Finnur sársauka í hverjum leik og var sagt að hætta en styrkir Blika í Meistaradeild Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2021 16:33 Alexandra Soree mun leika með Breiðabliki í Meistaradeildinni. Instagram/@zandysoree og Hulda Margrét Belgíska landsliðskonan Alexandra Soree hefur fengið undanþágu til félagaskipta í Breiðablik og verður með liðinu í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta sem hefst í næstu viku. Sérfræðingar sögðu að hún þyrfti að hætta í fótbolta þegar hún var unglingur. Blikar taka á móti stórliði PSG næsta miðvikudag og verða þá með tvo nýja leikmenn í sínum hópi; Soree og Karen Maríu Sigurgeirsdóttur sem Blikar kynntu til leiks fyrr í dag. Alexandra Soree, eða Zandy eins og hún er kölluð, á sér merkilega sögu. Þessi 23 ára gamla knattspyrnukona greindist með erfiðan sjúkdóm þegar hún var 16 ára og var sagt að hún yrði að hætta að spila fótbolta. Þess í stað hefur hún spilað í gegnum mikinn sársauka, náð að spila fjóra A-landsleiki fyrir Belgíu og komist að hjá tveimur félögum í bandarísku úrvalsdeildinni. Zandy skrifaði grein um veikindi sín á vefsíðunni Untold Athletes. Þar kemur fram að hún greindist með „segamyndun í djúpum bláæðum“ (e. deep vein thrombosis) eftir högg sem hún fékk á æfingu í febrúar 2015. Síðan þá hefur hún fundið sársauka í öðrum fætinum í hverjum einasta fótboltaleik sem hún hefur spilað. Eftir tvær aðgerðir var ljóst að hún myndi ekki losna við blóðtappa sem höfðu myndast og Zandy hringdi því í þjálfarann sem til stóð að hún myndi spila fyrir í Mið-Flórída háskólanum, til að segja að hún yrði ekki með. Þjálfarinn svaraði ekki og eftir að hafa fylgst með HM 2015 í sjónvarpinu varð Zandy staðráðinn í að halda áfram að spila fótbolta. Gat ekki skokkað út götuna Í grein sinni segir Zandy að það hafi tekið mikið á andlega að halda áfram að spila fótbolta – hún hafi fundið fyrir ótrúlegum sársauka og varla getað skokkað út götuna sína fyrst um sinn. Eftir að hún sneri aftur á fótboltavöllinn, og komst á sífellt hærra stig fótboltans, hafi hún svo þurft að forðast þá hugsun að hún stæðist öðrum ekki snúninginn því þær væru ekki með veikan fót. Andlega glíman hafi á endanum orðið erfiðari en sú líkamlega. Zandy lék í þrjú tímabil í bandaríska háskólaboltanum og fékk svo atvinnumannsamning hjá Orlando Pride árið 2020. Hún samdi við Houston Dash í byrjun þessa árs en sá samningur rann út í sumar og gat Breiðablik því fengið undanþágu til félagaskipta fyrir Zandy fyrir keppni í Meistaradeildinni. Hún er hins vegar ekki gjaldgeng í bikarúrslitaleiknum gegn Þrótti á föstudag. Zandy er frá Bandaríkjunum en einnig með belgískan ríkisborgararétt og lék því með yngri landsliðum Belgíu og svo A-landsliðinu eins og fyrr segir. Fyrsti leikur Breiðabliks í Meistaradeildinni í vetur verður gegn PSG á miðvikudag og standa vonir til að leikurinn fari fram á Kópavogsvelli. Liðið er einnig í riðli með Real Madrid frá Spáni og Kharkiv frá Úkraínu. Riðlakeppnin stendur yfir fram í miðjan desember og komast tvö lið áfram í 16-liða úrslit. Breiðablik Pepsi Max-deild kvenna Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Blikar taka á móti stórliði PSG næsta miðvikudag og verða þá með tvo nýja leikmenn í sínum hópi; Soree og Karen Maríu Sigurgeirsdóttur sem Blikar kynntu til leiks fyrr í dag. Alexandra Soree, eða Zandy eins og hún er kölluð, á sér merkilega sögu. Þessi 23 ára gamla knattspyrnukona greindist með erfiðan sjúkdóm þegar hún var 16 ára og var sagt að hún yrði að hætta að spila fótbolta. Þess í stað hefur hún spilað í gegnum mikinn sársauka, náð að spila fjóra A-landsleiki fyrir Belgíu og komist að hjá tveimur félögum í bandarísku úrvalsdeildinni. Zandy skrifaði grein um veikindi sín á vefsíðunni Untold Athletes. Þar kemur fram að hún greindist með „segamyndun í djúpum bláæðum“ (e. deep vein thrombosis) eftir högg sem hún fékk á æfingu í febrúar 2015. Síðan þá hefur hún fundið sársauka í öðrum fætinum í hverjum einasta fótboltaleik sem hún hefur spilað. Eftir tvær aðgerðir var ljóst að hún myndi ekki losna við blóðtappa sem höfðu myndast og Zandy hringdi því í þjálfarann sem til stóð að hún myndi spila fyrir í Mið-Flórída háskólanum, til að segja að hún yrði ekki með. Þjálfarinn svaraði ekki og eftir að hafa fylgst með HM 2015 í sjónvarpinu varð Zandy staðráðinn í að halda áfram að spila fótbolta. Gat ekki skokkað út götuna Í grein sinni segir Zandy að það hafi tekið mikið á andlega að halda áfram að spila fótbolta – hún hafi fundið fyrir ótrúlegum sársauka og varla getað skokkað út götuna sína fyrst um sinn. Eftir að hún sneri aftur á fótboltavöllinn, og komst á sífellt hærra stig fótboltans, hafi hún svo þurft að forðast þá hugsun að hún stæðist öðrum ekki snúninginn því þær væru ekki með veikan fót. Andlega glíman hafi á endanum orðið erfiðari en sú líkamlega. Zandy lék í þrjú tímabil í bandaríska háskólaboltanum og fékk svo atvinnumannsamning hjá Orlando Pride árið 2020. Hún samdi við Houston Dash í byrjun þessa árs en sá samningur rann út í sumar og gat Breiðablik því fengið undanþágu til félagaskipta fyrir Zandy fyrir keppni í Meistaradeildinni. Hún er hins vegar ekki gjaldgeng í bikarúrslitaleiknum gegn Þrótti á föstudag. Zandy er frá Bandaríkjunum en einnig með belgískan ríkisborgararétt og lék því með yngri landsliðum Belgíu og svo A-landsliðinu eins og fyrr segir. Fyrsti leikur Breiðabliks í Meistaradeildinni í vetur verður gegn PSG á miðvikudag og standa vonir til að leikurinn fari fram á Kópavogsvelli. Liðið er einnig í riðli með Real Madrid frá Spáni og Kharkiv frá Úkraínu. Riðlakeppnin stendur yfir fram í miðjan desember og komast tvö lið áfram í 16-liða úrslit.
Breiðablik Pepsi Max-deild kvenna Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira