Munu geta greitt atkvæði um lögmæti eigin kjörs Snorri Másson skrifar 29. september 2021 12:34 Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Svo gæti farið að þing komi saman áður en ríkisstjórn hefur verið mynduð til að leysa hnútinn í Norðvesturkjördæmi. Þingmenn úr kjördæminu, þar sem fullnægjandi meðferð kjörgagna hefur ekki fengist staðfest, munu geta greitt atkvæði um lögmæti eigin kjörs segir Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Reikna má með að flokkar sem náðu kjöri á Alþingi hefji nú vinnu við að tilnefna menn í bráðabirgðakjörbréfanefnd, sem undirbýr störf hinnar eiginlegu kjörbréfanefndar, sem svo tekur afstöðu til lögmætis kosninganna í Norðvesturkjördæmi. Sú afstaða þarf svo að vera samþykkt í þinginu, þar sem þingmenn Norðvesturkjördæmis fá að kjósa, að sögn Birgis. „Ég meina það er engin undantekning á því ef menn fá löglega útgefið kjörbréf frá landskjörstjórn hafa menn réttindi og skyldur sem þingmenn þangað til annað kemur í ljós.“ Þannig að þeir munu koma til með að greiða atkvæði í eigin máli? „Þeir geta gert það ef á það reynir,“ segir Birgir Ármansson í samtali við fréttastofu. Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að næstu dagar fari í fundarhöld og að farið verði yfir allar hliðar þessa máls. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, á kjörstað á Akureyri. „Þetta er bara mjög vond staða. Svona uppákoma er líkleg til að draga úr trausti fólks á kosningum sem eru þó þrátt fyrir allt einn grunnur okkar réttinda. Þetta er líka bara ægilega vond staða fyrir þessa einstaklinga sem núna eru í óvissu um sína stöðu.“ Óttastu að það gæti þurft að kjósa aftur? „Ég ætla ekki að óttast neitt, ég held að það skipti bara máli að Alþingi komist að réttri niðurstöðu,“ segir Logi. Frambjóðandi Pírata hefur lýst áhyggjum af því að það geti haft áhrif á ákvarðanir til dæmis stjórnarþingmanna við afgreiðslu þessa máls, að þeir hafa hagsmuni af því að niðurstaðan standi. „Þetta er auðvitað fyrst og fremst mál lögfræðinga og dómara og annarra slíkra að kveða upp úr svona málum. En samkvæmt íslenskri stjórnskipan er það víst Alþingi og þá er nú eins gott að við vöndum okkur eins og við getum,“ segir Logi. Birgir: „Ég held að allir sem nálgast þessi mál hljóti að meta það bara þannig að þeir vilji komast að þeirri niðurstöðu sem er réttust í samræmi við lög og stjórnarskrá. Það er útaf fyrir sig að mínu mati algerlega óljóst hvort það eru eitthvað frekar þingmenn stjórnarflokkanna eða stjórnarandstöðunnar sem hafi hagsmuni af því í þessu tiltekna máli.“ Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir „Gersamlega óleysanlegur stjórnskipulegur vandi“ Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus, er meðal fjölmargra sem rýnt hefur í þá stöðu sem upp er komin vegna talningaklúðurs í Norðvesturkjördæmi. Prófessorinn hefur lagt málin niður fyrir sig og sér ekki betur en að kerfið sé í hnút. 29. september 2021 10:33 Bagalegt að sex af átta þingmönnum kjördæmisins séu stjórnarþingmenn Enn eru að koma í ljós annmarkar á framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi að mati frambjóðanda sem undirbýr kæru til Alþingis á hendur kjörstjórnarinnar. Hann vonast til þess að pólitískir hagsmunir nýkjörinna þingmanna komi ekki í veg fyrir að kæran fái sanngjarna meðferð í þinginu. 28. september 2021 19:05 „Eins harkalegt brot á kosningalöggjöfinni og hægt er“ Varaformaður Viðreisnar segir alvarlegt að efa hafi verið sáð um framkvæmd kosninganna. Fráfarandi þingmaður Miðflokksins segir stöðuna í Norðvesturkjördæmi vera alvarlegt klúður og nú reyni á Alþingi að viðhalda trausti á lýðræðinu. 29. september 2021 00:18 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Sjá meira
