Vill að blaðamennirnir láti allt flakka Snorri Másson skrifar 4. október 2021 15:21 Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks. Stöð 2 Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, er mótfallinn þeirri aðferðafræði aðstandenda Pandora-skjalanna svokölluðu að birta ekki öll gögn lekans eins og þau leggja sig. Í staðinn fær almenningur upplýsingarnar í smáskömmtum í ólíkum fjölmiðlum, eftir því sem þeir vinna úr þeim. Pandórulekinn, sem er sagður stærsti fjármálagagnaleki allra tíma, hefur afhjúpað leynileg auðæfi og fjármálagerninga margs valdamesta fólks heimsins. Þar á meðal eru þjóðarleiðtogar og stjórnmálamenn frá 91 landi. Þetta er um leið stærsta fjölmiðlasamstarf sögunnar; 600 blaðamenn frá 150 ólíkum fjölmiðlum í 117 löndum koma að verkefninu. Enn er óvíst hvort Ísland sé á meðal þessara landa, enda á fulltrúi íslenskra fjölmiðla í verkefninu eftir að birta sína umfjöllun. Stundin birtir sérblað um málið á föstudaginn í samstarfi við Reykjavík Media, en Jón Trausti Reynisson ritstjóri blaðsins kveðst í samtali við fréttastofu ekki geta upplýst um hvort þar sé fjallað um fjármál Íslendinga. Sjálfsagt að birta öll gögnin Kristinn Hrafnsson segir í samtali við Vísi að hann fagni vissulega birtingu Pandóruskjalanna en að á sama tíma sé í raun ekki hægt að fagna birtingunni fyrr en hún er öll. „Maður hefur ákveðinn skilning á að þetta sé gert í einhverjum skrefum yfir einhvern tíma, en kjarninn í þeirri stefnu sem við aðhyllumst er sá að þetta séu upplýsingar sem eigi bara að vera opinberar almenningi ef þær eru fréttnæmar yfir höfuð,“ segir Kristinn. Hann hvetur því alla sem eru aðilar að þessu samstarfi til að birta gögnin. „Mér finnst það sjálfsagt. Ef þú færð hrá gögn í hendurnar sem blaðamaður og vinnur síðan úr þeim fréttir, á í flestum tilvikum að vera auðvelt á tímum internetsins að gefa almenningi líka aðgang að frumgögnunum, það er bara vísindaleg nálgun,“ segir Kristinn. Kristinn bætir við að þegar ákveðið sé að hlífa valdafólki við svona birtingum í nafni persónuverndar afhjúpi það valdamisræmið sem ríki á milli almennings og fulltrúa ofurstétta. Almenningur geti lítið sem ekkert gert til að vernda eigin persónuupplýsingar, sem ganga kaupum og sölum án þess að hann fái nokkru um það ráðið, en valdafólk njóti verndar á borð við þessa. Í gögnunum er að finna upplýsingar um fjármál 35 núverandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtoga og rúmlega 330 stjórnmálamanna frá ólíkum löndum. Þá eru einnig upplýsingar um fólk á flótta undan réttvísinni, fjárglæpamenn og morðingja í Pandóruskjölunum. Hugsanlega er ástæða til að taka yfirlýsingum um „stærsta leka sögunnar“ með fyrirvara að mati Kristins, sem segir oft hægan leik að reikna sig upp í hæstu hæðir með því að leggja saman terabætin með útsmognum hætti. Að því sögðu dregur hann ekki í efa verulegt umfang málsins. Panama-skjölin WikiLeaks Fjölmiðlar Pandóruskjölin Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Pandórulekinn, sem er sagður stærsti fjármálagagnaleki allra tíma, hefur afhjúpað leynileg auðæfi og fjármálagerninga margs valdamesta fólks heimsins. Þar á meðal eru þjóðarleiðtogar og stjórnmálamenn frá 91 landi. Þetta er um leið stærsta fjölmiðlasamstarf sögunnar; 600 blaðamenn frá 150 ólíkum fjölmiðlum í 117 löndum koma að verkefninu. Enn er óvíst hvort Ísland sé á meðal þessara landa, enda á fulltrúi íslenskra fjölmiðla í verkefninu eftir að birta sína umfjöllun. Stundin birtir sérblað um málið á föstudaginn í samstarfi við Reykjavík Media, en Jón Trausti Reynisson ritstjóri blaðsins kveðst í samtali við fréttastofu ekki geta upplýst um hvort þar sé fjallað um fjármál Íslendinga. Sjálfsagt að birta öll gögnin Kristinn Hrafnsson segir í samtali við Vísi að hann fagni vissulega birtingu Pandóruskjalanna en að á sama tíma sé í raun ekki hægt að fagna birtingunni fyrr en hún er öll. „Maður hefur ákveðinn skilning á að þetta sé gert í einhverjum skrefum yfir einhvern tíma, en kjarninn í þeirri stefnu sem við aðhyllumst er sá að þetta séu upplýsingar sem eigi bara að vera opinberar almenningi ef þær eru fréttnæmar yfir höfuð,“ segir Kristinn. Hann hvetur því alla sem eru aðilar að þessu samstarfi til að birta gögnin. „Mér finnst það sjálfsagt. Ef þú færð hrá gögn í hendurnar sem blaðamaður og vinnur síðan úr þeim fréttir, á í flestum tilvikum að vera auðvelt á tímum internetsins að gefa almenningi líka aðgang að frumgögnunum, það er bara vísindaleg nálgun,“ segir Kristinn. Kristinn bætir við að þegar ákveðið sé að hlífa valdafólki við svona birtingum í nafni persónuverndar afhjúpi það valdamisræmið sem ríki á milli almennings og fulltrúa ofurstétta. Almenningur geti lítið sem ekkert gert til að vernda eigin persónuupplýsingar, sem ganga kaupum og sölum án þess að hann fái nokkru um það ráðið, en valdafólk njóti verndar á borð við þessa. Í gögnunum er að finna upplýsingar um fjármál 35 núverandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtoga og rúmlega 330 stjórnmálamanna frá ólíkum löndum. Þá eru einnig upplýsingar um fólk á flótta undan réttvísinni, fjárglæpamenn og morðingja í Pandóruskjölunum. Hugsanlega er ástæða til að taka yfirlýsingum um „stærsta leka sögunnar“ með fyrirvara að mati Kristins, sem segir oft hægan leik að reikna sig upp í hæstu hæðir með því að leggja saman terabætin með útsmognum hætti. Að því sögðu dregur hann ekki í efa verulegt umfang málsins.
Panama-skjölin WikiLeaks Fjölmiðlar Pandóruskjölin Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira