„Getum ekki beðið eftir því að spila“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. október 2021 13:32 Ásta Eir Árnadóttir hefur tvisvar sinnum orðið bikarmeistari með Breiðabliki. stöð 2 sport Ásta Eir Einarsdóttir getur í kvöld lyft fyrsta bikarnum eftir að hún við fyrirliðabandinu hjá Breiðabliki. Blikar mæta þá Þrótturum í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Ásta segir að það sé hugur í Blikum fyrir leik kvöldsins og þeir ætli sér að vinna sinn þrettánda bikarmeistaratitil. „Leikurinn leggst mjög vel í okkur. Þetta hefur verið löng bið eftir leiknum þannig að við getum ekki beðið eftir því að spila,“ sagði Ásta. Blikar hafa ekki spilað síðan 12. september þegar lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar fór fram. Þar vann Breiðablik einmitt Þrótt, 6-1. „Við tókum rólega æfingaviku eftir að deildin kláraðist en höfum núna æft af fullum krafti og spiluðum æfingaleik í síðustu viku. Það hefur verið góður andi á æfingum og undirbúningurinn góður,“ sagði Ásta. Stefna á titil á hverju sumri Blikar enduðu í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar og vilja ekki ganga titlalausar frá tímabilinu. „Við stefnum á titil á hverju einasta sumri og að það yrði mjög sterkt fyrir okkur að taka þennan titil. Við viljum vinna bikarmeistaratitilinn og það er stefnan,“ sagði Ásta. Mikill munur er á reynslu Breiðabliks og Þróttar þegar kemur að stórum leikjum. Þetta er fyrsti bikarúrslitaleikur Þróttara á meðan Blikar eru í sínum nítjánda úrslitaleik. Þrátt fyrir það og úrslitin í síðasta leik Breiðabliks og Þróttar á Ásta von á alvöru leik í kvöld. Þær eru virkilega góðar „Þetta verður bara hörkuleikur. Síðasti leikurinn í deildinni hefur ekkert að segja. Þetta er allt önnur keppni og þær eru virkilega góðar. Fyrri deildarleikurinn í sumar var hörkuleikur þar sem við unnum á síðustu mínútunni. Þetta verður stál í stál. Það er alltaf sjarmi yfir bikarnum og sérstaklega skemmtilegir leikir þannig að ég held að þetta verði mjög góð skemmtun,“ sagði Ásta. Í síðasta mánuði komst Breiðablik, fyrst íslenskra liða, í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Hún hefst í næstu viku en þá fær Breiðablik franska stórliðið Paris Saint-Germain í heimsókn. Ásta segir þrátt fyrir að þessi stóri leikur bíði sé öll einbeiting Blika á bikarúrslitaleiknum. „Þetta hefur verið áskorun en við erum ekkert að pæla í þeim leik eins og staðan er núna. Það er full einbeiting á bikarúrslitaleikinn og svo tekur spennandi verkefni við eftir helgi,“ sagði Ásta að endingu. Leikur Breiðabliks og Þróttar hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Breiðablik Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Ásta segir að það sé hugur í Blikum fyrir leik kvöldsins og þeir ætli sér að vinna sinn þrettánda bikarmeistaratitil. „Leikurinn leggst mjög vel í okkur. Þetta hefur verið löng bið eftir leiknum þannig að við getum ekki beðið eftir því að spila,“ sagði Ásta. Blikar hafa ekki spilað síðan 12. september þegar lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar fór fram. Þar vann Breiðablik einmitt Þrótt, 6-1. „Við tókum rólega æfingaviku eftir að deildin kláraðist en höfum núna æft af fullum krafti og spiluðum æfingaleik í síðustu viku. Það hefur verið góður andi á æfingum og undirbúningurinn góður,“ sagði Ásta. Stefna á titil á hverju sumri Blikar enduðu í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar og vilja ekki ganga titlalausar frá tímabilinu. „Við stefnum á titil á hverju einasta sumri og að það yrði mjög sterkt fyrir okkur að taka þennan titil. Við viljum vinna bikarmeistaratitilinn og það er stefnan,“ sagði Ásta. Mikill munur er á reynslu Breiðabliks og Þróttar þegar kemur að stórum leikjum. Þetta er fyrsti bikarúrslitaleikur Þróttara á meðan Blikar eru í sínum nítjánda úrslitaleik. Þrátt fyrir það og úrslitin í síðasta leik Breiðabliks og Þróttar á Ásta von á alvöru leik í kvöld. Þær eru virkilega góðar „Þetta verður bara hörkuleikur. Síðasti leikurinn í deildinni hefur ekkert að segja. Þetta er allt önnur keppni og þær eru virkilega góðar. Fyrri deildarleikurinn í sumar var hörkuleikur þar sem við unnum á síðustu mínútunni. Þetta verður stál í stál. Það er alltaf sjarmi yfir bikarnum og sérstaklega skemmtilegir leikir þannig að ég held að þetta verði mjög góð skemmtun,“ sagði Ásta. Í síðasta mánuði komst Breiðablik, fyrst íslenskra liða, í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Hún hefst í næstu viku en þá fær Breiðablik franska stórliðið Paris Saint-Germain í heimsókn. Ásta segir þrátt fyrir að þessi stóri leikur bíði sé öll einbeiting Blika á bikarúrslitaleiknum. „Þetta hefur verið áskorun en við erum ekkert að pæla í þeim leik eins og staðan er núna. Það er full einbeiting á bikarúrslitaleikinn og svo tekur spennandi verkefni við eftir helgi,“ sagði Ásta að endingu. Leikur Breiðabliks og Þróttar hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Breiðablik Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira