Finnst miður að sjá leiðtogana halda grímulausar kosningavökur Birgir Olgeirsson skrifar 29. september 2021 11:59 pplýsingafundur Almannavarna vegna Covid Foto: Vilhelm Gunnarsson Sóttvarnalækni finnst miður að sjá leiðtoga landsins standa fyrir kosningavökum þar sem sóttvarnareglur voru ekki virtar. Margir hafa fengið skilaboð eftir að einn greindist smitaður sem sótti kosningavöku Framsóknarflokksins. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki hafa tölu á hversu margir þurfa að fara í sóttkví eða sýnatöku vegna kosningavöku Framsóknar. Miðast hafi verið við gestalista til að senda út boð, en hann ítrekar að allir sem sóttu vökuna ættu að fara varlega og í sýnatöku, hvort sem þeir voru á gesta lista eða ekki. Fáir voru sjáanlegir með grímur á kosningavökum flokkanna um liðan helgi, en samkvæmt reglum á að nota grímu innandyra ef ekki er hægt að tryggja eins metra nándarreglu. Hvernig finnst þér þá að sjá fólkið sem á að leiða halda kosningavöku þar sem þetta er ekki virt? „Mér finnst það bara alltaf erfitt þegar ekki er farið eftir þessum reglum. Maður sér það víða að fólk er farið að slaka verulega á. Á íþróttaviðburðum til dæmis. Það er greinilega ekkert farið eftir því, jafnvel í miklum þrengslum. Mér finnst bara mjög miður að fólk skuli ekki fara eftir þessum reglum sem eru í gildi. Þetta er í rauninni eina sem við erum með í gangi núna til að hefta útbreiðslu veirunnar og það er mjög mikilvægt að það sé áfram farið eftir því þegar ekki er hægt að viðhafa eins metra nándarreglu. Í þrengslum innan um ókunnuga aðila eru tilmæli um að nota grímur. Ef þær eru notaðar rétt þá koma þær að gagni og við erum ekkert búin í þessum faraldri og ég hvet fólk til að halda áfram að fara eftir reglum og passa sig,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. 22 greindust með veiruna í gær en Þórólfur segir að það geti tekið upp undir viku að sjá afleiðingar þessarar kosningahelgar. Átta eru nú á sjúkrahúsi, þar af eitt barn sem áður hefur verið greint frá. Einn er á gjörgæslu, en þeir voru þrír í gær. Núverandi reglugerð um innanlandsaðgerðir rennur út 6. október. Þórólfur er ekki farinn að huga að tillögum þar. Viðræður um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf standa yfir. Þangað til ný ríkisstjórn tekur við mun Þórólfur áfram skila minnisblöðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gestir á kosningavöku Framsóknar sendir í sóttkví Gestur í kosningavöku Framsóknarflokksins sem fram fór á kjördag hefur greinst með Covid-19. Einstaklingar sem hafa verið útsettir fyrir smiti eru komnir í sóttkví og aðrir gestir beðnir um að vera vakandi fyrir einkennum. 28. september 2021 22:09 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki hafa tölu á hversu margir þurfa að fara í sóttkví eða sýnatöku vegna kosningavöku Framsóknar. Miðast hafi verið við gestalista til að senda út boð, en hann ítrekar að allir sem sóttu vökuna ættu að fara varlega og í sýnatöku, hvort sem þeir voru á gesta lista eða ekki. Fáir voru sjáanlegir með grímur á kosningavökum flokkanna um liðan helgi, en samkvæmt reglum á að nota grímu innandyra ef ekki er hægt að tryggja eins metra nándarreglu. Hvernig finnst þér þá að sjá fólkið sem á að leiða halda kosningavöku þar sem þetta er ekki virt? „Mér finnst það bara alltaf erfitt þegar ekki er farið eftir þessum reglum. Maður sér það víða að fólk er farið að slaka verulega á. Á íþróttaviðburðum til dæmis. Það er greinilega ekkert farið eftir því, jafnvel í miklum þrengslum. Mér finnst bara mjög miður að fólk skuli ekki fara eftir þessum reglum sem eru í gildi. Þetta er í rauninni eina sem við erum með í gangi núna til að hefta útbreiðslu veirunnar og það er mjög mikilvægt að það sé áfram farið eftir því þegar ekki er hægt að viðhafa eins metra nándarreglu. Í þrengslum innan um ókunnuga aðila eru tilmæli um að nota grímur. Ef þær eru notaðar rétt þá koma þær að gagni og við erum ekkert búin í þessum faraldri og ég hvet fólk til að halda áfram að fara eftir reglum og passa sig,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. 22 greindust með veiruna í gær en Þórólfur segir að það geti tekið upp undir viku að sjá afleiðingar þessarar kosningahelgar. Átta eru nú á sjúkrahúsi, þar af eitt barn sem áður hefur verið greint frá. Einn er á gjörgæslu, en þeir voru þrír í gær. Núverandi reglugerð um innanlandsaðgerðir rennur út 6. október. Þórólfur er ekki farinn að huga að tillögum þar. Viðræður um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf standa yfir. Þangað til ný ríkisstjórn tekur við mun Þórólfur áfram skila minnisblöðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gestir á kosningavöku Framsóknar sendir í sóttkví Gestur í kosningavöku Framsóknarflokksins sem fram fór á kjördag hefur greinst með Covid-19. Einstaklingar sem hafa verið útsettir fyrir smiti eru komnir í sóttkví og aðrir gestir beðnir um að vera vakandi fyrir einkennum. 28. september 2021 22:09 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Gestir á kosningavöku Framsóknar sendir í sóttkví Gestur í kosningavöku Framsóknarflokksins sem fram fór á kjördag hefur greinst með Covid-19. Einstaklingar sem hafa verið útsettir fyrir smiti eru komnir í sóttkví og aðrir gestir beðnir um að vera vakandi fyrir einkennum. 28. september 2021 22:09