Eirberg opnar í þrefalt stærra húsnæði Eirberg 30. september 2021 09:51 Glæsilegt verslunarrými og aukið vöruúrval. Nýja verslunin er á sama stað og sú gamla en í um þrefalt stærra rými en áður. Eirberg opnar nýja og endurbætta verslun á Stórhöfða 25 með pompi og prakt í dag, fimmtudaginn 30. September. Nýja verslunin er á sama stað og sú gamla en í um þrefalt stærra rými en áður. „Með þessari nýju verslun munu vörurnar njóta sín betur og hjálpa starfsfólki að veita persónulega og góða þjónustu. Verslunin var komin til ára sinna enda hafði hún verið starfræk í tvo áratugi á meðan vöruval hafði aukist jafnt og þétt samhliða aukinni vitund almennings á heilsueflingu og bættum lífsgæðum,“ segir Kristinn Johnson, framkvæmdastjóri Eirbergs. Stóraukið vöruúrval Í nýrri verslun verður meðal annars úrval af umhverfisvænum útivistarfatnaði, hlaupafatnaði, hlaupa- og gönguskóm og stuðningshlífar. Lofthreinsi- og rakatæki, nuddtæki, jóga- og æfingavörur, undirföt og sundföt. heilsukoddar, þyngingarsængur, dagljós og snjalltengd heilsutæki auk ýmissa vara til setja upp þína eigin heilsulind heima við. Upplifun viðskiptavina mikilvæg Eirberg ehf. er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem fagnar 21 ára afmæli nú um áramótin. Eirberg byggir vöruframboð sitt á faglegum grunni þar sem starfsfólk kappkostar að veita afbragðsþjónustu. „Verslanir Eirbergs njóta sérstöðu hvað vöruval og gæði snertir þar sem góð upplifun viðskiptavina er mikilvæg. Við leggjum áherslu á vörur sem efla heilsu og almenn lífsgæði; vörur fyrir útivist og umhverfisvænan lífsstíl; ásamt snjalltengdum búnaði og stuðningsvörum sem auðvelda daglegt líf og styðja heilsumarkmið einstaklinga,“ segir Kristinn. Nafnið sótt til lækningagyðju „Nafnið Eirberg er samsett orð sem kemur úr norrænni goðafræði en þar segir frá lækningagyðjunni Eir sem var ein af meyjum Menglaðar. Menglöð, sú hin sólbjarta, hefst við á Lyfjabergi með meyjum sínum þar sem sárir og sjúkir fengu lækningu meina sinna,“ útskýrir Kristinn. Til gamans má geta að Lyfjaberg er yfirleitt sýnt sem stuðlaberg en þaðan fær systurfyrirtæki Eirbergs nafn sitt; Stuðlaberg heilbrigðistækni ehf. Systurfyrirtækin eru bæði með aðsetur að Stórhöfða 25 en Stuðlaberg þjónustar stofnanir og fagfólk á heilbrigðissviði. „Sýningarsalur Stuðlabergs er staðsettur fyrir ofan verslun Eirbergs og því hæg heimatökin fyrir viðskiptavini og skjólstæðinga að skoða og prófa úrval hjálpartækja og búnað með sérfræðingum í velferðartækni. Hjúkrunarfræðingar Stuðlabergs sinna auk þess stóma- og þvagleggjaþjónustu fyrir viðskiptavini á skrifstofu fyrir ofan verslun.“ Nánari upplýsingar er að finna á eirberg.is. Verslun Heilsa Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Bein útsending: Stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu Greiðsluáskorun Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Sjá meira
Eirberg opnar nýja og endurbætta verslun á Stórhöfða 25 með pompi og prakt í dag, fimmtudaginn 30. September. Nýja verslunin er á sama stað og sú gamla en í um þrefalt stærra rými en áður. „Með þessari nýju verslun munu vörurnar njóta sín betur og hjálpa starfsfólki að veita persónulega og góða þjónustu. Verslunin var komin til ára sinna enda hafði hún verið starfræk í tvo áratugi á meðan vöruval hafði aukist jafnt og þétt samhliða aukinni vitund almennings á heilsueflingu og bættum lífsgæðum,“ segir Kristinn Johnson, framkvæmdastjóri Eirbergs. Stóraukið vöruúrval Í nýrri verslun verður meðal annars úrval af umhverfisvænum útivistarfatnaði, hlaupafatnaði, hlaupa- og gönguskóm og stuðningshlífar. Lofthreinsi- og rakatæki, nuddtæki, jóga- og æfingavörur, undirföt og sundföt. heilsukoddar, þyngingarsængur, dagljós og snjalltengd heilsutæki auk ýmissa vara til setja upp þína eigin heilsulind heima við. Upplifun viðskiptavina mikilvæg Eirberg ehf. er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem fagnar 21 ára afmæli nú um áramótin. Eirberg byggir vöruframboð sitt á faglegum grunni þar sem starfsfólk kappkostar að veita afbragðsþjónustu. „Verslanir Eirbergs njóta sérstöðu hvað vöruval og gæði snertir þar sem góð upplifun viðskiptavina er mikilvæg. Við leggjum áherslu á vörur sem efla heilsu og almenn lífsgæði; vörur fyrir útivist og umhverfisvænan lífsstíl; ásamt snjalltengdum búnaði og stuðningsvörum sem auðvelda daglegt líf og styðja heilsumarkmið einstaklinga,“ segir Kristinn. Nafnið sótt til lækningagyðju „Nafnið Eirberg er samsett orð sem kemur úr norrænni goðafræði en þar segir frá lækningagyðjunni Eir sem var ein af meyjum Menglaðar. Menglöð, sú hin sólbjarta, hefst við á Lyfjabergi með meyjum sínum þar sem sárir og sjúkir fengu lækningu meina sinna,“ útskýrir Kristinn. Til gamans má geta að Lyfjaberg er yfirleitt sýnt sem stuðlaberg en þaðan fær systurfyrirtæki Eirbergs nafn sitt; Stuðlaberg heilbrigðistækni ehf. Systurfyrirtækin eru bæði með aðsetur að Stórhöfða 25 en Stuðlaberg þjónustar stofnanir og fagfólk á heilbrigðissviði. „Sýningarsalur Stuðlabergs er staðsettur fyrir ofan verslun Eirbergs og því hæg heimatökin fyrir viðskiptavini og skjólstæðinga að skoða og prófa úrval hjálpartækja og búnað með sérfræðingum í velferðartækni. Hjúkrunarfræðingar Stuðlabergs sinna auk þess stóma- og þvagleggjaþjónustu fyrir viðskiptavini á skrifstofu fyrir ofan verslun.“ Nánari upplýsingar er að finna á eirberg.is.
Verslun Heilsa Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Bein útsending: Stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu Greiðsluáskorun Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Sjá meira