Debbie Harry var lengi á leiðinni til Íslands Heimir Már Pétursson skrifar 29. september 2021 20:30 Debbie Harry og Rob Roth leikstjóri stutt-heimildarmyndarinnar um tónleika Blondie á Kúbu 2021. Stöð 2/Sigurjón Tónlistar- og kvikmyndaleikkonan Debbie Harry segir lengi hafa staðið til að koma til Íslands og langar að halda tónleika hér á næsta ári. Í þetta skipti er hún hins vegar komin vegna sýningar stuttmyndar um tónleikaferðalag hljómsveitarinnar Blondie til Kúbu á RIFF kvikmyndahátíðinni. Debbie Harry hefur átt glæsilegan feril eftir að hún stofnaði rokksveitina Blondie með Chris Stein árið 1974. Hljómsveitin hefur starfað með hléum allt síðan þá og gefið út fjölda hljómplatna en Debbie Harry hefur einnig gefið út fjórar sólóplötur og leikið í fjölda kvikmynda. Langþráður draumur hljómsveitarinnar að halda tónleika í Havana á Kúbu varð loks að veruleika árið 2019. „Það olli okkur miklum vonbrigðum í mörg ár að geta ekki farið þangað af pólitískum ástæðum, sem hafði auðvitað ekkert með það að gera sem við gerum. Loks opnaðist örlítil glufa á tímum ríkisstjórnar Obama þegar okkur bauðst að taka þátt í menningarskiptum. Svo við héldum nokkra tónleika með mjög hæfileikaríkum kúbverskum tónlistarmönnum og söngvurum," segir Harry. Stutt heimildarmynd um þá tónleikaferð verður sýnd á RIFF kvikmyndahátíðinni á laugardag þar sem Debbie og leikstjórinn Rob Roth munu svara spurningum áhorfenda að sýningu lokinni. Hægt er að kynna sér viðburðinn nánar á heimasíðu RIFF. Roth hefur þekkt Debbie, sem nú er 76 ára, í tæp þrjátíu ár. Hún sé alltaf að og sífellt spennta fyrir að prófa eitthvað nýtt þótt sjálf segist hún vera löt. Hann segir heimildarmyndinna vera einhvers konar prófíl af Debbie og því undarlega tímafrosti sem Kúba væri í. „Við höfum sýnt myndina á nokkrum kvikmyndahátíðum og ég tel hana fremur vera eins konar sem lýsingu en heimildarmynd, því þetta er stuttmynd. Ég hafði ekki fjármagn til að gera mynd í fullri lengd. En ég tók megnið upp á alvöru filmu, 16 og 8 mm, því ég sá að það væri linsan sem ég vildi fara með í þessa kyrrmynd til Havana," segir leikstjórinn. Debbie og Chris Stein gítarleikari, sem voru saman um tíma, túra enn með Blondie um heiminn þótt covid hafi sett strik í reikninginn. Debbie segist enn njóta þess að koma fram og ná því einstaka sambandi sem náist við áhorfendur á tónleikum. Vonandi geti Blondie haldið tónleika hér á næsta ári. „Ég sagði umboðsmanninum mínum nýlega að ég væri háð fagnaðarlátum. Það kom mjög mikill áhyggjusvipur á hann. Því ég sagði ég er háð ..... fagnaðarlátum," sagði Debbie og hló. En á árum áður neytti hún ólöglegra vímuefna en er löngu hætt því. Horfa má á viðtalið við Debbie Harry og Rob Roth í heild sinni í spilaranum fyrir neðan. Tónlist RIFF Íslandsvinir Tengdar fréttir Frumsýning: „Riff Royale“ með Tómasi Lemarquis og Halldóru Geirharðs Í dag frumsýnum við hér á Vísi nýtt verkefni eftir leikstjórann Baldvin Albertsson. RIFF kynnir með stolti verkið „RIFF Royale.“ 28. september 2021 18:00 Strax uppselt á Blondie og Debbie Harrie því færð í Háskólabíó Miðar seldust upp á Evrópufrumsýningu Blondie: Að lifa í Havana og viðburðinn Samtal við Debbie Harry á vegum RIFF 2021 í Bíó Paradís og hefur viðburður rokkdrottningarinnar verið færður í hátiðarsalinn í Háskólabíó. 23. september 2021 15:01 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Sjá meira
Debbie Harry hefur átt glæsilegan feril eftir að hún stofnaði rokksveitina Blondie með Chris Stein árið 1974. Hljómsveitin hefur starfað með hléum allt síðan þá og gefið út fjölda hljómplatna en Debbie Harry hefur einnig gefið út fjórar sólóplötur og leikið í fjölda kvikmynda. Langþráður draumur hljómsveitarinnar að halda tónleika í Havana á Kúbu varð loks að veruleika árið 2019. „Það olli okkur miklum vonbrigðum í mörg ár að geta ekki farið þangað af pólitískum ástæðum, sem hafði auðvitað ekkert með það að gera sem við gerum. Loks opnaðist örlítil glufa á tímum ríkisstjórnar Obama þegar okkur bauðst að taka þátt í menningarskiptum. Svo við héldum nokkra tónleika með mjög hæfileikaríkum kúbverskum tónlistarmönnum og söngvurum," segir Harry. Stutt heimildarmynd um þá tónleikaferð verður sýnd á RIFF kvikmyndahátíðinni á laugardag þar sem Debbie og leikstjórinn Rob Roth munu svara spurningum áhorfenda að sýningu lokinni. Hægt er að kynna sér viðburðinn nánar á heimasíðu RIFF. Roth hefur þekkt Debbie, sem nú er 76 ára, í tæp þrjátíu ár. Hún sé alltaf að og sífellt spennta fyrir að prófa eitthvað nýtt þótt sjálf segist hún vera löt. Hann segir heimildarmyndinna vera einhvers konar prófíl af Debbie og því undarlega tímafrosti sem Kúba væri í. „Við höfum sýnt myndina á nokkrum kvikmyndahátíðum og ég tel hana fremur vera eins konar sem lýsingu en heimildarmynd, því þetta er stuttmynd. Ég hafði ekki fjármagn til að gera mynd í fullri lengd. En ég tók megnið upp á alvöru filmu, 16 og 8 mm, því ég sá að það væri linsan sem ég vildi fara með í þessa kyrrmynd til Havana," segir leikstjórinn. Debbie og Chris Stein gítarleikari, sem voru saman um tíma, túra enn með Blondie um heiminn þótt covid hafi sett strik í reikninginn. Debbie segist enn njóta þess að koma fram og ná því einstaka sambandi sem náist við áhorfendur á tónleikum. Vonandi geti Blondie haldið tónleika hér á næsta ári. „Ég sagði umboðsmanninum mínum nýlega að ég væri háð fagnaðarlátum. Það kom mjög mikill áhyggjusvipur á hann. Því ég sagði ég er háð ..... fagnaðarlátum," sagði Debbie og hló. En á árum áður neytti hún ólöglegra vímuefna en er löngu hætt því. Horfa má á viðtalið við Debbie Harry og Rob Roth í heild sinni í spilaranum fyrir neðan.
Tónlist RIFF Íslandsvinir Tengdar fréttir Frumsýning: „Riff Royale“ með Tómasi Lemarquis og Halldóru Geirharðs Í dag frumsýnum við hér á Vísi nýtt verkefni eftir leikstjórann Baldvin Albertsson. RIFF kynnir með stolti verkið „RIFF Royale.“ 28. september 2021 18:00 Strax uppselt á Blondie og Debbie Harrie því færð í Háskólabíó Miðar seldust upp á Evrópufrumsýningu Blondie: Að lifa í Havana og viðburðinn Samtal við Debbie Harry á vegum RIFF 2021 í Bíó Paradís og hefur viðburður rokkdrottningarinnar verið færður í hátiðarsalinn í Háskólabíó. 23. september 2021 15:01 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Sjá meira
Frumsýning: „Riff Royale“ með Tómasi Lemarquis og Halldóru Geirharðs Í dag frumsýnum við hér á Vísi nýtt verkefni eftir leikstjórann Baldvin Albertsson. RIFF kynnir með stolti verkið „RIFF Royale.“ 28. september 2021 18:00
Strax uppselt á Blondie og Debbie Harrie því færð í Háskólabíó Miðar seldust upp á Evrópufrumsýningu Blondie: Að lifa í Havana og viðburðinn Samtal við Debbie Harry á vegum RIFF 2021 í Bíó Paradís og hefur viðburður rokkdrottningarinnar verið færður í hátiðarsalinn í Háskólabíó. 23. september 2021 15:01