Suárez ýtti Börsungum úr öskunni í eldinn | Juventus og Inter með útisigra Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. október 2021 21:00 Luis Suárez fór hamförum í kvöld. EPA-EFE/Ballesteros Spánarmeistarar Atlético Madríd unnu öruggan 2-0 sigur á lánlausum Börsungum er liðin mættust í La Liga í kvöld. Í Serie A unnu Ítalíumeistarar Inter Milan góðan 2-1 útisigur á Sassuolo og Juventus vann gríðar mikilvægan 1-0 útisigur í borgarslagnum um Tórínó. Luis Suárez hefur ekki leiðst að skora og leggja upp gegn sínum fyrrum vinnuveitendum í kvöld. Hann og Thomas Lemar lögðu grunninn – og byggðu húsið – að sigri Atlético í kvöld. Um miðbik fyrri hálfleiks átti Suárez frábæra sendingu í gegnum vörn Börsunga þar sem Lemar kom aðsvífandi og skoraði með góðu vinstri fótar skoti. Staðan orðin 1-0 og þannig var hún þangað til undir lok fyrri hálfleiks þegar Lemar endurgalt greiðan. Suárez hafði reyndar fengið gullið tækifæri til að tvöfalda forystuna eftir naumlega hálftíma leik en brást ekki bogalistin þegar Lemar sendi hann einan í gegn á 44. mínútu leiksins. Staðan orðin 2-0 og þannig var hún er flautað var til hálfleiks sem og leiksloka. Goal scorer and goal creator. Goal creator and goal scorer. #AtletiBarça | #LaLigaSantander pic.twitter.com/uWFayQKBRA— LaLiga English (@LaLigaEN) October 2, 2021 Öruggur 2-0 sigur heimamanna þó svo að Börsungar hafi verið boltann næstum 70 prósent af leiknum. Þeim tókst ekki að ógna vörn gestanna nægilega vel og þau fáu skot sem rötuðu á markið enduðu í öruggum höndum Jan Oblak. Með sigrinum tekst Atlético að jafna nágranna sína í Real að stigum en bæði lið eru með 17 stig. Real á þó leik til góða. Barcelona er hins vegar fallið í 10. sæti deildarinnar með 12 stig að loknum sjö leikjum. Á Ítalíu unnu stórliðin Juventus og Inter góða útisigra. Juventus lagði granna sína í Tórínó þökk sé marki miðjumannsins Manuel Locatelli þegar aðeins fjórar mínútur voru til leiksloka, lokatölur 1-0 gestunum í vil. Locatelli tryggði Juventus sigurinn.EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Það var einnig dramatík í leik Inter en Domenico Berardi kom heimamönnum yfir á 22. mínútu með marki úr vítaspyrnu og var staðan 1-0 í hálfleik. Edin Džeko jafnaði metin fyrir meistarana þegar tæp klukkustund var liðin. Það var svo Lautaro Martinez sem sem sá til þess að meistararnir fóru heim með þrjú stigin en hann skoraði úr vítaspyrnu á 78. mínútu leiksins. 12 - Inter have scored 2+ goals in 12 league matches in a row, overtaking their longest such run in the competition (11), recorded in 1943. Troops.#SerieA #SassuoloInter— OptaPaolo (@OptaPaolo) October 2, 2021 Inter er nú í 2. sæti með 17 stig, stigi á eftir Napoli sem á leik til góða. Juventus er hafið að klífa töfluna og situr nú í 8. sæti með 11 stig. Spænski boltinn
Spánarmeistarar Atlético Madríd unnu öruggan 2-0 sigur á lánlausum Börsungum er liðin mættust í La Liga í kvöld. Í Serie A unnu Ítalíumeistarar Inter Milan góðan 2-1 útisigur á Sassuolo og Juventus vann gríðar mikilvægan 1-0 útisigur í borgarslagnum um Tórínó. Luis Suárez hefur ekki leiðst að skora og leggja upp gegn sínum fyrrum vinnuveitendum í kvöld. Hann og Thomas Lemar lögðu grunninn – og byggðu húsið – að sigri Atlético í kvöld. Um miðbik fyrri hálfleiks átti Suárez frábæra sendingu í gegnum vörn Börsunga þar sem Lemar kom aðsvífandi og skoraði með góðu vinstri fótar skoti. Staðan orðin 1-0 og þannig var hún þangað til undir lok fyrri hálfleiks þegar Lemar endurgalt greiðan. Suárez hafði reyndar fengið gullið tækifæri til að tvöfalda forystuna eftir naumlega hálftíma leik en brást ekki bogalistin þegar Lemar sendi hann einan í gegn á 44. mínútu leiksins. Staðan orðin 2-0 og þannig var hún er flautað var til hálfleiks sem og leiksloka. Goal scorer and goal creator. Goal creator and goal scorer. #AtletiBarça | #LaLigaSantander pic.twitter.com/uWFayQKBRA— LaLiga English (@LaLigaEN) October 2, 2021 Öruggur 2-0 sigur heimamanna þó svo að Börsungar hafi verið boltann næstum 70 prósent af leiknum. Þeim tókst ekki að ógna vörn gestanna nægilega vel og þau fáu skot sem rötuðu á markið enduðu í öruggum höndum Jan Oblak. Með sigrinum tekst Atlético að jafna nágranna sína í Real að stigum en bæði lið eru með 17 stig. Real á þó leik til góða. Barcelona er hins vegar fallið í 10. sæti deildarinnar með 12 stig að loknum sjö leikjum. Á Ítalíu unnu stórliðin Juventus og Inter góða útisigra. Juventus lagði granna sína í Tórínó þökk sé marki miðjumannsins Manuel Locatelli þegar aðeins fjórar mínútur voru til leiksloka, lokatölur 1-0 gestunum í vil. Locatelli tryggði Juventus sigurinn.EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Það var einnig dramatík í leik Inter en Domenico Berardi kom heimamönnum yfir á 22. mínútu með marki úr vítaspyrnu og var staðan 1-0 í hálfleik. Edin Džeko jafnaði metin fyrir meistarana þegar tæp klukkustund var liðin. Það var svo Lautaro Martinez sem sem sá til þess að meistararnir fóru heim með þrjú stigin en hann skoraði úr vítaspyrnu á 78. mínútu leiksins. 12 - Inter have scored 2+ goals in 12 league matches in a row, overtaking their longest such run in the competition (11), recorded in 1943. Troops.#SerieA #SassuoloInter— OptaPaolo (@OptaPaolo) October 2, 2021 Inter er nú í 2. sæti með 17 stig, stigi á eftir Napoli sem á leik til góða. Juventus er hafið að klífa töfluna og situr nú í 8. sæti með 11 stig.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti