Mjög mikilvægt að nefndin sé hlutlaus Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. september 2021 11:31 Willum Þór Þórsson er starfandi forseti Alþingis. vísir/vilhelm Starfandi forseti Alþingis segir mikilvægt að kjörbréfanefnd njóti trausts og sé hlutlæg. Hann telur að það yrði erfitt fyrir jöfnunarþingmenn eða þingmenn Norðvesturkjördæmis að taka sæti í nefndinni. Landskjörstjórn mun úthluta þingsætum á morgun og gefa út kjörbréf til þingmanna. Þar mun hún að öllum líkindum styðjast við seinni talninguna í Norðvesturkjördæmi, þó nefndin hafi sjálf sagt að kjörstjórnin þar hafi ekki sýnt fram á það með fullnægjandi hætti að öryggi atkvæðanna hafi verið tryggt milli talninganna. Að því loknu getur forseti Alþingis kallað saman undirbúningskjörbréfanefnd, sem mun undirbúa rannsókn kjörbréfa. Erfitt verkefni fram undan Vegna óvissunnar sem er komin upp eftir endurtalninguna er nokkuð ljóst að rannsókn og störf nefndarinnar verði öllu umfangsmeiri nú en nokkru sinni fyrr. Magnús Davíð Norðdal, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, sem náði ekki kjöri, hefur einnig gefið það út að hann muni kæra kosninguna til nefndarinnar. „Ég held að sem aldrei fyrr muni reyna á starf þessarar nefndar. Hún náttúrulega vandar alltaf vel til verka en það verður kannski bara að ítreka það að það er mjög mikilvægt og við tökum það mjög alvarlega að vanda til allrar málsmeðferðar,“ segir Willum Þór Þórsson, starfandi forseti Alþingis. Kærufrestur til nefndarinnar eru fjórar vikur eftir kosningar og því ljóst að nefndin taki sér allavega þann tíma til starfa. Hlutleysi nefndarinnar mikilvægt En hvað finnst forseta þingsins um að þingið gerist dómari í eigin máli? „Sko, í fyrsta lagi finnst mér von að spurt sé,“ segir Willum. „Nú erum við að vinna í samræmi við stjórnarskrá, 46. grein, og svo kosningalög og þingskaparlög. Þannig að við hlítum lagarammanum í þessu og reynum að vanda okkur við þetta verkefni.“ En er sniðugt að þingmenn sem eigi þingsæti undir komi að málinu? „Hlutlægni nefndarinnar er mjög mikilvæg og svo er hin hliðin á því að vera að setja fólk í erfiða stöðu, þegar þú vísar til þeirra sem eru kjörnir í þessu tiltekna kjördæmi, sem að hefur helst verið um rætt, og síðan jöfnunarþingmenn þar sem er mjótt á munum.“ Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Landskjörstjórn mun úthluta þingsætum á morgun og gefa út kjörbréf til þingmanna. Þar mun hún að öllum líkindum styðjast við seinni talninguna í Norðvesturkjördæmi, þó nefndin hafi sjálf sagt að kjörstjórnin þar hafi ekki sýnt fram á það með fullnægjandi hætti að öryggi atkvæðanna hafi verið tryggt milli talninganna. Að því loknu getur forseti Alþingis kallað saman undirbúningskjörbréfanefnd, sem mun undirbúa rannsókn kjörbréfa. Erfitt verkefni fram undan Vegna óvissunnar sem er komin upp eftir endurtalninguna er nokkuð ljóst að rannsókn og störf nefndarinnar verði öllu umfangsmeiri nú en nokkru sinni fyrr. Magnús Davíð Norðdal, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, sem náði ekki kjöri, hefur einnig gefið það út að hann muni kæra kosninguna til nefndarinnar. „Ég held að sem aldrei fyrr muni reyna á starf þessarar nefndar. Hún náttúrulega vandar alltaf vel til verka en það verður kannski bara að ítreka það að það er mjög mikilvægt og við tökum það mjög alvarlega að vanda til allrar málsmeðferðar,“ segir Willum Þór Þórsson, starfandi forseti Alþingis. Kærufrestur til nefndarinnar eru fjórar vikur eftir kosningar og því ljóst að nefndin taki sér allavega þann tíma til starfa. Hlutleysi nefndarinnar mikilvægt En hvað finnst forseta þingsins um að þingið gerist dómari í eigin máli? „Sko, í fyrsta lagi finnst mér von að spurt sé,“ segir Willum. „Nú erum við að vinna í samræmi við stjórnarskrá, 46. grein, og svo kosningalög og þingskaparlög. Þannig að við hlítum lagarammanum í þessu og reynum að vanda okkur við þetta verkefni.“ En er sniðugt að þingmenn sem eigi þingsæti undir komi að málinu? „Hlutlægni nefndarinnar er mjög mikilvæg og svo er hin hliðin á því að vera að setja fólk í erfiða stöðu, þegar þú vísar til þeirra sem eru kjörnir í þessu tiltekna kjördæmi, sem að hefur helst verið um rætt, og síðan jöfnunarþingmenn þar sem er mjótt á munum.“
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira