Hrútar og gimbrar í aðalhlutverki á Raufarhöfn í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. október 2021 12:31 Fallegir hrútar víða að munu koma fram á hrútasýningunni á Raufarhöfn í dag þar sem dómarar munu þukla og stiga þá. Einning verður fegurðarsamkeppni gimbra. Halla Eygló Sveinsdóttir Íslenska sauðkindin verður í aðalhlutverki á Raufarhöfn í dag því þar fer fram hrútadagur með tilheyrandi hrútasýningu. Einnig verður fegurðarsamkeppni gimbra. Mikið af fallegu sauðfé er á sauðfjárræktarbúum í sveitunum í kringum Raufarhöfn og því þykir vel við hæfi að vera með sérstakan hrútadag í þorpinu, sem er líka hluti af bæjarhátíð staðarins. Ingibjörg H. Sigurðardóttir er í forsvari fyrir Hrútadaginn. „Hér verður mikið um að vera í dag enda fólkið byrjað að týnast inn á staðinn, ásamt hrútunum. Það verður hrútasýning og svo verða krakkarnir með fegurðarsamkeppni gimbra og veitt verða verðlaun fyrir það. Svo verður fullt af sölubásum og alls konar sem fylgir þessu. Svo í kvöld verða Hvanndalsbræður með tónleika í félagsheimilinu hjá okkur,“ segir Ingibjörg. „Já, það er það, hér er fallegt sauðfé og hér eru forystukindurnar líka. Hrútadagurinn hefur verið mjög vinsæll í gegnum árin og ég vona að svo verði líka í dag. Íslenska sauðkindin er náttúrulega bara flottasta kind, sem finnst í veröldinni vil ég meina. Við eigum bara að vera stolt af íslensku sauðkindinni, sem hefur haldið í okkur lífi í gegnum aldirnar,“ bætir Ingibjörg við aðspurð um sauðféð á svæðinu. Þá má geta þess að á morgun verður léttmessa í kirkjunni á Raufarhöfn í tilefni af hrútadeginum og menningarviku, sem lýkur þá formlega á morgun, sunnudag. Hrútadagurinn hefur alltaf notið mikilla vinsælda á Raufarhöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Norðurþing Landbúnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Mikið af fallegu sauðfé er á sauðfjárræktarbúum í sveitunum í kringum Raufarhöfn og því þykir vel við hæfi að vera með sérstakan hrútadag í þorpinu, sem er líka hluti af bæjarhátíð staðarins. Ingibjörg H. Sigurðardóttir er í forsvari fyrir Hrútadaginn. „Hér verður mikið um að vera í dag enda fólkið byrjað að týnast inn á staðinn, ásamt hrútunum. Það verður hrútasýning og svo verða krakkarnir með fegurðarsamkeppni gimbra og veitt verða verðlaun fyrir það. Svo verður fullt af sölubásum og alls konar sem fylgir þessu. Svo í kvöld verða Hvanndalsbræður með tónleika í félagsheimilinu hjá okkur,“ segir Ingibjörg. „Já, það er það, hér er fallegt sauðfé og hér eru forystukindurnar líka. Hrútadagurinn hefur verið mjög vinsæll í gegnum árin og ég vona að svo verði líka í dag. Íslenska sauðkindin er náttúrulega bara flottasta kind, sem finnst í veröldinni vil ég meina. Við eigum bara að vera stolt af íslensku sauðkindinni, sem hefur haldið í okkur lífi í gegnum aldirnar,“ bætir Ingibjörg við aðspurð um sauðféð á svæðinu. Þá má geta þess að á morgun verður léttmessa í kirkjunni á Raufarhöfn í tilefni af hrútadeginum og menningarviku, sem lýkur þá formlega á morgun, sunnudag. Hrútadagurinn hefur alltaf notið mikilla vinsælda á Raufarhöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Norðurþing Landbúnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira