Segist ekki vilja velja á milli fjölskyldunnar eða fótboltans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. október 2021 07:00 Sara Björk í einum af sínum 136 landsleikjum. Vísir/Vilhelm Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir er gengin nokkra mánuði á leið með sitt fyrsta barn. Hún vill vera ein þeirra afrekskvenna sem snýr aftur eftir barnsburð og þar með sýna að konur þurfi ekki að velja milli íþróttaferilsins eða að eiga fjölskyldu. Sara Björk leikur með Lyon – einu albesta félagi heims – ásamt því að vera á samning hjá íþróttarisanum PUMA. Um helgina birti PUMA svo myndband á samfélagsmiðlum sínum þar Sara Björk fer yfir að það sé ekki annað hvort eða, að konur geti bæði átt atvinnuferil í íþróttum og fjölskyldu. It's not either or.Since the beginning of her pregnancy, PUMAFootball has followed @sarabjork18 and will keep on sharing her journey from giving birth to being back on the pitch. What an inspiration @sarabjork18 pic.twitter.com/rE3IwKSxjZ— PUMA Football (@pumafootball) October 4, 2021 „Engin kona ætti að þurfa velja á milli þess að eiga fjölskyldu eða starfsferils. Kvenkyns íþróttamenn afreka ótrúlegustu hluti í ýmsum íþróttum. Þær fæða börn og snúa svo aftur til þess eins að endurtaka afrek sín. Markmið mitt er að vera ein þeirra. Ég vil ekki velja milli fjölskyldu og fótboltans. Ég vil gera það sem ég elska. Vera til staðar í 90 mínútur eða níu mánuði,“ segir Sara Björk í myndbandi PUMA. Landsliðsfyrirliðinn birti svo myndbandið á sínum eigin Twitter-aðgangi þar sem hún ritaði eftirfarandi: „Það er ekki annað hvort eða. Að stofna fjölskyldu á sama tíma og að íþróttir eru atvinna þín er erfitt. Ég vil virkilega sýna og sanna að það sé hægt að snúa aftur eftir barnsburð og spila á hæsta mögulega getustigi. Ég vonast til að hvetja konur til að gera slíkt hið sama og sýna þar með að það þurfi ekki að velja milli þess að eignast fjölskyldu eða eiga góðan atvinnuferil, það er hægt að gera bæði.“ It's not either or. Starting a family when playing a professional sport is difficult. I really want to prove that you can come back from pregnancy and play at the top level https://t.co/q09BIhGOtm— Sara Björk (@sarabjork18) October 4, 2021 Sara Björk Gunnarsdóttir er gengin átta mánuði á leið en hún á að eiga í nóvember næstkomandi. Hún hefur spilað alls 136 A-landsleiki og ef allt gengur að óskum gætu þeir orðið enn fleiri er Evrópumót kvenna í knattspyrnu fer fram í Englandi næsta sumar. Fótbolti EM 2021 í Englandi Tímamót Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Í beinni: Tottenham - Roma | Stórleikur í Lundúnum Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Sjá meira
Sara Björk leikur með Lyon – einu albesta félagi heims – ásamt því að vera á samning hjá íþróttarisanum PUMA. Um helgina birti PUMA svo myndband á samfélagsmiðlum sínum þar Sara Björk fer yfir að það sé ekki annað hvort eða, að konur geti bæði átt atvinnuferil í íþróttum og fjölskyldu. It's not either or.Since the beginning of her pregnancy, PUMAFootball has followed @sarabjork18 and will keep on sharing her journey from giving birth to being back on the pitch. What an inspiration @sarabjork18 pic.twitter.com/rE3IwKSxjZ— PUMA Football (@pumafootball) October 4, 2021 „Engin kona ætti að þurfa velja á milli þess að eiga fjölskyldu eða starfsferils. Kvenkyns íþróttamenn afreka ótrúlegustu hluti í ýmsum íþróttum. Þær fæða börn og snúa svo aftur til þess eins að endurtaka afrek sín. Markmið mitt er að vera ein þeirra. Ég vil ekki velja milli fjölskyldu og fótboltans. Ég vil gera það sem ég elska. Vera til staðar í 90 mínútur eða níu mánuði,“ segir Sara Björk í myndbandi PUMA. Landsliðsfyrirliðinn birti svo myndbandið á sínum eigin Twitter-aðgangi þar sem hún ritaði eftirfarandi: „Það er ekki annað hvort eða. Að stofna fjölskyldu á sama tíma og að íþróttir eru atvinna þín er erfitt. Ég vil virkilega sýna og sanna að það sé hægt að snúa aftur eftir barnsburð og spila á hæsta mögulega getustigi. Ég vonast til að hvetja konur til að gera slíkt hið sama og sýna þar með að það þurfi ekki að velja milli þess að eignast fjölskyldu eða eiga góðan atvinnuferil, það er hægt að gera bæði.“ It's not either or. Starting a family when playing a professional sport is difficult. I really want to prove that you can come back from pregnancy and play at the top level https://t.co/q09BIhGOtm— Sara Björk (@sarabjork18) October 4, 2021 Sara Björk Gunnarsdóttir er gengin átta mánuði á leið en hún á að eiga í nóvember næstkomandi. Hún hefur spilað alls 136 A-landsleiki og ef allt gengur að óskum gætu þeir orðið enn fleiri er Evrópumót kvenna í knattspyrnu fer fram í Englandi næsta sumar.
Fótbolti EM 2021 í Englandi Tímamót Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Í beinni: Tottenham - Roma | Stórleikur í Lundúnum Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Sjá meira