Kastnámskeið fyrir byrjendur Karl Lúðvíksson skrifar 1. október 2021 08:30 Þrátt fyrir að veiðitímabilið sé senn á enda er hugur í mörgum fyrir næsta sumar og þá er um að gera fyrir þau ykkar sem vilja læra að kasta flugu að drífa ykkur á námskeið. Íslenska fluguveiðiakademían verður með kastnámskeið fyrir byrjendur þar sem farið er yfir alla helsu undirstöðuþættina við fluguköst og fluguveiðar. Fluga er að verða allsráðandi í veiðiám á Íslandi svo það er ekki seinna vænna fyrir þá sem eiga eftir að læta réttu handtökin að læra hjá þaulreyndum veiðimönnum. Hér er tilkynning frá akademíunni: Íslenska fluguveiðiakademían kynnir flugukastnámskeið fyrir byrjendur. Kennarar eru allir með kennararéttindi frá FFI (Fly Fishers International).Staðsetning: Íþróttahús Rimaskóla, Rósarima 11.Tímasetning: Miðvikudagar milli 19:45 og 21:45. Byrjendanámskeið er undirstöðunámskeið fyrir byrjendur sem og lengra komna. Farið er yfir helstu grunnatriði í flugukasti og nemendum kennt að kasta rétt. Aðferðin sem kennd er mun gefa nemendum mikla færni á skömmum tíma. Námskeiðið hentar einnig veiðimönnum sem vilja bæta sig í grunnþekkingu. Á námskeiðunum fá nemendur persónulega og einstaklingsmiðaða kennslu þar sem aðeins fjórir nemendur verða á hverju námskeiði. Hverju námskeiði er stýrt af einum kennara en allir kennarar eru með kennararéttindi frá Fly Fishers International. Helstu þættir: – Afslöppuð líkamsstaða og hreyfingar.– Viðnám og stærð á kastlykkjum.– Hugtökin kastvinkil, kastsveifla og kraftbeiting útskýrð.– Stjórn á flugulínunni í kasti.– Samræmi milli hægri og vinstri handar í köstunum.– Að fá línuna til að leggjast beint á vatnsflötinn. Fluguveiðiakademían útvegar stangir ef nemendur eiga ekki sjálfir. Vinasamlegast óskið eftir lánsstöngum fyrirfram Verð: 17.900 kr. námskeiðið. Hvert námskeið er tvær klukkustundir. Nemendum er bent á möguleikann á niðurgreiðslu frá stéttarfélögum og að yngri kynslóðin geti nýtt frístundarkortið eða samskonar styrki. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði
Íslenska fluguveiðiakademían verður með kastnámskeið fyrir byrjendur þar sem farið er yfir alla helsu undirstöðuþættina við fluguköst og fluguveiðar. Fluga er að verða allsráðandi í veiðiám á Íslandi svo það er ekki seinna vænna fyrir þá sem eiga eftir að læta réttu handtökin að læra hjá þaulreyndum veiðimönnum. Hér er tilkynning frá akademíunni: Íslenska fluguveiðiakademían kynnir flugukastnámskeið fyrir byrjendur. Kennarar eru allir með kennararéttindi frá FFI (Fly Fishers International).Staðsetning: Íþróttahús Rimaskóla, Rósarima 11.Tímasetning: Miðvikudagar milli 19:45 og 21:45. Byrjendanámskeið er undirstöðunámskeið fyrir byrjendur sem og lengra komna. Farið er yfir helstu grunnatriði í flugukasti og nemendum kennt að kasta rétt. Aðferðin sem kennd er mun gefa nemendum mikla færni á skömmum tíma. Námskeiðið hentar einnig veiðimönnum sem vilja bæta sig í grunnþekkingu. Á námskeiðunum fá nemendur persónulega og einstaklingsmiðaða kennslu þar sem aðeins fjórir nemendur verða á hverju námskeiði. Hverju námskeiði er stýrt af einum kennara en allir kennarar eru með kennararéttindi frá Fly Fishers International. Helstu þættir: – Afslöppuð líkamsstaða og hreyfingar.– Viðnám og stærð á kastlykkjum.– Hugtökin kastvinkil, kastsveifla og kraftbeiting útskýrð.– Stjórn á flugulínunni í kasti.– Samræmi milli hægri og vinstri handar í köstunum.– Að fá línuna til að leggjast beint á vatnsflötinn. Fluguveiðiakademían útvegar stangir ef nemendur eiga ekki sjálfir. Vinasamlegast óskið eftir lánsstöngum fyrirfram Verð: 17.900 kr. námskeiðið. Hvert námskeið er tvær klukkustundir. Nemendum er bent á möguleikann á niðurgreiðslu frá stéttarfélögum og að yngri kynslóðin geti nýtt frístundarkortið eða samskonar styrki.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði