið til að koma í veg fyrir misnotkun. Það hafi ekki verið fyrr en fyrir um fimm árum sem kirkjan fór að skipta sér af málum tengdum misnotkun innan kirkjunnar. Að sögn Sauvé mun kirkjan þurfa að gera verulegar úrbætur til að vinna aftur traust samfélagsins. Um er að ræða hátt í 2.500 blaðsíðna skýrslu en kaþólska kirkjan í Frakklandi skipaði rannsóknarnefnd til að fjalla um málið árið 2018. Niðurstaða nefndarinnar var að flest fórnarlömb misnotkunar voru ungir drengir og glímdi meirihluti fórnarlamba enn við afleiðingar brotanna sem þau urðu fyrir. Talið er að um þrjú þúsund af 115 þúsund prestum og klerkum kirkjunnar hafi brotið á börnum út frá þeim gögnum sem eru til staðar en nefndin tók það þó fram að líklega væru þeir fleiri. Að því er kemur fram í frétt Guardian um málið hefur saksóknurum verið gert viðvart í nokkrum málum. Trúmál Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Frakkland Tengdar fréttir Banna prestum að misnota fullorðna Kynferðisbrot presta gegn fullorðnum verða nú sérstaklega bönnuð með breytingum sem Frans páfi hefur fyrirskipað á lögum kaþólsku kirkjunnar. Þá verður einnig hægt að refsa leikmönnum sem starfa fyrir kirkjuna fyrir kynferðisbrot. 1. júní 2021 13:08 Páfi heitir því að uppræta misnotkun innan kirkjunnar Frans páfi hét því að uppræta kynferðislega misnotkun innan veggja kaþólsku kirkjunnar í kjölfar umfangsmikillar skýrslu um kynferðisbrot bandarísks fyrrverandi kardinála sem var birt í gær. 11. nóvember 2020 20:37 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Jean-Marc Sauvé, formaður rannsóknarnefndar sem fór fyrir skýrslunni, sagði á fundi þar sem skýrslan var kynnt að misnotkunin hafi verið kerfisbundin. Þá sagði hann að í stað þess að vernda börnin hafi kirkjan gerst sek um „djúpstætt, algjört og jafnvel grimmilegt afskiptaleysi árum saman.“ Niðurstöðurnar sýna að kirkjan hafi ekki gert nægilega mikið til að koma í veg fyrir misnotkun. Það hafi ekki verið fyrr en fyrir um fimm árum sem kirkjan fór að skipta sér af málum tengdum misnotkun innan kirkjunnar. Að sögn Sauvé mun kirkjan þurfa að gera verulegar úrbætur til að vinna aftur traust samfélagsins. Um er að ræða hátt í 2.500 blaðsíðna skýrslu en kaþólska kirkjan í Frakklandi skipaði rannsóknarnefnd til að fjalla um málið árið 2018. Niðurstaða nefndarinnar var að flest fórnarlömb misnotkunar voru ungir drengir og glímdi meirihluti fórnarlamba enn við afleiðingar brotanna sem þau urðu fyrir. Talið er að um þrjú þúsund af 115 þúsund prestum og klerkum kirkjunnar hafi brotið á börnum út frá þeim gögnum sem eru til staðar en nefndin tók það þó fram að líklega væru þeir fleiri. Að því er kemur fram í frétt Guardian um málið hefur saksóknurum verið gert viðvart í nokkrum málum.
Trúmál Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Frakkland Tengdar fréttir Banna prestum að misnota fullorðna Kynferðisbrot presta gegn fullorðnum verða nú sérstaklega bönnuð með breytingum sem Frans páfi hefur fyrirskipað á lögum kaþólsku kirkjunnar. Þá verður einnig hægt að refsa leikmönnum sem starfa fyrir kirkjuna fyrir kynferðisbrot. 1. júní 2021 13:08 Páfi heitir því að uppræta misnotkun innan kirkjunnar Frans páfi hét því að uppræta kynferðislega misnotkun innan veggja kaþólsku kirkjunnar í kjölfar umfangsmikillar skýrslu um kynferðisbrot bandarísks fyrrverandi kardinála sem var birt í gær. 11. nóvember 2020 20:37 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Banna prestum að misnota fullorðna Kynferðisbrot presta gegn fullorðnum verða nú sérstaklega bönnuð með breytingum sem Frans páfi hefur fyrirskipað á lögum kaþólsku kirkjunnar. Þá verður einnig hægt að refsa leikmönnum sem starfa fyrir kirkjuna fyrir kynferðisbrot. 1. júní 2021 13:08
Páfi heitir því að uppræta misnotkun innan kirkjunnar Frans páfi hét því að uppræta kynferðislega misnotkun innan veggja kaþólsku kirkjunnar í kjölfar umfangsmikillar skýrslu um kynferðisbrot bandarísks fyrrverandi kardinála sem var birt í gær. 11. nóvember 2020 20:37