Hvað ætlar þú að prenta í matinn? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir og Brynja Laxdal skrifa 29. september 2021 11:31 Matarmenning er hverri þjóð mikilvæg enda speglar hún sögu okkar og er lituð af tíðarfari og náttúru. Hún er byggð á hefðum en innblásin af samtímanum. Matarsmekkur okkar er að verða hnattrænni og sumir óttast að matarmenning okkar sé að þynnast út vegna þess og ekki minnka áhyggjurnar vegna hraðrar þróunar á framleiðslumöguleikum matvæla. Það er komin ný kynslóð matar á sjónarsviðið, nýir próteingjafar bætast við fæðukeðjuna og hver veit nema eftir nokkur ár hættum við að spyrja hvað er í matinn heldur hvað eigum við að prenta í matinn. Því er nefnilega spáð er að þrívíddar matarprentarar verði jafn algeng heimilisvara og örbylgjuofninn. Við gætum t.d. líka farið að framleiða svínasíður eða nautalundir með stofnfrumutækni og slegið á umræður um skortstöðu og innflutning og hver veit nema við förum að rækta suðræna ávexti hérlendis með stofnfrumutækni. Lóðréttur landbúnaður mun færast í aukana þar sem ræktuð eru salöt, grænsprettur, æt blóm og meira að segja er wasabi framleitt hér á landi með vatnsræktarkerfi. Jarðhitinn til matvælaframleiðslu er alveg sér á báti fyrir okkur Íslendinga og endalausir möguleikar til að nýta hann. Þrátt fyrir þessa nýju tækni munum við ætíð eiga okkar matarmenningu sem á rætur til forfeðra okkar sem sýndu ótrúlega hæfni til að lifa af kalda og dimma vetur. Matarferðaþjónusta er hratt vaxandi grein innan ferðaþjónustunnar og fellur vel að þeim atvinnugreinum sem eru um allar landsbyggðir. Hún er vaxandi af því að yngri kynslóðin um 20 – 40 ára vill fræðast um menningu og sögu í gegnum matinn. En fljótlega fara fleiri þættir að skipta máli því heilsa, umhverfisvernd og sjálfbærni er neytendum hugleikið og við þurfum líka að læra að miðla þessum upplýsingum í gegnum matinn. Þörf er á markvissri kynningarstefnu sem hefur það að markmiði að skapa áhuga og eftirspurn eftir matartengdri afþreyingu og nærsamfélagsneyslu en ekki síður að bregðast við þeim áhuga og þeirri eftirspurn sem þegar er til staðar. Efla þarf samfélagsvitund um þá sérstöðu til matvælaframleiðslu sem við búum við, þekkingu á matararfleifð okkar og um tækifæri til framtíðar. Að byggja upp áfangastað sem ætlar sér sess sem eftirsóttur mataráfangastaður krefst öflugrar samvinnu og samtakamáttar til að slagkraftur skilaboðanna verði sterkur. Þjónusta og gæði þurfa að fylgjast að við markaðssetningu og innviðir þurfa að vera tilbúnir til að standa undir fyrirheitum og væntingum. Nýta þarf meðbyrinn sem er til staðar og knýja á um nauðsynlegar breytingar til að standa undir ímynd Íslands sem áhugaverðs mataráfangastaðar. Til að fara enn frekar yfir öll þau óþrjótandi tækifæri sem framtíðin hefur uppá að bjóða í mat og ferðaþjónustu verður efnt til viðburðaveislu á Austurlandi fimmtudaginn 30.september sem hefst með ráðstefnunni Nordic Food in Tourism. Ráðstefnan er hluti af þriggja ára verkefni sem er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni og leitt af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Íslenska ferðaklasanum og Matís með samstarfi allra Norðurlandanna. Auk ráðstefnunnar fimmtudaginn 30. september er efnt til Matarmóts á föstudaginn og lausnarmótið Hacking Austurland verður í gangi frá 30. September – 2.október. Enn er opið fyrir skráningu á streymishluta ráðstefnunnar inni á www.nordicfoodintourism.is. Upplýsingar um matarmótið má finna á www.austurbru.is. Ráðstefnan fer fram á ensku og hefst kl 10:00. Alls hafa um 250 manns víðs vegar að úr heiminum skráð sig á ráðstefnuna enda þétt og áhugaverð dagskrá með innlendum og erlendum fyrirlesurum. Allar nánari upplýsingar má finna hér: www.nordicfoodintourism.is Höfundar eru verkefnastjórar og tengiliðir verkefnisins. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans Brynja Laxdal, verkefnastjóri Nordic Food in Tourism Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matur Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Velferðarsamfélag í anda jafnaðarmennskunnar Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heilbrigðismál í aðdraganda kosninga Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Raforkuöryggi almennings ekki tryggt Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun „Hefur þú ekkert að gera?” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Matarmenning er hverri þjóð mikilvæg enda speglar hún sögu okkar og er lituð af tíðarfari og náttúru. Hún er byggð á hefðum en innblásin af samtímanum. Matarsmekkur okkar er að verða hnattrænni og sumir óttast að matarmenning okkar sé að þynnast út vegna þess og ekki minnka áhyggjurnar vegna hraðrar þróunar á framleiðslumöguleikum matvæla. Það er komin ný kynslóð matar á sjónarsviðið, nýir próteingjafar bætast við fæðukeðjuna og hver veit nema eftir nokkur ár hættum við að spyrja hvað er í matinn heldur hvað eigum við að prenta í matinn. Því er nefnilega spáð er að þrívíddar matarprentarar verði jafn algeng heimilisvara og örbylgjuofninn. Við gætum t.d. líka farið að framleiða svínasíður eða nautalundir með stofnfrumutækni og slegið á umræður um skortstöðu og innflutning og hver veit nema við förum að rækta suðræna ávexti hérlendis með stofnfrumutækni. Lóðréttur landbúnaður mun færast í aukana þar sem ræktuð eru salöt, grænsprettur, æt blóm og meira að segja er wasabi framleitt hér á landi með vatnsræktarkerfi. Jarðhitinn til matvælaframleiðslu er alveg sér á báti fyrir okkur Íslendinga og endalausir möguleikar til að nýta hann. Þrátt fyrir þessa nýju tækni munum við ætíð eiga okkar matarmenningu sem á rætur til forfeðra okkar sem sýndu ótrúlega hæfni til að lifa af kalda og dimma vetur. Matarferðaþjónusta er hratt vaxandi grein innan ferðaþjónustunnar og fellur vel að þeim atvinnugreinum sem eru um allar landsbyggðir. Hún er vaxandi af því að yngri kynslóðin um 20 – 40 ára vill fræðast um menningu og sögu í gegnum matinn. En fljótlega fara fleiri þættir að skipta máli því heilsa, umhverfisvernd og sjálfbærni er neytendum hugleikið og við þurfum líka að læra að miðla þessum upplýsingum í gegnum matinn. Þörf er á markvissri kynningarstefnu sem hefur það að markmiði að skapa áhuga og eftirspurn eftir matartengdri afþreyingu og nærsamfélagsneyslu en ekki síður að bregðast við þeim áhuga og þeirri eftirspurn sem þegar er til staðar. Efla þarf samfélagsvitund um þá sérstöðu til matvælaframleiðslu sem við búum við, þekkingu á matararfleifð okkar og um tækifæri til framtíðar. Að byggja upp áfangastað sem ætlar sér sess sem eftirsóttur mataráfangastaður krefst öflugrar samvinnu og samtakamáttar til að slagkraftur skilaboðanna verði sterkur. Þjónusta og gæði þurfa að fylgjast að við markaðssetningu og innviðir þurfa að vera tilbúnir til að standa undir fyrirheitum og væntingum. Nýta þarf meðbyrinn sem er til staðar og knýja á um nauðsynlegar breytingar til að standa undir ímynd Íslands sem áhugaverðs mataráfangastaðar. Til að fara enn frekar yfir öll þau óþrjótandi tækifæri sem framtíðin hefur uppá að bjóða í mat og ferðaþjónustu verður efnt til viðburðaveislu á Austurlandi fimmtudaginn 30.september sem hefst með ráðstefnunni Nordic Food in Tourism. Ráðstefnan er hluti af þriggja ára verkefni sem er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni og leitt af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Íslenska ferðaklasanum og Matís með samstarfi allra Norðurlandanna. Auk ráðstefnunnar fimmtudaginn 30. september er efnt til Matarmóts á föstudaginn og lausnarmótið Hacking Austurland verður í gangi frá 30. September – 2.október. Enn er opið fyrir skráningu á streymishluta ráðstefnunnar inni á www.nordicfoodintourism.is. Upplýsingar um matarmótið má finna á www.austurbru.is. Ráðstefnan fer fram á ensku og hefst kl 10:00. Alls hafa um 250 manns víðs vegar að úr heiminum skráð sig á ráðstefnuna enda þétt og áhugaverð dagskrá með innlendum og erlendum fyrirlesurum. Allar nánari upplýsingar má finna hér: www.nordicfoodintourism.is Höfundar eru verkefnastjórar og tengiliðir verkefnisins. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans Brynja Laxdal, verkefnastjóri Nordic Food in Tourism
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun