Þorvaldur hættir að þjálfa Stjörnuna en verður rekstrarstjóri hjá félaginu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. október 2021 13:15 Þorvaldur Örlygsson heldur áfram að starfa fyrir Stjörnuna þótt hann sé hættur að þjálfa karlalið félagsins. vísir/hulda margrét Þorvaldur Örlygsson er hættur sem þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í fótbolta. Hann verður þó áfram hjá félaginu því hann hefur verið ráðinn rekstrarstjóri knattspyrnudeildar þess. Þorvaldur var ráðinn þjálfari Stjörnunnar síðasta haust við hlið Rúnars Páls Sigmundssonar. Hann stýrði liðinu svo einn eftir að Rúnar Páll hætti eftir einn leik í Pepsi Max-deildinni. Stjarnan var í neðri hluta deildarinnar allt tímabilið og endaði að lokum í 7. sæti sem versti árangur liðsins síðan 2010. „Ég hef notið tímans vel og þó svo að tímabilið hafi gengið upp og ofan þá er Stjarnan öflugt félag með ótrúlega sterkan kjarna starfsmanna og sjálfboðaliða sem hafa búið til umgjörð í kringum fótboltann í Garðabæ sem er eftirsóknarvert umhverfi að starfa í,“ segir Þorvaldur í yfirlýsingu Stjörnunnar. „Það kemur oft best í ljós þegar menn lenda í brekku úr hverju þeir eru gerðir og það var algerlega til fyrirmyndar hvernig félagið hélt á sínum málum núna í sumar og ég veit að sú stefna sem er til staðar er líkleg til afreka enda efniviðurinn nægur og kjarni liðsins öflugur.“ Í yfirlýsingunni þakkar Helgi Hrannarr Jónsson, formaður meistaraflokksráðs Stjörnunnar, Þorvaldi fyrir vel unnin störf og segist hlakka til að vinna áfram með honum. „Það er ljóst að sumarið var okkur erfitt fyrir margra hluta sakir sem verða ekki raktar hér en í öllum samskiptum höfum við unnið náið og vel með Þorvaldi og hefur samstarfið gengið vel og verið ánægja með þá hluti sem hafa verið ræktaðir þessa mánuði sem hann hefur stýrt liðinu og því er ánægjulegt að vita til þess að hann mun halda áfram störfum fyrir félagið og vinna að þeirri stefnu sem við höfum mótað okkur til framtíðar.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
Þorvaldur var ráðinn þjálfari Stjörnunnar síðasta haust við hlið Rúnars Páls Sigmundssonar. Hann stýrði liðinu svo einn eftir að Rúnar Páll hætti eftir einn leik í Pepsi Max-deildinni. Stjarnan var í neðri hluta deildarinnar allt tímabilið og endaði að lokum í 7. sæti sem versti árangur liðsins síðan 2010. „Ég hef notið tímans vel og þó svo að tímabilið hafi gengið upp og ofan þá er Stjarnan öflugt félag með ótrúlega sterkan kjarna starfsmanna og sjálfboðaliða sem hafa búið til umgjörð í kringum fótboltann í Garðabæ sem er eftirsóknarvert umhverfi að starfa í,“ segir Þorvaldur í yfirlýsingu Stjörnunnar. „Það kemur oft best í ljós þegar menn lenda í brekku úr hverju þeir eru gerðir og það var algerlega til fyrirmyndar hvernig félagið hélt á sínum málum núna í sumar og ég veit að sú stefna sem er til staðar er líkleg til afreka enda efniviðurinn nægur og kjarni liðsins öflugur.“ Í yfirlýsingunni þakkar Helgi Hrannarr Jónsson, formaður meistaraflokksráðs Stjörnunnar, Þorvaldi fyrir vel unnin störf og segist hlakka til að vinna áfram með honum. „Það er ljóst að sumarið var okkur erfitt fyrir margra hluta sakir sem verða ekki raktar hér en í öllum samskiptum höfum við unnið náið og vel með Þorvaldi og hefur samstarfið gengið vel og verið ánægja með þá hluti sem hafa verið ræktaðir þessa mánuði sem hann hefur stýrt liðinu og því er ánægjulegt að vita til þess að hann mun halda áfram störfum fyrir félagið og vinna að þeirri stefnu sem við höfum mótað okkur til framtíðar.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira