Tíræð kona á flótta vegna ákæru um aðild að hroðaverkum nasista Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. september 2021 11:12 Réttarhöldin yfir Furchner áttu að hefjast í dag en var slegið á frest þegar hún mætti ekki. epa/Markus Schreiber Irmgard Furchner, 96 ára gömul þýsk kona, er nú á flótta en til stóð að hefja réttarhöld yfir henni í dag, þar sem hún hefur verið sökuð um aðild að fjöldamorðum í útrýmingarbúðum nasista í seinni heimstyrjöldinni. „Ákærði er á flótta,“ sagði talsmaður dómstólsins í bænum Itzehoe í Schleswig-Holstein. „Hún yfirgaf heimili sitt snemma í morgun í leigubíl sem var ekið í átt að lestarstöð.“ Furchner er ákærð fyrir að hafa tekið þátt í hroðaverkum nasista þegar hún var 18 ára gömul og starfaði sem ritari Paul-Werner Hoppe, sem var yfirmaður Stutthof-útrýmingarbúðanna. Furchner er sögð hafa ritað upp fyrirskipanir um aftökur sem Hoppe las upp fyrir hana, á árunum 1943 itl 1945. Ætlað er að um 11.412 einstaklingar hafi verið myrtir í búðunum á þessum tíma og var Hoppe dæmdur fyrir sinn þátt árið 1955. Furchner hafði óskað eftir því að réttarhöldin færu fram að henni fjarverandi en sá möguleiki er ekki til í þýskum lögum. Það þýðir sömuleiðis að ekki verður hægt að hefja þau fyrr en Furchner finnst. Stutthof-útrýmingarbúðunum hefur nú verið breytt í safn.epa/Piotr Wittman Á árum áður var mikið lagt upp úr því að finna og leiða fyrir dóm þá sem spiluðu stórt hlutverk í morðmaskínu nasista en eftir aldamót hafa saksóknarar beint sjónum sínum að þeim sem sinntu minni hlutverkum í útrýmingarbúðunum. Þannig var Oskar Groening dæmdur fyrir aðild sína árið 2016 en hans hlutverk var að hirða verðmæti af föngunum við komuna í Auschwitz. Þá féll dómur í máli Bruno D. í fyrra en hann starfaði sem vörður í Stutthof. Bruno var 93 þegar dómurinn féll en réttað var yfir honum í unglingadómstól, þar sem hann var undir lögaldri þegar glæpirnir áttu sér stað. Sömu sögu er að segja um Furchner. Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
„Ákærði er á flótta,“ sagði talsmaður dómstólsins í bænum Itzehoe í Schleswig-Holstein. „Hún yfirgaf heimili sitt snemma í morgun í leigubíl sem var ekið í átt að lestarstöð.“ Furchner er ákærð fyrir að hafa tekið þátt í hroðaverkum nasista þegar hún var 18 ára gömul og starfaði sem ritari Paul-Werner Hoppe, sem var yfirmaður Stutthof-útrýmingarbúðanna. Furchner er sögð hafa ritað upp fyrirskipanir um aftökur sem Hoppe las upp fyrir hana, á árunum 1943 itl 1945. Ætlað er að um 11.412 einstaklingar hafi verið myrtir í búðunum á þessum tíma og var Hoppe dæmdur fyrir sinn þátt árið 1955. Furchner hafði óskað eftir því að réttarhöldin færu fram að henni fjarverandi en sá möguleiki er ekki til í þýskum lögum. Það þýðir sömuleiðis að ekki verður hægt að hefja þau fyrr en Furchner finnst. Stutthof-útrýmingarbúðunum hefur nú verið breytt í safn.epa/Piotr Wittman Á árum áður var mikið lagt upp úr því að finna og leiða fyrir dóm þá sem spiluðu stórt hlutverk í morðmaskínu nasista en eftir aldamót hafa saksóknarar beint sjónum sínum að þeim sem sinntu minni hlutverkum í útrýmingarbúðunum. Þannig var Oskar Groening dæmdur fyrir aðild sína árið 2016 en hans hlutverk var að hirða verðmæti af föngunum við komuna í Auschwitz. Þá féll dómur í máli Bruno D. í fyrra en hann starfaði sem vörður í Stutthof. Bruno var 93 þegar dómurinn féll en réttað var yfir honum í unglingadómstól, þar sem hann var undir lögaldri þegar glæpirnir áttu sér stað. Sömu sögu er að segja um Furchner.
Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira