Patrik sá rautt í sigri | Mikael Egill kom inn og Spal bjargaði stigi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. október 2021 19:45 Patrik Sigurður sá rautt. Vikingfotball.no Það gekk mikið á hjá íslenskum knattspyrnumönnum í Evrópu í dag. Patrik Sigurður Gunnarsson sá rautt í Noregi á meðan Mikael Egill Ellertsson kom inn af bekknum er Spal gerði 2-2 jafntefli við Gianluigi Buffon og félaga í Parma í ítölsku B-deildinni. Í norsku úrvalsdeildinni var Íslendingaslagur þar sem Viking mætti Sandefjord. Patrik Sigurður Gunnarsson stóð vaktina í liði heimamanna meðan Viðar Ari Jónsson byrjaði í hægri bakverði hjá gestunum. Þá var Samúel Kári Friðjónsson á bekknum hjá Viking. Patrik Sigurður fékk því miður beint rautt spjald strax á 18. mínútu og heimamenn því manni færri það sem eftir lifði leiks. Það kom ekki að sök þar sem þeir unnu 2-1 sigur. Samúel Kári kom inn af bekknum í hálfleik en Viðar Ari lék allan leikinn í liði Sandefjord. Viking er í 5. sæti með 35 stig að loknum 21 leik á meðan Sandefjord er í 11. sæti með 25 stig. SPAL var komið í gríðarleg vandræði þegar Mikael Egill kom loks inn af bekknum á 81. mínútu. Staðan þá 2-0 Parma í vil og Buffon ekki þurft að hafa mikið fyrir hlutunum það sem af var leik. Aðeins mínútu eftir að Mikael Egill kom inn á minnkaði Federico Viviani muninn í 2-1. Venjulegur leiktími var liðinn þegar Lorenzo Colombo jafnaði metin fyrir heimamenn. Skömmu síðar fékk Franco Vazquez rautt spjald í liði gestanna og þeir því manni færri er flautað var til leiksloka, lokatölur 2-2. Spal er í 14. sæti Serie B með níu stig að loknum sjö leikjum á meðan Parma er í 12. sæti með jafn mörg stig. Hjörtur Hermansson og félagar í Pisa eru á toppnum með 19 stig. Hjörtur var sat á bekknum er liðið vann 2-0 sigur á Reggina í dag. Þá lék Alexandra Jóhannsdóttir tæplega hálftíma er Eintracht Frankfurt tapaði 2-1 fyrir Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni. Var þetta fyrsta tap Frankfurt í deildinni en liðið er með níu stig að loknum fjórum umferðum. Alexandra í leik með íslenska landsliðinu.Andre Weening/Getty Images Fótbolti Norski boltinn Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Í norsku úrvalsdeildinni var Íslendingaslagur þar sem Viking mætti Sandefjord. Patrik Sigurður Gunnarsson stóð vaktina í liði heimamanna meðan Viðar Ari Jónsson byrjaði í hægri bakverði hjá gestunum. Þá var Samúel Kári Friðjónsson á bekknum hjá Viking. Patrik Sigurður fékk því miður beint rautt spjald strax á 18. mínútu og heimamenn því manni færri það sem eftir lifði leiks. Það kom ekki að sök þar sem þeir unnu 2-1 sigur. Samúel Kári kom inn af bekknum í hálfleik en Viðar Ari lék allan leikinn í liði Sandefjord. Viking er í 5. sæti með 35 stig að loknum 21 leik á meðan Sandefjord er í 11. sæti með 25 stig. SPAL var komið í gríðarleg vandræði þegar Mikael Egill kom loks inn af bekknum á 81. mínútu. Staðan þá 2-0 Parma í vil og Buffon ekki þurft að hafa mikið fyrir hlutunum það sem af var leik. Aðeins mínútu eftir að Mikael Egill kom inn á minnkaði Federico Viviani muninn í 2-1. Venjulegur leiktími var liðinn þegar Lorenzo Colombo jafnaði metin fyrir heimamenn. Skömmu síðar fékk Franco Vazquez rautt spjald í liði gestanna og þeir því manni færri er flautað var til leiksloka, lokatölur 2-2. Spal er í 14. sæti Serie B með níu stig að loknum sjö leikjum á meðan Parma er í 12. sæti með jafn mörg stig. Hjörtur Hermansson og félagar í Pisa eru á toppnum með 19 stig. Hjörtur var sat á bekknum er liðið vann 2-0 sigur á Reggina í dag. Þá lék Alexandra Jóhannsdóttir tæplega hálftíma er Eintracht Frankfurt tapaði 2-1 fyrir Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni. Var þetta fyrsta tap Frankfurt í deildinni en liðið er með níu stig að loknum fjórum umferðum. Alexandra í leik með íslenska landsliðinu.Andre Weening/Getty Images
Fótbolti Norski boltinn Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira