Gagnrýnir fólk sem neitar að láta bólusetja sig og líkir því við að keyra fullur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. október 2021 09:31 Klopp liggur ekki á skoðunum sínum. Gareth Copley/AP Þjóðverjinn Jürgen Klopp, þjálfari enska knattspyrnufélagsins Liverpool, hefur sent væna pillu á fólk sem neitar að láta bólusetja sig við kórónuveirunni. Líkir hann því við að keyra fullur þar sem þeir einstaklingar setja fjölda fólks í hættu með ákvörðun sinni. Klopp sjálfur segist hafa ráðfært sig við sérfræðing um hvað væri best að gera varðandi Covid-19. „Þannig virkar það: Þegar þú veist ekki hvað á að gera þá ráðfærir þú þig við sérfræðing sem segir þér hvað sé best að gera í tiltekinni stöðu. Það er ástæðan fyrir því að ég lét bólusetja mig, ég er í aldurshóp þar sem veiran gæti reynst erfið viðureignar og ég var mjög glaður þegar ég fékk bólusetninguna. Sérfræðingarnir segja að sem stendur sé bólusetning lausnin við vandamálinu,“ sagði Klopp í viðtali nýverið. We have 99% vaccinated. I don't take the vaccination only to protect me, I take it to protect all people around me. I don't understand why that is a limitation of freedom. If it is then not being allowed to drink drive is a limitation of freedom. #LFC https://t.co/QdSwSTZMIN— James Pearce (@JamesPearceLFC) October 2, 2021 Þá gagnrýndi Klopp fólk sem neitar að láta bólusetja sig. „Þetta er eins og að keyra fullur. Við höfum örugglega öll verið í aðstöðu þar sem við höfum fengið okkur bjór eða tvö og íhugað að keyra en vegna laganna þá megum við ekki keyra svo við keyrum ekki. Þessi lög eru ekki til að vernda mig þegar ég vil keyra eftir að hafa fengið mér tvo bjóra heldur til að vernda allt hitt fólkið á götunni.“ „Ég lét ekki bólusetja mig eingöngu til að vernda sjálfan mig. Ég gerði það einnig til að vernda allt fólkið í kringum mig. Ef ég læt ekki bólusetja mig og fæ Covid-19 þá er það mér að kenna, ef ég smita aðra er það líka mér að kenna en ekki þeim.“ Klopp vill opna umræðuna varðandi stöðu fólks er kemur að bólusetningu. „Við megum ekki spyrja fólk hvort það sé bólusett en ég má spyrja leigubílstjóra hvort hann sé ölvaður. Ef ég mæti fullur til vinnu má senda mig heim eða sekta mig en við megum ekki spyrja fólk (hvort það sé bólusett). Kannski er ég svona barnalegur en ég bara skil þetta ekki.“ Jurgen Klopp has a superb response to the question of footballers (and wider society) being vaccinated, using the analogy of a drunk driver:"The law is not there to protect me, it s there for protecting all the other people because I m drunk or pissed and want to drive a car." pic.twitter.com/r7dbLmTY2z— This Is Anfield (@thisisanfield) October 2, 2021 Liverpool tekur á móti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni síðar í dag. Þar fær Klopp að kljást við önnur vandamál heldur en þau sem tengjast kórónuveirunni. Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira
Klopp sjálfur segist hafa ráðfært sig við sérfræðing um hvað væri best að gera varðandi Covid-19. „Þannig virkar það: Þegar þú veist ekki hvað á að gera þá ráðfærir þú þig við sérfræðing sem segir þér hvað sé best að gera í tiltekinni stöðu. Það er ástæðan fyrir því að ég lét bólusetja mig, ég er í aldurshóp þar sem veiran gæti reynst erfið viðureignar og ég var mjög glaður þegar ég fékk bólusetninguna. Sérfræðingarnir segja að sem stendur sé bólusetning lausnin við vandamálinu,“ sagði Klopp í viðtali nýverið. We have 99% vaccinated. I don't take the vaccination only to protect me, I take it to protect all people around me. I don't understand why that is a limitation of freedom. If it is then not being allowed to drink drive is a limitation of freedom. #LFC https://t.co/QdSwSTZMIN— James Pearce (@JamesPearceLFC) October 2, 2021 Þá gagnrýndi Klopp fólk sem neitar að láta bólusetja sig. „Þetta er eins og að keyra fullur. Við höfum örugglega öll verið í aðstöðu þar sem við höfum fengið okkur bjór eða tvö og íhugað að keyra en vegna laganna þá megum við ekki keyra svo við keyrum ekki. Þessi lög eru ekki til að vernda mig þegar ég vil keyra eftir að hafa fengið mér tvo bjóra heldur til að vernda allt hitt fólkið á götunni.“ „Ég lét ekki bólusetja mig eingöngu til að vernda sjálfan mig. Ég gerði það einnig til að vernda allt fólkið í kringum mig. Ef ég læt ekki bólusetja mig og fæ Covid-19 þá er það mér að kenna, ef ég smita aðra er það líka mér að kenna en ekki þeim.“ Klopp vill opna umræðuna varðandi stöðu fólks er kemur að bólusetningu. „Við megum ekki spyrja fólk hvort það sé bólusett en ég má spyrja leigubílstjóra hvort hann sé ölvaður. Ef ég mæti fullur til vinnu má senda mig heim eða sekta mig en við megum ekki spyrja fólk (hvort það sé bólusett). Kannski er ég svona barnalegur en ég bara skil þetta ekki.“ Jurgen Klopp has a superb response to the question of footballers (and wider society) being vaccinated, using the analogy of a drunk driver:"The law is not there to protect me, it s there for protecting all the other people because I m drunk or pissed and want to drive a car." pic.twitter.com/r7dbLmTY2z— This Is Anfield (@thisisanfield) October 2, 2021 Liverpool tekur á móti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni síðar í dag. Þar fær Klopp að kljást við önnur vandamál heldur en þau sem tengjast kórónuveirunni.
Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira