Blikar fá tvær nýjar í Meistaradeildina Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2021 14:13 Karen María Sigurgeirsdóttir handsalar samning við Sigurð Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóra knattspyrnudeildar Breiðabliks. Facebook/@fotbolti Breiðablik hefur bætt við sig tveimur leikmönnum fyrir komandi stórleiki í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Félagið nýtti undanþáguheimildir til félagaskipta enda félagaskiptaglugginn lokaður á Íslandi. Leikmannahópur Breiðabliks var heldur þunnskipaður þegar liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar með því að slá út Osijek frá Króatíu. Aðeins þrír varamenn voru á varamannabekk Blika þegar liðið vann seinni leikinn 3-0 fyrir þremur vikum. Þar sem lokað er fyrir félagaskipti á Íslandi frá ágúst og fram í janúar voru góð ráð dýr fyrir Breiðablik, nú þegar von er á stórliðum PSG og Real Madrid til landsins. Breiðablik náði engu að síður að bæta við sig tveimur leikmönnum. Önnur er Karen María Sigurgeirsdóttir sem kemur frá Þór/KA og hin er hin bandaríska/belgíska Alexandra Soree. Karen María fær félagaskipti því samkvæmt reglum FIFA er heimilt að skrá leikmenn utan „glugga“ til að leysa af tímabundið leikmann sem er í fæðingarorlofi. Þannig gátu Blikar skráð Karen í stað Rakelar Hönnudóttur. Í tilkynningu þakkar Breiðablik Þór/KA fyrir fagleg vinnubrögð og velvilja en ljóst er að Karen María hefði ekki fengið leikheimild nema vegna velvilja Akureyringa. View this post on Instagram A post shared by Þór/KA (@thorkastelpur) Karen María verður því til taks þegar Blikar taka á móti PSG næsta miðvikudag, en opið er fyrir skráningu nýrra leikmanna í Meistaradeildinni þar til á morgun. Hún má hins vegar ekki spila bikarúrslitaleikinn gegn Þrótti á föstudaginn. Breiðablik á fyrir höndum stórleiki við PSG og Real Madrid í haust og vetur.vísir/Hulda Margrét Karen María er tvítug og kemur frá uppeldisfélagi sínu Þór/KA, þar sem hún hefur verið í stóru hlutverki síðustu ár. Hún spilaði alla deildarleiki liðsins á nýafstöðnu tímabili og skoraði fimm mörk. Karen María á að baki þrettán leiki með yngri landsliðum Íslands og var fyrr á árinu valin í æfingahóp A-landsliðsins. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Sjá meira
Leikmannahópur Breiðabliks var heldur þunnskipaður þegar liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar með því að slá út Osijek frá Króatíu. Aðeins þrír varamenn voru á varamannabekk Blika þegar liðið vann seinni leikinn 3-0 fyrir þremur vikum. Þar sem lokað er fyrir félagaskipti á Íslandi frá ágúst og fram í janúar voru góð ráð dýr fyrir Breiðablik, nú þegar von er á stórliðum PSG og Real Madrid til landsins. Breiðablik náði engu að síður að bæta við sig tveimur leikmönnum. Önnur er Karen María Sigurgeirsdóttir sem kemur frá Þór/KA og hin er hin bandaríska/belgíska Alexandra Soree. Karen María fær félagaskipti því samkvæmt reglum FIFA er heimilt að skrá leikmenn utan „glugga“ til að leysa af tímabundið leikmann sem er í fæðingarorlofi. Þannig gátu Blikar skráð Karen í stað Rakelar Hönnudóttur. Í tilkynningu þakkar Breiðablik Þór/KA fyrir fagleg vinnubrögð og velvilja en ljóst er að Karen María hefði ekki fengið leikheimild nema vegna velvilja Akureyringa. View this post on Instagram A post shared by Þór/KA (@thorkastelpur) Karen María verður því til taks þegar Blikar taka á móti PSG næsta miðvikudag, en opið er fyrir skráningu nýrra leikmanna í Meistaradeildinni þar til á morgun. Hún má hins vegar ekki spila bikarúrslitaleikinn gegn Þrótti á föstudaginn. Breiðablik á fyrir höndum stórleiki við PSG og Real Madrid í haust og vetur.vísir/Hulda Margrét Karen María er tvítug og kemur frá uppeldisfélagi sínu Þór/KA, þar sem hún hefur verið í stóru hlutverki síðustu ár. Hún spilaði alla deildarleiki liðsins á nýafstöðnu tímabili og skoraði fimm mörk. Karen María á að baki þrettán leiki með yngri landsliðum Íslands og var fyrr á árinu valin í æfingahóp A-landsliðsins.
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Sjá meira