Fær ekki afslátt af leigu þrátt fyrir stanslausan hávaða Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. september 2021 14:52 Bora þurfti meðal annars í klöpp undir húsinu sem leigjandinn sagðist ekki hafa vitað af. Vísir/Vilhelm Kærunefnd húsamála úrskurðaði nýlega að leigusali þyrfti ekki að veita leigjanda afslátt af leigu vegna framkvæmda við leiguhúsnæði. Framkvæmdirnar höfðu staðið yfir í marga mánuði með tilheyrandi ónæði. Leigjandi sagði að framkvæmdirnar hefðu verið mjög hávaðasamar og stanslaus vinna hafi verið við húsið. Leigjandi hafi því þurft að flýja húsnæðið í tíma og ótíma og hafi mikil vanlíðan fylgt í kjölfarið. Framkvæmdirnar hefðu hafist snemma á morgnana eða rétt eftir klukkan átta á virkum dögum og klukkan tíu um helgar. Leigusali bar fyrir sig að framkvæmdirnar hefðu legið fyrir í upphafi og þeirra getið í leigusamningnum. Leiguverði væri þar að auki stillt í hóf í samræmi við mögulegt ónæði. Enn fremur hafi verið komið til móts við leigjendur, til dæmis með því að geyma hávaðameiri framkvæmdir þar til eftir hádegi. Fram kemur að Veitur hafi einnig byrjað framkvæmdir í nærliggjandi götum en verið var að skipta um jarðstreng vegna Landspítala. Leigusali segir að framkvæmdirnar virðast hafa runnið saman við framkvæmdir í húsnæðinu sjálfu. Leigusali reifar einnig að samskipti hafi torveldast þegar í ljós kom að leigusamningur yrði ekki endurnýjaður við leigjanda en fallið var frá mögulegri endurnýjun leigusamnings, meðal annars vegna meints partýhalds leigjanda. Kvartanir leigjanda hafi aukist jafnt og þétt í kjölfarið. Kærunefnd húsamála segir í úrskurði sínum að leigjanda hafi ekki tekist að sanna að húsnæðið hafi verið í öðru ástandi en lýst hefði verið í leigusamningi, enda hafi verið tekið fram að framkvæmdir stæðu yfir. Leigjanda hafi heldur ekki tekist að færa sönnur á að framkvæmdirnar hæfust óeðlilega snemma á morgnana. Kærunefndin komst því að þeirri niðurstöðu að leigjandi fengi ekki afslátt af leigugreiðslum. Húsnæðismál Leigumarkaður Tengdar fréttir Hækkuðu leiguna en aðgengi enn ekki bætt Embætti sýslumannsins í Vík getur ekki með góðu móti tekið við fötluðu fólki. Arion banki, sem á húsið, hækkaði leiguverðið svo fara mætti í framkvæmdir. Nú að fjórum árum liðnum hefur hins vegar enn ekkert gerst. 2. ágúst 2019 07:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Leigjandi sagði að framkvæmdirnar hefðu verið mjög hávaðasamar og stanslaus vinna hafi verið við húsið. Leigjandi hafi því þurft að flýja húsnæðið í tíma og ótíma og hafi mikil vanlíðan fylgt í kjölfarið. Framkvæmdirnar hefðu hafist snemma á morgnana eða rétt eftir klukkan átta á virkum dögum og klukkan tíu um helgar. Leigusali bar fyrir sig að framkvæmdirnar hefðu legið fyrir í upphafi og þeirra getið í leigusamningnum. Leiguverði væri þar að auki stillt í hóf í samræmi við mögulegt ónæði. Enn fremur hafi verið komið til móts við leigjendur, til dæmis með því að geyma hávaðameiri framkvæmdir þar til eftir hádegi. Fram kemur að Veitur hafi einnig byrjað framkvæmdir í nærliggjandi götum en verið var að skipta um jarðstreng vegna Landspítala. Leigusali segir að framkvæmdirnar virðast hafa runnið saman við framkvæmdir í húsnæðinu sjálfu. Leigusali reifar einnig að samskipti hafi torveldast þegar í ljós kom að leigusamningur yrði ekki endurnýjaður við leigjanda en fallið var frá mögulegri endurnýjun leigusamnings, meðal annars vegna meints partýhalds leigjanda. Kvartanir leigjanda hafi aukist jafnt og þétt í kjölfarið. Kærunefnd húsamála segir í úrskurði sínum að leigjanda hafi ekki tekist að sanna að húsnæðið hafi verið í öðru ástandi en lýst hefði verið í leigusamningi, enda hafi verið tekið fram að framkvæmdir stæðu yfir. Leigjanda hafi heldur ekki tekist að færa sönnur á að framkvæmdirnar hæfust óeðlilega snemma á morgnana. Kærunefndin komst því að þeirri niðurstöðu að leigjandi fengi ekki afslátt af leigugreiðslum.
Húsnæðismál Leigumarkaður Tengdar fréttir Hækkuðu leiguna en aðgengi enn ekki bætt Embætti sýslumannsins í Vík getur ekki með góðu móti tekið við fötluðu fólki. Arion banki, sem á húsið, hækkaði leiguverðið svo fara mætti í framkvæmdir. Nú að fjórum árum liðnum hefur hins vegar enn ekkert gerst. 2. ágúst 2019 07:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Hækkuðu leiguna en aðgengi enn ekki bætt Embætti sýslumannsins í Vík getur ekki með góðu móti tekið við fötluðu fólki. Arion banki, sem á húsið, hækkaði leiguverðið svo fara mætti í framkvæmdir. Nú að fjórum árum liðnum hefur hins vegar enn ekkert gerst. 2. ágúst 2019 07:00