Hinn 21 árs gamli Elías Rafn fékk tækifærið í upphafi tímabils og hefur heldur betur nýtt það. Hann hefur haldið hreinu leik eftir leik og var valinn leikmaður septembermánaðar í dönsku úrvalsdeildinni.
Jonas Lössl er áratug eldri en Elías Rafn og samdi við Midtjylland fyrr á þessu ári eftir að hafa vermt varamannabekk Everton frá 2019. Hann lék með danska félaginu við góðan orðstír frá 2008 til 2014 áður en hann fór til Frakklands, Þýskaland og svo Englands.
Lössl, reiknaði með því að vera í aðalhlutverki hjá Midtjylland en eftir að hafa meiðst með danska landsliðinu hefur Elías Rafn komið inn og staðið sig með prýði.
Þó Elías Rafn hafi ekki enn fengið á sig mark í þeim fimm deildarleikjum sem hann hefur spilað þá hefur Lössl ekki miklar áhyggjur og reiknar með að fá tækifæri í byrjunarliðinu á nýjan leik þegar hann er klár til þess.
Lössl hefur spilað sex deildarleiki á leiktíðinni. Þrívegis hélt hann marki sínu hreinu en í hinum þremur leikjunum fékk hann á sig fim mörk.
Jonas Lössl har ingen bekymringer i den midtjyske målmandsduel - han forventer bestemt, at han skal spille, når han er klar #sldk #FCMAGF https://t.co/IOSvX6MYy7
— discovery+ sport (@dplus_sportDK) October 3, 2021
Midtjylland er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með 27 stig að loknum 11 umferðum. Elías Rafn hefur alls spilað fimm leiki í deild og haldið marki sinu hreinu i þeim öllum.