Reikna má með að flokkar sem náðu kjöri á Alþingi hefji nú vinnu við að tilnefna menn í bráðabirgðakjörbréfanefnd, sem undirbýr störf hinnar eiginlegu kjörbréfanefndar, sem svo tekur afstöðu til lögmætis kosninganna í Norðvesturkjördæmi. Sú afstaða þarf svo að vera samþykkt í þinginu, þar sem þingmenn Norðvesturkjördæmis fá að kjósa, að sögn Birgis. „Ég meina það er engin undantekning á því ef menn fá löglega útgefið kjörbréf frá landskjörstjórn hafa menn réttindi og skyldur sem þingmenn þangað til annað kemur í ljós.“ Þannig að þeir munu koma til með að greiða atkvæði í eigin máli? „Þeir geta gert það ef á það reynir,“ segir Birgir Ármansson í samtali við fréttastofu. Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að næstu dagar fari í fundarhöld og að farið verði yfir allar hliðar þessa máls. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, á kjörstað á Akureyri. „Þetta er bara mjög vond staða. Svona uppákoma er líkleg til að draga úr trausti fólks á kosningum sem eru þó þrátt fyrir allt einn grunnur okkar réttinda. Þetta er líka bara ægilega vond staða fyrir þessa einstaklinga sem núna eru í óvissu um sína stöðu.“ Óttastu að það gæti þurft að kjósa aftur? „Ég ætla ekki að óttast neitt, ég held að það skipti bara máli að Alþingi komist að réttri niðurstöðu,“ segir Logi. Frambjóðandi Pírata hefur lýst áhyggjum af því að það geti haft áhrif á ákvarðanir til dæmis stjórnarþingmanna við afgreiðslu þessa máls, að þeir hafa hagsmuni af því að niðurstaðan standi. „Þetta er auðvitað fyrst og fremst mál lögfræðinga og dómara og annarra slíkra að kveða upp úr svona málum. En samkvæmt íslenskri stjórnskipan er það víst Alþingi og þá er nú eins gott að við vöndum okkur eins og við getum,“ segir Logi. Birgir: „Ég held að allir sem nálgast þessi mál hljóti að meta það bara þannig að þeir vilji komast að þeirri niðurstöðu sem er réttust í samræmi við lög og stjórnarskrá. Það er útaf fyrir sig að mínu mati algerlega óljóst hvort það eru eitthvað frekar þingmenn stjórnarflokkanna eða stjórnarandstöðunnar sem hafi hagsmuni af því í þessu tiltekna máli.“
Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir „Gersamlega óleysanlegur stjórnskipulegur vandi“ Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus, er meðal fjölmargra sem rýnt hefur í þá stöðu sem upp er komin vegna talningaklúðurs í Norðvesturkjördæmi. Prófessorinn hefur lagt málin niður fyrir sig og sér ekki betur en að kerfið sé í hnút. 29. september 2021 10:33 Bagalegt að sex af átta þingmönnum kjördæmisins séu stjórnarþingmenn Enn eru að koma í ljós annmarkar á framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi að mati frambjóðanda sem undirbýr kæru til Alþingis á hendur kjörstjórnarinnar. Hann vonast til þess að pólitískir hagsmunir nýkjörinna þingmanna komi ekki í veg fyrir að kæran fái sanngjarna meðferð í þinginu. 28. september 2021 19:05 „Eins harkalegt brot á kosningalöggjöfinni og hægt er“ Varaformaður Viðreisnar segir alvarlegt að efa hafi verið sáð um framkvæmd kosninganna. Fráfarandi þingmaður Miðflokksins segir stöðuna í Norðvesturkjördæmi vera alvarlegt klúður og nú reyni á Alþingi að viðhalda trausti á lýðræðinu. 29. september 2021 00:18 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Sjá meira
„Gersamlega óleysanlegur stjórnskipulegur vandi“ Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus, er meðal fjölmargra sem rýnt hefur í þá stöðu sem upp er komin vegna talningaklúðurs í Norðvesturkjördæmi. Prófessorinn hefur lagt málin niður fyrir sig og sér ekki betur en að kerfið sé í hnút. 29. september 2021 10:33
Bagalegt að sex af átta þingmönnum kjördæmisins séu stjórnarþingmenn Enn eru að koma í ljós annmarkar á framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi að mati frambjóðanda sem undirbýr kæru til Alþingis á hendur kjörstjórnarinnar. Hann vonast til þess að pólitískir hagsmunir nýkjörinna þingmanna komi ekki í veg fyrir að kæran fái sanngjarna meðferð í þinginu. 28. september 2021 19:05
„Eins harkalegt brot á kosningalöggjöfinni og hægt er“ Varaformaður Viðreisnar segir alvarlegt að efa hafi verið sáð um framkvæmd kosninganna. Fráfarandi þingmaður Miðflokksins segir stöðuna í Norðvesturkjördæmi vera alvarlegt klúður og nú reyni á Alþingi að viðhalda trausti á lýðræðinu. 29. september 2021 00:18