Mjög mikilvægt að nefndin sé hlutlaus Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. september 2021 11:31 Willum Þór Þórsson er starfandi forseti Alþingis. vísir/vilhelm Starfandi forseti Alþingis segir mikilvægt að kjörbréfanefnd njóti trausts og sé hlutlæg. Hann telur að það yrði erfitt fyrir jöfnunarþingmenn eða þingmenn Norðvesturkjördæmis að taka sæti í nefndinni. Landskjörstjórn mun úthluta þingsætum á morgun og gefa út kjörbréf til þingmanna. Þar mun hún að öllum líkindum styðjast við seinni talninguna í Norðvesturkjördæmi, þó nefndin hafi sjálf sagt að kjörstjórnin þar hafi ekki sýnt fram á það með fullnægjandi hætti að öryggi atkvæðanna hafi verið tryggt milli talninganna. Að því loknu getur forseti Alþingis kallað saman undirbúningskjörbréfanefnd, sem mun undirbúa rannsókn kjörbréfa. Erfitt verkefni fram undan Vegna óvissunnar sem er komin upp eftir endurtalninguna er nokkuð ljóst að rannsókn og störf nefndarinnar verði öllu umfangsmeiri nú en nokkru sinni fyrr. Magnús Davíð Norðdal, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, sem náði ekki kjöri, hefur einnig gefið það út að hann muni kæra kosninguna til nefndarinnar. „Ég held að sem aldrei fyrr muni reyna á starf þessarar nefndar. Hún náttúrulega vandar alltaf vel til verka en það verður kannski bara að ítreka það að það er mjög mikilvægt og við tökum það mjög alvarlega að vanda til allrar málsmeðferðar,“ segir Willum Þór Þórsson, starfandi forseti Alþingis. Kærufrestur til nefndarinnar eru fjórar vikur eftir kosningar og því ljóst að nefndin taki sér allavega þann tíma til starfa. Hlutleysi nefndarinnar mikilvægt En hvað finnst forseta þingsins um að þingið gerist dómari í eigin máli? „Sko, í fyrsta lagi finnst mér von að spurt sé,“ segir Willum. „Nú erum við að vinna í samræmi við stjórnarskrá, 46. grein, og svo kosningalög og þingskaparlög. Þannig að við hlítum lagarammanum í þessu og reynum að vanda okkur við þetta verkefni.“ En er sniðugt að þingmenn sem eigi þingsæti undir komi að málinu? „Hlutlægni nefndarinnar er mjög mikilvæg og svo er hin hliðin á því að vera að setja fólk í erfiða stöðu, þegar þú vísar til þeirra sem eru kjörnir í þessu tiltekna kjördæmi, sem að hefur helst verið um rætt, og síðan jöfnunarþingmenn þar sem er mjótt á munum.“ Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Landskjörstjórn mun úthluta þingsætum á morgun og gefa út kjörbréf til þingmanna. Þar mun hún að öllum líkindum styðjast við seinni talninguna í Norðvesturkjördæmi, þó nefndin hafi sjálf sagt að kjörstjórnin þar hafi ekki sýnt fram á það með fullnægjandi hætti að öryggi atkvæðanna hafi verið tryggt milli talninganna. Að því loknu getur forseti Alþingis kallað saman undirbúningskjörbréfanefnd, sem mun undirbúa rannsókn kjörbréfa. Erfitt verkefni fram undan Vegna óvissunnar sem er komin upp eftir endurtalninguna er nokkuð ljóst að rannsókn og störf nefndarinnar verði öllu umfangsmeiri nú en nokkru sinni fyrr. Magnús Davíð Norðdal, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, sem náði ekki kjöri, hefur einnig gefið það út að hann muni kæra kosninguna til nefndarinnar. „Ég held að sem aldrei fyrr muni reyna á starf þessarar nefndar. Hún náttúrulega vandar alltaf vel til verka en það verður kannski bara að ítreka það að það er mjög mikilvægt og við tökum það mjög alvarlega að vanda til allrar málsmeðferðar,“ segir Willum Þór Þórsson, starfandi forseti Alþingis. Kærufrestur til nefndarinnar eru fjórar vikur eftir kosningar og því ljóst að nefndin taki sér allavega þann tíma til starfa. Hlutleysi nefndarinnar mikilvægt En hvað finnst forseta þingsins um að þingið gerist dómari í eigin máli? „Sko, í fyrsta lagi finnst mér von að spurt sé,“ segir Willum. „Nú erum við að vinna í samræmi við stjórnarskrá, 46. grein, og svo kosningalög og þingskaparlög. Þannig að við hlítum lagarammanum í þessu og reynum að vanda okkur við þetta verkefni.“ En er sniðugt að þingmenn sem eigi þingsæti undir komi að málinu? „Hlutlægni nefndarinnar er mjög mikilvæg og svo er hin hliðin á því að vera að setja fólk í erfiða stöðu, þegar þú vísar til þeirra sem eru kjörnir í þessu tiltekna kjördæmi, sem að hefur helst verið um rætt, og síðan jöfnunarþingmenn þar sem er mjótt á munum.“
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira